Maður vopnaður hnífi var skotinn í dag þegar hann reyndi að ryðja sér leið inn í sendiráð Ísrael í Ankara í Tyrklandi. Engan annan sakaði en nokkrum sendiráðum í borginni hafði verið lokað í vikunni vegna upplýsinga um mögulega hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn var særður á fæti.
Yfirvöld í Ankara segja hins vegar að maðurinn virðist hafa verið í tilfinningalegu ójafnvægi og að engin tengsl hafi fundist á milli hans og hryðjuverkasamtaka.
Sprengjusérfræðingar rannsaka nú pakka nærri sendiráðinu sem þykir grunnsamlegur.
Íslamska ríkið og Verkamannaflokkur Kúrda hafa gert nokkrar mannskæðar árásir í Tyrklandi á undanförnum mánuðum.
Maður skotinn til bana við sendiráð Ísrael í Tyrklandi
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið


Engin röð á Læknavaktinni
Innlent



Ógeðslega stoltur af kennurum
Innlent


Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent


