„Ég er mjög stoltur af stelpunum og þetta er búið að vera frábært tímabil hjá okkur,“ segir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að liðið hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna árið 2016. Liðið vann FH 4-0 á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.
„Það er búið að ganga mikið á hjá liðinu í sumar og því er þetta skemmtilegur endir hér á Samsung-vellinum með öllu þessu fólki. Við höfum verið með stöðugusta liðið í sumar og verið á toppnum í deildinni í öllum umferðum nema tveimur og ég held að við eigum þetta alveg inni.“
Ólafur segir að liðið sé mjög samhelt og með frábæra karaktera innanborðs.
„Það er frábær mórall í liðinu og við höfum staðið saman í gegnum allt í sumar. Það er karakterinn í liðinu sem skilar því svona langt.“
Ólafur: Það er búið að ganga mikið á og því er ég ótrúlega stoltur
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

