Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2016 21:31 DOnald Trump og eiginkona hans Melania. Vísir/EPA Donald Trump stærði sig því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær, þar sem hann væri „stjarna“. Washington Post hefur birt myndband af Trump ræða við sjónvarpsmanninn Billy Bush um konur á mjög grófan hátt. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“ Þetta er meðal þess sem Trump sagði. Hann sagði einnig frá því að hann hefði verið að reyna að sænga hjá konu en hefði mistekist. Hann hefði farið með henni að kaupa húsgögn en hún hefði verið gift. Myndbandið var tekið upp nokkrum mánuðum eftir að Trump giftist þriðju eiginkonu sinni Melania. Umrætt myndband var tekið upp árið 2005, þegar Donald Trump var að fara að leika lítið hlutverk í sápuóperunni Days of Our Lives. Upptakan var fyrir þáttinn Access Hollywood. Hægt er að sjá myndbandið á vef Washington Post eða hér að neðan.Trump gaf út yfirlýsingu vegna upptökunnar þar sem hann segir að um einkasamtal sé að ræða og svokallað „búningsklefa-tal“. Hann bað þá sem móðguðust yfir ummælum hans afsökunar en veittist þó gegn Bill Clinton, eiginmanni Hillary Clinton. „Bill Clinton hefur sagt mun verri hluti en ég á golfvellinum. Þetta er ekkert miðað við það.“ This is horrific. We cannot allow this man to become president. https://t.co/RwhW7yeFI2— Hillary Clinton (@HillaryClinton) October 7, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Donald Trump stærði sig því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær, þar sem hann væri „stjarna“. Washington Post hefur birt myndband af Trump ræða við sjónvarpsmanninn Billy Bush um konur á mjög grófan hátt. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“ Þetta er meðal þess sem Trump sagði. Hann sagði einnig frá því að hann hefði verið að reyna að sænga hjá konu en hefði mistekist. Hann hefði farið með henni að kaupa húsgögn en hún hefði verið gift. Myndbandið var tekið upp nokkrum mánuðum eftir að Trump giftist þriðju eiginkonu sinni Melania. Umrætt myndband var tekið upp árið 2005, þegar Donald Trump var að fara að leika lítið hlutverk í sápuóperunni Days of Our Lives. Upptakan var fyrir þáttinn Access Hollywood. Hægt er að sjá myndbandið á vef Washington Post eða hér að neðan.Trump gaf út yfirlýsingu vegna upptökunnar þar sem hann segir að um einkasamtal sé að ræða og svokallað „búningsklefa-tal“. Hann bað þá sem móðguðust yfir ummælum hans afsökunar en veittist þó gegn Bill Clinton, eiginmanni Hillary Clinton. „Bill Clinton hefur sagt mun verri hluti en ég á golfvellinum. Þetta er ekkert miðað við það.“ This is horrific. We cannot allow this man to become president. https://t.co/RwhW7yeFI2— Hillary Clinton (@HillaryClinton) October 7, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira