Stelpurnar töpuðu með tíu mörkum á móti Svíum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2016 15:40 Rut Jónsdóttir. Vísir/Ernir Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með tíu mörkum á móti Svíþjóð, 23-33, í æfingamóti í Póllandi í dag. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Axels Stefánssonar sem tók við liðinu í sumar af Ágústi Þór Jóhannssyni. Karen Knútsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með fimm mörk en Rut Jónsdóttir átti einna bestan leik íslensku stelpnanna í sókninni og var bæði að búa til fyrir sig og aðrar í liðinu. Svíar voru átta mörkum yfir í hálfleik, 20-12, en íslenska liðið náði að minnka muninn í sex mörk með ágætri byrjun á seinni hálfleiknum. Sænska liðið gaf þá aftur í og náði mest ellefu marka forystu en munurinn varð á endanum tíu mörk. Eva Björk Davíðsdóttir átti líka ágæta innkomu í lokin og skoraði þá þrjú mörk á stuttum tíma. Heiða Ingólfsdóttir stóð sig líka ágætlega í íslenska markinu í seinni hálfleiknum. Hin sextán ára gamla Lovísa Thompson spilaði sinn fyrsta A-landsleik og skoraði sitt fyrsta mark úr hraðaupphlaupi undir lokin. Íslenska liðið spilaði mikið 5:2 í sókninni þar sem Axel tók markvörðinn af velli og setti aukamann í sóknina. Það gekk ekkert alltof vel en það kom oft ekki að sök þar sem sænska liðinu gekk afar illa að skora í autt markið.Mörk Íslands: Karen Knútsdóttir 5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Rut Jónsdóttir 3, Eva Björk Davíðsdóttir 3, Steinunn Hansdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Sunna Jónsdóttir 2, Lovísa Thompson 1, Arna Sif Pálsdóttir 1, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 1. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með tíu mörkum á móti Svíþjóð, 23-33, í æfingamóti í Póllandi í dag. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Axels Stefánssonar sem tók við liðinu í sumar af Ágústi Þór Jóhannssyni. Karen Knútsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með fimm mörk en Rut Jónsdóttir átti einna bestan leik íslensku stelpnanna í sókninni og var bæði að búa til fyrir sig og aðrar í liðinu. Svíar voru átta mörkum yfir í hálfleik, 20-12, en íslenska liðið náði að minnka muninn í sex mörk með ágætri byrjun á seinni hálfleiknum. Sænska liðið gaf þá aftur í og náði mest ellefu marka forystu en munurinn varð á endanum tíu mörk. Eva Björk Davíðsdóttir átti líka ágæta innkomu í lokin og skoraði þá þrjú mörk á stuttum tíma. Heiða Ingólfsdóttir stóð sig líka ágætlega í íslenska markinu í seinni hálfleiknum. Hin sextán ára gamla Lovísa Thompson spilaði sinn fyrsta A-landsleik og skoraði sitt fyrsta mark úr hraðaupphlaupi undir lokin. Íslenska liðið spilaði mikið 5:2 í sókninni þar sem Axel tók markvörðinn af velli og setti aukamann í sóknina. Það gekk ekkert alltof vel en það kom oft ekki að sök þar sem sænska liðinu gekk afar illa að skora í autt markið.Mörk Íslands: Karen Knútsdóttir 5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Rut Jónsdóttir 3, Eva Björk Davíðsdóttir 3, Steinunn Hansdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Sunna Jónsdóttir 2, Lovísa Thompson 1, Arna Sif Pálsdóttir 1, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 1.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni