Samningaviðræður um að borgin hýsi 110 hælisleitendur til viðbótar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. september 2016 19:00 Reykjavíkurborg og Útlendingastofnun eru langt komnar í samningaviðræðum um að borgin hýsi 110 hælisleitendur til viðbótar við þá níutíu sem hún hýsir í dag. Ástand í húsnæðismálum hælisleitenda er slæmt og leitar Útlendingastofnun allra leiða til að bæta úr því. Húsnæðismál hælisleitenda eru í ólestri en aldrei hafa jafnmargir sótt um vernd á einu ári hér á landi. Umsóknir á árinu er þegar yfir fimm hundruð. Borgin og Útlendingastofnun funduðu um málið í gær og ganga samningaviðræður vel. Samningur verður líklegast undirritaður á næstu dögum. „Við erum að vonast til að geta tekið við í okkar þjónustu væntanlega í kring um 100 manns á einhverjum tíma í viðbót við þá níutíu sem þegar eru í þjónustu,“ segir Anna Krisinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar. Náist samningar muni borgarráð taka endanlega ákvörðun í málinu. Borgin vinnur nú að því að finna húsnæði. „Við erum að leita logandi ljósi og höfum gert það undanfarnar vikur. Við leitum að ásættanlegu húsnæði,“ segir Anna. Taki borgin við 110 hælisleitendum til viðbótar mun til þess koma í áföngum á næstu vikum og mánuðum en vonir standa til þess að borgin geti tekið við hluta hópsins í október. Anna útskýrir að búsetuúrræðin verði um alla borg en ekki öll á einum stað. Hún segir mikinn vilja hjá borginni í að aðstoða Útlendingastofnun í húsnæðismálum hælisleitenda. „Við erum kannski að axla okkar ábyrgð sem höfuðborg að taka hér vel á móti fólki. Ég er ekki viss um að almenningur verið mikið var við það að hér séu hundrað eða tvö hundruð hælisleitendur hér í þjónustu. Ég held að almenningur verði miklu frekar var við þá ferðamenn sem eru hér,“ segir Anna. Flóttamenn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Reykjavíkurborg og Útlendingastofnun eru langt komnar í samningaviðræðum um að borgin hýsi 110 hælisleitendur til viðbótar við þá níutíu sem hún hýsir í dag. Ástand í húsnæðismálum hælisleitenda er slæmt og leitar Útlendingastofnun allra leiða til að bæta úr því. Húsnæðismál hælisleitenda eru í ólestri en aldrei hafa jafnmargir sótt um vernd á einu ári hér á landi. Umsóknir á árinu er þegar yfir fimm hundruð. Borgin og Útlendingastofnun funduðu um málið í gær og ganga samningaviðræður vel. Samningur verður líklegast undirritaður á næstu dögum. „Við erum að vonast til að geta tekið við í okkar þjónustu væntanlega í kring um 100 manns á einhverjum tíma í viðbót við þá níutíu sem þegar eru í þjónustu,“ segir Anna Krisinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar. Náist samningar muni borgarráð taka endanlega ákvörðun í málinu. Borgin vinnur nú að því að finna húsnæði. „Við erum að leita logandi ljósi og höfum gert það undanfarnar vikur. Við leitum að ásættanlegu húsnæði,“ segir Anna. Taki borgin við 110 hælisleitendum til viðbótar mun til þess koma í áföngum á næstu vikum og mánuðum en vonir standa til þess að borgin geti tekið við hluta hópsins í október. Anna útskýrir að búsetuúrræðin verði um alla borg en ekki öll á einum stað. Hún segir mikinn vilja hjá borginni í að aðstoða Útlendingastofnun í húsnæðismálum hælisleitenda. „Við erum kannski að axla okkar ábyrgð sem höfuðborg að taka hér vel á móti fólki. Ég er ekki viss um að almenningur verið mikið var við það að hér séu hundrað eða tvö hundruð hælisleitendur hér í þjónustu. Ég held að almenningur verði miklu frekar var við þá ferðamenn sem eru hér,“ segir Anna.
Flóttamenn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira