Draumur að hafa Doumbia Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2016 06:30 Draumurinn Doumbia. vísir/eyþór Tveir bestu leikmenn sumarsins í Pepsi-deild karla koma báðir úr FH og þeir sáu öðrum fremur um að brjóta sóknir andstæðinganna á bak aftur. Blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis gáfu leikmönnum einkunn í öllum leikjum Pepsi-deildarinnar og lágmark var að fá einkunn fyrir fjórtán leiki eða fleiri. Það var ekki góður sóknarleikur sem skilaði FH-ingum titlinum í ár því Hafnfirðingar treystu á varnarleikinn. Þar var Kassim Doumbia í stóru hlutverki og naut líka góðs af því að fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson braut niður ófáar sóknir mótherjanna á miðjunni. Þrjú lið í deildinni skoruðu fleiri mörk en Íslandsmeistararnir en ekkert lið fékk á sig færri mörk. Fjórir 1-0 sigrar vógu á endanum þungt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.Þrjú eftirminnileg tímabil Kassim Doumbia var nokkrum sekúndum frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn á fyrsta árinu sínu með FH en hefur síðan orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð. Doumbia varð í 30. sæti yfir bestu leikmenn Pepsi-deildarinnar 2015 eftir að hafa verið þriðji besti leikmaður deildarinnar á sínu fyrsta ári. Nú lék hins vegar enginn betur. Kassim Doumbia fékk 6,45 í meðaleinkunn í sumar en hann hækkaði sig töluvert í seinni umferðinni þar sem hann var með meðaleinkunn upp á 6,63. Doumbia fékk reyndar bara eina áttu í sumar en var aftur á móti með átta sjöur og aðeins eina fimmu. Stöðugleiki og jöfn frammistaða skilaði honum efsta sætinu. Davíð Þór Viðarsson átti einnig betri seinni umferð eins og Doumbia en Blikinn Damir Muminovic, sem varð í þriðja sæti, átti hins vegar betri fyrri umferð en gaf aðeins eftir í þeirri seinni. Indriði Sigurðsson, miðvörður og fyrirliði KR, er besti „öldungur“ deildarinnar en hann var með bestu meðaleinkunnina af þeim leikmönnum sem eru orðnir 34 ára eða eldri. Næstur honum var Ármann Smári Björnsson, miðvörður Skagamanna. Besti ungi leikmaðurinn er aftur á móti Blikinn Oliver Sigurjónsson en þar eru aðeins teknir inn leikmenn sem eru 21 árs eða yngri. Hér til hliðar má sjá hvaða leikmenn enduðu í 50 efstu sætunum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Tveir bestu leikmenn sumarsins í Pepsi-deild karla koma báðir úr FH og þeir sáu öðrum fremur um að brjóta sóknir andstæðinganna á bak aftur. Blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis gáfu leikmönnum einkunn í öllum leikjum Pepsi-deildarinnar og lágmark var að fá einkunn fyrir fjórtán leiki eða fleiri. Það var ekki góður sóknarleikur sem skilaði FH-ingum titlinum í ár því Hafnfirðingar treystu á varnarleikinn. Þar var Kassim Doumbia í stóru hlutverki og naut líka góðs af því að fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson braut niður ófáar sóknir mótherjanna á miðjunni. Þrjú lið í deildinni skoruðu fleiri mörk en Íslandsmeistararnir en ekkert lið fékk á sig færri mörk. Fjórir 1-0 sigrar vógu á endanum þungt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.Þrjú eftirminnileg tímabil Kassim Doumbia var nokkrum sekúndum frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn á fyrsta árinu sínu með FH en hefur síðan orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð. Doumbia varð í 30. sæti yfir bestu leikmenn Pepsi-deildarinnar 2015 eftir að hafa verið þriðji besti leikmaður deildarinnar á sínu fyrsta ári. Nú lék hins vegar enginn betur. Kassim Doumbia fékk 6,45 í meðaleinkunn í sumar en hann hækkaði sig töluvert í seinni umferðinni þar sem hann var með meðaleinkunn upp á 6,63. Doumbia fékk reyndar bara eina áttu í sumar en var aftur á móti með átta sjöur og aðeins eina fimmu. Stöðugleiki og jöfn frammistaða skilaði honum efsta sætinu. Davíð Þór Viðarsson átti einnig betri seinni umferð eins og Doumbia en Blikinn Damir Muminovic, sem varð í þriðja sæti, átti hins vegar betri fyrri umferð en gaf aðeins eftir í þeirri seinni. Indriði Sigurðsson, miðvörður og fyrirliði KR, er besti „öldungur“ deildarinnar en hann var með bestu meðaleinkunnina af þeim leikmönnum sem eru orðnir 34 ára eða eldri. Næstur honum var Ármann Smári Björnsson, miðvörður Skagamanna. Besti ungi leikmaðurinn er aftur á móti Blikinn Oliver Sigurjónsson en þar eru aðeins teknir inn leikmenn sem eru 21 árs eða yngri. Hér til hliðar má sjá hvaða leikmenn enduðu í 50 efstu sætunum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira