Fyrsta keppnin fer fram í Hong Kong en þær eru alls 12 talsins. Kappaksturinn í Hong Kong verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst hún klukkan 07:30 á sunnudaginn.
Þetta er þriðja tímabilið í Formúlu E en þar er keppt á rafbílum. Svisslendingurinn Sebastien Buemi hrósaði sigri í fyrra og lið hans, Renault e.Dams, vann keppni bílasmiða.
Tíu lið taka þátt í Formúlu E í ár en keppnin fer fram í fimm heimsálfum. Keppt verður í stórborgum á borð við Hong Kong og New York.
Kristján Einar Kristjánsson, Formúlusérfræðingur 365, fór yfir tímabilið sem framundan er í Formúlu E í tveimur upphitunarþáttum sem má sjá hér að neðan.