Hegseth bannar nú samskipti við þingið Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2025 10:38 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra á sviði fyrir framan landgönguliða. AP/Gregory Bull Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sett hæst settu embættismönnum ráðuneytisins nýjar reglur varðandi samskipti þeirra við þingmenn. Öll slík samskipti eiga nú að fara gegnum æðstu lögmenn ráðuneytisins, sem þurfa að veita herforingjum leyfi til að ræða við þingmenn. Reglurnar eiga við um alla starfsmenn ráðuneytisins og þar á meðal formann herforingjaráðs Bandaríkjanna. Þær voru sendar á starfsmenn sama dag og tugir blaðamanna sem starfað hafa í ráðuneytinu gengu þaðan út í kjölfar þess að Hegseth setti verulega tálma á störf þeirra. Þeim setti Hegseth einnig nýjar reglur sem þýða í rauninni að þeir megi ekki spyrja starfsmenn spurninga né birta fréttir sem hafa ekki verið samþykktar af yfirmönnum ráðuneytisins. Forsvarsmenn eins fjölmiðils, One America News Network eða OAN, samþykktu reglurnar. Sjá einnig: Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans AP fréttaveitan segir bæði tilfellin benda til þess að Hegseth eigi í umfangsmikilli vinnu sem ætlað sé að takmarka flæði upplýsinga frá ráðuneytinu. Fréttaveitan hefur eftir Sean Parnell, æðsta talsmanni ráðuneytisins og vini Hegseths, að markmið nýju reglnanna sé að bæta nákvæmni og auka gegnsæi í samskiptum ráðuneytisins og þingsins. Áður gátu forsvarsmenn undirstofnanna ráðuneytisins og yfirmenn sérstakra anga herafla Bandaríkjanna stjórnað eigin samskiptum við þingið. Hefur dregið mjög úr flæði upplýsinga Hegseth hefur gripið til ýmissa aðgerða sem mun vera ætlað að draga úr því að upplýsingum sé lekið úr ráðuneytinu. Meðal annars hafa borist fregnir af því að Hegseth og hans æðstu stjórnendur sem hann tók með sér í ráðuneytið, hafi skikkað starfsmenn til að gangast lygapróf vegna grunns um að viðkomandi hafi lekið upplýsingum. Þá hefur Hegseth fækkað verulega blaðamannafundum í varnarmálaráðuneytinu. Sjá einnig: Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Hegseth hefur verið sakaður um að nota samskiptaleiðir sem þykja ekki fyllilega öruggar og höfðu ekki verið viðurkenndar af yfirvöldum Í Bandaríkjunum. Eins og frægt er var blaðamanni einu sinni bætt í spjallhóp á forritinu Signal, þar sem Hegseth og aðrir af æðstu embættismönnum Bandaríkjanna ræddu yfirvofandi árásir á Húta í Jemen. Þar deildu Hegseth, JD Vance varaforseti, og Mike Walz þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, auk annarra, leynilegum upplýsingum um árásirnar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Reglurnar eiga við um alla starfsmenn ráðuneytisins og þar á meðal formann herforingjaráðs Bandaríkjanna. Þær voru sendar á starfsmenn sama dag og tugir blaðamanna sem starfað hafa í ráðuneytinu gengu þaðan út í kjölfar þess að Hegseth setti verulega tálma á störf þeirra. Þeim setti Hegseth einnig nýjar reglur sem þýða í rauninni að þeir megi ekki spyrja starfsmenn spurninga né birta fréttir sem hafa ekki verið samþykktar af yfirmönnum ráðuneytisins. Forsvarsmenn eins fjölmiðils, One America News Network eða OAN, samþykktu reglurnar. Sjá einnig: Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans AP fréttaveitan segir bæði tilfellin benda til þess að Hegseth eigi í umfangsmikilli vinnu sem ætlað sé að takmarka flæði upplýsinga frá ráðuneytinu. Fréttaveitan hefur eftir Sean Parnell, æðsta talsmanni ráðuneytisins og vini Hegseths, að markmið nýju reglnanna sé að bæta nákvæmni og auka gegnsæi í samskiptum ráðuneytisins og þingsins. Áður gátu forsvarsmenn undirstofnanna ráðuneytisins og yfirmenn sérstakra anga herafla Bandaríkjanna stjórnað eigin samskiptum við þingið. Hefur dregið mjög úr flæði upplýsinga Hegseth hefur gripið til ýmissa aðgerða sem mun vera ætlað að draga úr því að upplýsingum sé lekið úr ráðuneytinu. Meðal annars hafa borist fregnir af því að Hegseth og hans æðstu stjórnendur sem hann tók með sér í ráðuneytið, hafi skikkað starfsmenn til að gangast lygapróf vegna grunns um að viðkomandi hafi lekið upplýsingum. Þá hefur Hegseth fækkað verulega blaðamannafundum í varnarmálaráðuneytinu. Sjá einnig: Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Hegseth hefur verið sakaður um að nota samskiptaleiðir sem þykja ekki fyllilega öruggar og höfðu ekki verið viðurkenndar af yfirvöldum Í Bandaríkjunum. Eins og frægt er var blaðamanni einu sinni bætt í spjallhóp á forritinu Signal, þar sem Hegseth og aðrir af æðstu embættismönnum Bandaríkjanna ræddu yfirvofandi árásir á Húta í Jemen. Þar deildu Hegseth, JD Vance varaforseti, og Mike Walz þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, auk annarra, leynilegum upplýsingum um árásirnar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira