Efast um að flokkur Bjartrar framtíðar beri hag bænda fyrir brjósti sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. september 2016 12:08 Björt framtíð hefur verið afar gagnrýnin á nýsamþykkta búvörusamninga. Vísir/GVA Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagðist á þingi í dag efast um að þingflokkur Bjartrar framtíðar, sem harðlega hefur gagnrýnt nýja búvörusamninga, beri í raun og veru hag bænda fyrir brjósti. Hann kallaði eftir því að flokkurinn leggi fram sínar hugmyndir. „Það er verið að stíga í ákveðna átt að kerfisbreytingum með þessum samningum. Ef háttvirtur þingmaður er að tala um enn stærri breytingar þá væri gaman að heyra þær því ég óttast að það sé ekki vegna þess að þingflokkurinn beri hag bænda fyrir brjósti,“ sagði Gunnar Bragi á þingi. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hafði óskað eftir svörum frá ráðherra með vísan til orða hans um að gera hefði mátt betur í samningagerðinni, en þótti svör hans þó heldur rýr. „Sauðfjárbændur til dæmis, þeir fá enn þá að vera fátækir. Það er innbyggt í það kerfi sem ráðherra er með í þessum nýju lögum áfram. Það er viðurkennt á þann hátt að þeir bændur sem ekki búa nálægt kaupstað fá meiri styrk út af því að það er sagt sem svo að enginn bóndi geti lifað af því að vera bara með lítið sauðfjárbú heldur þurfi hann að komast í aðra vinnu með,“ sagði Björt. Gunnar Bragi gaf þó lítið fyrir þessi orð. „Ég ætla að mótmæla því að háttvirtur þingmaður skuli standa hér og tala um að bændur séu fátækir. Að bændur haldi áfram að vera fátækir, það er með ólíkindum að þingmaður skuli standa hér uppi. Langflestir bændur á Íslandi búa bara mjög vel og hafa það býsna gott. Auðvitað er það eins og í öllum öðrum stéttum inn á milli aðilar sem hafa það ekkert sérstaklega gott,“ sagði hann. Aðspurður um hvað betur hefði mátt fara svaraði hann : „Það er ýmislegt í ytri aðstæðum sem gera stöðuna flóknari í dag varðandi rekstur búa. Búflutningur er erfiðari og svo framvegis. Sláturleyfishafar hafa hækkað verð til bænda. Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á og læra af þeim. Þegar talaði um að það hefði verið hægt að undirbúa þetta með einhverjum hætti er það að það hefði verið hægt að reikna betur áhrif niður á einstök bú, til að sjá hvaða áhrif þessi samningur hefði á bændur sem voru búnir að kaupa sér bú fyrir ári síðan og svo framvegis,“ sagði Gunnar Bragi. „Auðvitað er það þannig að þegar þú gerir slíkan stóran samning þá eru ekki endilega allir ánægðir með hann. Það er bara eðli slíkra samninga. Það er þá okkar í þeim endurskoðunum sem fram undan eru að reyna að laga það sem hægt er að laga.“ Búvörusamningar Tengdar fréttir Yfir 100 milljarða búvörusamningar Nýir búvörusamningar taka gildi um áramótin í kjölfar samþykktar Alþingis á breytingum á ákvæðum búvörulaga. Meðal nýjunga í samningunum er að leggja af kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu. Vinna við endurskoðun sa 17. september 2016 07:00 Hefði þurft að undirbúa búvörusamninga betur Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson rétta manninn til að leiða Framsóknarflokkinn áfram inn í kosningar og vera forsætisráðherraefni flokksins. Hann segir Framsóknarflokkinn stan 16. september 2016 07:00 Stjórnarandstaðan hefði getað fellt búvörusamninginn á þingi Búvörulög hefðu fallið á þingi ef þeir þingmenn sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna hefðu greitt atkvæði á móti. Atkvæði stjórnarandstöðunnar komu þingmanni Bjartrar framtíðar, sem sagði nei, mjög á óvart. 15. september 2016 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagðist á þingi í dag efast um að þingflokkur Bjartrar framtíðar, sem harðlega hefur gagnrýnt nýja búvörusamninga, beri í raun og veru hag bænda fyrir brjósti. Hann kallaði eftir því að flokkurinn leggi fram sínar hugmyndir. „Það er verið að stíga í ákveðna átt að kerfisbreytingum með þessum samningum. Ef háttvirtur þingmaður er að tala um enn stærri breytingar þá væri gaman að heyra þær því ég óttast að það sé ekki vegna þess að þingflokkurinn beri hag bænda fyrir brjósti,“ sagði Gunnar Bragi á þingi. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hafði óskað eftir svörum frá ráðherra með vísan til orða hans um að gera hefði mátt betur í samningagerðinni, en þótti svör hans þó heldur rýr. „Sauðfjárbændur til dæmis, þeir fá enn þá að vera fátækir. Það er innbyggt í það kerfi sem ráðherra er með í þessum nýju lögum áfram. Það er viðurkennt á þann hátt að þeir bændur sem ekki búa nálægt kaupstað fá meiri styrk út af því að það er sagt sem svo að enginn bóndi geti lifað af því að vera bara með lítið sauðfjárbú heldur þurfi hann að komast í aðra vinnu með,“ sagði Björt. Gunnar Bragi gaf þó lítið fyrir þessi orð. „Ég ætla að mótmæla því að háttvirtur þingmaður skuli standa hér og tala um að bændur séu fátækir. Að bændur haldi áfram að vera fátækir, það er með ólíkindum að þingmaður skuli standa hér uppi. Langflestir bændur á Íslandi búa bara mjög vel og hafa það býsna gott. Auðvitað er það eins og í öllum öðrum stéttum inn á milli aðilar sem hafa það ekkert sérstaklega gott,“ sagði hann. Aðspurður um hvað betur hefði mátt fara svaraði hann : „Það er ýmislegt í ytri aðstæðum sem gera stöðuna flóknari í dag varðandi rekstur búa. Búflutningur er erfiðari og svo framvegis. Sláturleyfishafar hafa hækkað verð til bænda. Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á og læra af þeim. Þegar talaði um að það hefði verið hægt að undirbúa þetta með einhverjum hætti er það að það hefði verið hægt að reikna betur áhrif niður á einstök bú, til að sjá hvaða áhrif þessi samningur hefði á bændur sem voru búnir að kaupa sér bú fyrir ári síðan og svo framvegis,“ sagði Gunnar Bragi. „Auðvitað er það þannig að þegar þú gerir slíkan stóran samning þá eru ekki endilega allir ánægðir með hann. Það er bara eðli slíkra samninga. Það er þá okkar í þeim endurskoðunum sem fram undan eru að reyna að laga það sem hægt er að laga.“
Búvörusamningar Tengdar fréttir Yfir 100 milljarða búvörusamningar Nýir búvörusamningar taka gildi um áramótin í kjölfar samþykktar Alþingis á breytingum á ákvæðum búvörulaga. Meðal nýjunga í samningunum er að leggja af kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu. Vinna við endurskoðun sa 17. september 2016 07:00 Hefði þurft að undirbúa búvörusamninga betur Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson rétta manninn til að leiða Framsóknarflokkinn áfram inn í kosningar og vera forsætisráðherraefni flokksins. Hann segir Framsóknarflokkinn stan 16. september 2016 07:00 Stjórnarandstaðan hefði getað fellt búvörusamninginn á þingi Búvörulög hefðu fallið á þingi ef þeir þingmenn sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna hefðu greitt atkvæði á móti. Atkvæði stjórnarandstöðunnar komu þingmanni Bjartrar framtíðar, sem sagði nei, mjög á óvart. 15. september 2016 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Yfir 100 milljarða búvörusamningar Nýir búvörusamningar taka gildi um áramótin í kjölfar samþykktar Alþingis á breytingum á ákvæðum búvörulaga. Meðal nýjunga í samningunum er að leggja af kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu. Vinna við endurskoðun sa 17. september 2016 07:00
Hefði þurft að undirbúa búvörusamninga betur Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson rétta manninn til að leiða Framsóknarflokkinn áfram inn í kosningar og vera forsætisráðherraefni flokksins. Hann segir Framsóknarflokkinn stan 16. september 2016 07:00
Stjórnarandstaðan hefði getað fellt búvörusamninginn á þingi Búvörulög hefðu fallið á þingi ef þeir þingmenn sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna hefðu greitt atkvæði á móti. Atkvæði stjórnarandstöðunnar komu þingmanni Bjartrar framtíðar, sem sagði nei, mjög á óvart. 15. september 2016 06:30