Stjórnvöld dragbítur á eðlilega þróun Svavar Hávarðsson skrifar 6. október 2016 07:00 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air vísir/vilhelm Vöntun á framsýni og skilningsleysi stjórnvalda á þróun ferðaþjónustu á Íslandi hefur verið dragbítur á nauðsynlega uppbyggingu. Stefnumörkun til lengri tíma og framkvæmdir verða að koma til. Stærsti flöskuhálsinn er Keflavíkurflugvöllur sem er löngu sprunginn, og á sama tíma og útflutningstekjur af ferðaþjónustu eru 500 milljarðar er rifist um smáaura við einstakar framkvæmdir. Þetta kom meðal annars fram í máli Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, í erindi hans á ráðstefnu Íslenska sjávarklasans í gær undir heitinu Flutningalandið Ísland, en þetta er þriðja árið í röð sem staðið er fyrir ráðstefnu undir þessu heiti og er hún haldin að frumkvæði flutninga- og hafnahóps Sjávarklasans sem samanstendur af 20 fyrirtækjum.Áætlanir of varlegar „Það vantar áþreifanlega heildstæða stefnu og skilning. Því miður hefur stærsta vandamál okkar hér á Íslandi verið að allar áætlanir og spár um komur farþega til Íslands hafa verið allt of varlegar. Þetta er mjög alvarlegt ástand og á þetta við um greiningardeildir, hið opinbera eða Isavia þar sem spár hafa gert ráð fyrir mun minni vexti en raunin varð og skuldbindingar okkar til dæmis gerðu ráð fyrir. Sem betur fer hefur orðið vakning að undanförnu hvað þetta varðar, og vonandi erum við komin á þann stað að trúa því að mikill vöxtur á næstu árum er staðreynd,“ sagði Skúli.Þúsund milljarðar Skúli trúir því að útflutningstekjur af ferðaþjónustu verði brátt þúsund milljarðar á sama tíma og aðrir máttarstólpar efnahagslífsins, stóriðja og sjávarútvegur, vaxi ekki. Þessi vöxtur ferðaþjónustunnar sé hins vegar svo sannarlega ekki kominn til vegna langtíma stefnumörkunar stjórnvalda heldur byggist fyrst og síðast á einkaframtaki – framkvæmdagleði og nýsköpun fólks um allt land. Áhrifa þessa gæti út um allt samfélagið, hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, þó þess sé ekki að finna stað í hagtölum. Skúli sagði Suðurnesin nærtækasta dæmið um gjörbreytt ástand. Þar sem fyrir skemmstu streymdi fólk til Reykjavíkur til að sækja vinnu hefur dæmið nú snúist við. Strax á næsta ári þurfi að manna 1.500 stöður í tengslum við Keflavíkurflugvöll og ekki fljótséð hvernig það verður gert. Það eru því „krítísk mál“ sem þarf að leysa vegna þess vaxtar sem er fyrirséður næstu árin – þó aðstaða og mönnun sleppi væntanlega til á næsta ári.Skúli Mogensen spáir því að níu milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll á næsta ári – stöðug uppbygging síðustu ára hefur engan veginn dugað.vísir/vilhelmTækifærið að glatast? „En árið 2018 og árin þar á eftir erum við að lenda á vegg mjög víða, og það verður ekki leyst nema að það verði allsherjar viðhorfs- og stefnubreyting. Sem hefst hjá stjórnvöldum,“ sagði Skúli. Annað dæmi – ekki eins nærtækt – nefndi Skúli og fjallaði um uppbyggingu alþjóðaflugvallarins í Dúbaí sem var byggður í miðri eyðimörk en er í dag sá stærsti í heimi og tekur á móti 78 milljónum farþega á ári, og flestir sem koma þar við vegna tengiflugs annað. Ekki er um tilviljun að ræða heldur niðurstöðu af stefnumörkun til 20 ára. Af þessu geta Íslendingar lært, segir Skúli og nauðsynlegt að vera stórhuga ef tækifærið á ekki að glatast til að ná þeim viðskiptum sem eru í seilingarfjarlægð. Staðsetning landsins er nefnilega betri en Dúbaí – en í okkar tilfelli með tilliti til flugs til Norður-Ameríku og Evrópu.Asía „Bætum svo Asíu við, og það er ekkert leyndarmál að ég hef metnað til að gera það og mun gera það, því Ísland er í kjöraðstæðum til þess. Það er enginn annar staður, landfræðilega séð, sem er í jafn góðri aðstöðu til að gera þetta og við – Ísland. Þetta er niðurstaðan þegar það sem skiptir mestu máli er skoðað – flugtíminn á milli staða,“ sagði Skúli og bætti við að bráðnauðsynlegt væri að grípa tækifærið núna. Ef ekki þá muni beint flug með stærri vélum aukast hraðar en ella – og þegar megi sjá því stað að flugfélög í Evrópu hugi að slíku flugi. Þegar hafa flugfélög eins og Norwegian og fleiri pantað stórar þotur í þessum tilgangi – en félagið hefur staðfest móttöku á 22 Boeing Dreamliner breiðþotum á næstu tveimur árum. Því sé stóraukin samkeppni á flugleiðum íslensku flugfélaganna staðreynd sem verður ekki mætt nema með að fjölga flugleiðum og viðkomustöðum. Nú þegar sé helmingur flugfarþega sem fljúga yfir landið tengifarþegar – eða um 50 milljónir manna – og ekkert því til fyrirstöðu að þeir tengi sig við sinn áfangastað í gegnum Keflavíkurflugvöll eins og flugvelli í stórborgum sitt hvorum megin Atlantsála. En á meðan þessi er staðan segir Skúli að umræðan hér heima snúist um að byggja flugvöll í Hvassahrauni sem sé ekkert annað en dragbítur á það sem raunverulega þarf að gera. Byggja upp í Keflavík. „Það er grátlegt að eyða óhemju tíma í að ræða fram og til baka um flugvelli í Vatnsmýri eða Hvassahrauni á meðan við erum að horfa á þetta tækifæri fara framhjá okkur. Hagsmunirnir eru marfaldir miðað við þá innanlandspólitík sem er í umræðunni. Hvert ár sem við tefjum nauðsynlega uppbyggingu mun kosta okkur tugi milljarða á hverju ári sem líður,“ sagði Skúli og bætti við að málið snúist alls ekki um að koma sem flestum ferðamönnum inn í landið heldur að krækja í þá sem hafa ekki hug á að heimsækja landið heldur komi við á leiðinni annað. Uppbyggingin verði að taka tilliti til þess.Tvöföldun í farþegafjöldaFarþegafjöldi WOW air verður 1,6 milljón á þessu ári og áætlanir gera ráð fyrir þremur milljónum farþega strax á næsta ári - sem er nælægt tvöföldun.Velta félagsins verður um 36 milljarðar árið 2016 og eru áætlaðar á milli 50 og 60 milljarðar á því næsta.WOW er með ellefu þotur í loftinu nú þegar, og þeim verður fjölgað í sautján áður en næsta ár verður liðið.Starfsmannafjöldinn sem er um 700 manns en fer yfir þúsund á næsta ári.Framtíðarsýnin er að fjölga vélum félagsins í 30 til 40 innan ekki langs tíma. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Vöntun á framsýni og skilningsleysi stjórnvalda á þróun ferðaþjónustu á Íslandi hefur verið dragbítur á nauðsynlega uppbyggingu. Stefnumörkun til lengri tíma og framkvæmdir verða að koma til. Stærsti flöskuhálsinn er Keflavíkurflugvöllur sem er löngu sprunginn, og á sama tíma og útflutningstekjur af ferðaþjónustu eru 500 milljarðar er rifist um smáaura við einstakar framkvæmdir. Þetta kom meðal annars fram í máli Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, í erindi hans á ráðstefnu Íslenska sjávarklasans í gær undir heitinu Flutningalandið Ísland, en þetta er þriðja árið í röð sem staðið er fyrir ráðstefnu undir þessu heiti og er hún haldin að frumkvæði flutninga- og hafnahóps Sjávarklasans sem samanstendur af 20 fyrirtækjum.Áætlanir of varlegar „Það vantar áþreifanlega heildstæða stefnu og skilning. Því miður hefur stærsta vandamál okkar hér á Íslandi verið að allar áætlanir og spár um komur farþega til Íslands hafa verið allt of varlegar. Þetta er mjög alvarlegt ástand og á þetta við um greiningardeildir, hið opinbera eða Isavia þar sem spár hafa gert ráð fyrir mun minni vexti en raunin varð og skuldbindingar okkar til dæmis gerðu ráð fyrir. Sem betur fer hefur orðið vakning að undanförnu hvað þetta varðar, og vonandi erum við komin á þann stað að trúa því að mikill vöxtur á næstu árum er staðreynd,“ sagði Skúli.Þúsund milljarðar Skúli trúir því að útflutningstekjur af ferðaþjónustu verði brátt þúsund milljarðar á sama tíma og aðrir máttarstólpar efnahagslífsins, stóriðja og sjávarútvegur, vaxi ekki. Þessi vöxtur ferðaþjónustunnar sé hins vegar svo sannarlega ekki kominn til vegna langtíma stefnumörkunar stjórnvalda heldur byggist fyrst og síðast á einkaframtaki – framkvæmdagleði og nýsköpun fólks um allt land. Áhrifa þessa gæti út um allt samfélagið, hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, þó þess sé ekki að finna stað í hagtölum. Skúli sagði Suðurnesin nærtækasta dæmið um gjörbreytt ástand. Þar sem fyrir skemmstu streymdi fólk til Reykjavíkur til að sækja vinnu hefur dæmið nú snúist við. Strax á næsta ári þurfi að manna 1.500 stöður í tengslum við Keflavíkurflugvöll og ekki fljótséð hvernig það verður gert. Það eru því „krítísk mál“ sem þarf að leysa vegna þess vaxtar sem er fyrirséður næstu árin – þó aðstaða og mönnun sleppi væntanlega til á næsta ári.Skúli Mogensen spáir því að níu milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll á næsta ári – stöðug uppbygging síðustu ára hefur engan veginn dugað.vísir/vilhelmTækifærið að glatast? „En árið 2018 og árin þar á eftir erum við að lenda á vegg mjög víða, og það verður ekki leyst nema að það verði allsherjar viðhorfs- og stefnubreyting. Sem hefst hjá stjórnvöldum,“ sagði Skúli. Annað dæmi – ekki eins nærtækt – nefndi Skúli og fjallaði um uppbyggingu alþjóðaflugvallarins í Dúbaí sem var byggður í miðri eyðimörk en er í dag sá stærsti í heimi og tekur á móti 78 milljónum farþega á ári, og flestir sem koma þar við vegna tengiflugs annað. Ekki er um tilviljun að ræða heldur niðurstöðu af stefnumörkun til 20 ára. Af þessu geta Íslendingar lært, segir Skúli og nauðsynlegt að vera stórhuga ef tækifærið á ekki að glatast til að ná þeim viðskiptum sem eru í seilingarfjarlægð. Staðsetning landsins er nefnilega betri en Dúbaí – en í okkar tilfelli með tilliti til flugs til Norður-Ameríku og Evrópu.Asía „Bætum svo Asíu við, og það er ekkert leyndarmál að ég hef metnað til að gera það og mun gera það, því Ísland er í kjöraðstæðum til þess. Það er enginn annar staður, landfræðilega séð, sem er í jafn góðri aðstöðu til að gera þetta og við – Ísland. Þetta er niðurstaðan þegar það sem skiptir mestu máli er skoðað – flugtíminn á milli staða,“ sagði Skúli og bætti við að bráðnauðsynlegt væri að grípa tækifærið núna. Ef ekki þá muni beint flug með stærri vélum aukast hraðar en ella – og þegar megi sjá því stað að flugfélög í Evrópu hugi að slíku flugi. Þegar hafa flugfélög eins og Norwegian og fleiri pantað stórar þotur í þessum tilgangi – en félagið hefur staðfest móttöku á 22 Boeing Dreamliner breiðþotum á næstu tveimur árum. Því sé stóraukin samkeppni á flugleiðum íslensku flugfélaganna staðreynd sem verður ekki mætt nema með að fjölga flugleiðum og viðkomustöðum. Nú þegar sé helmingur flugfarþega sem fljúga yfir landið tengifarþegar – eða um 50 milljónir manna – og ekkert því til fyrirstöðu að þeir tengi sig við sinn áfangastað í gegnum Keflavíkurflugvöll eins og flugvelli í stórborgum sitt hvorum megin Atlantsála. En á meðan þessi er staðan segir Skúli að umræðan hér heima snúist um að byggja flugvöll í Hvassahrauni sem sé ekkert annað en dragbítur á það sem raunverulega þarf að gera. Byggja upp í Keflavík. „Það er grátlegt að eyða óhemju tíma í að ræða fram og til baka um flugvelli í Vatnsmýri eða Hvassahrauni á meðan við erum að horfa á þetta tækifæri fara framhjá okkur. Hagsmunirnir eru marfaldir miðað við þá innanlandspólitík sem er í umræðunni. Hvert ár sem við tefjum nauðsynlega uppbyggingu mun kosta okkur tugi milljarða á hverju ári sem líður,“ sagði Skúli og bætti við að málið snúist alls ekki um að koma sem flestum ferðamönnum inn í landið heldur að krækja í þá sem hafa ekki hug á að heimsækja landið heldur komi við á leiðinni annað. Uppbyggingin verði að taka tilliti til þess.Tvöföldun í farþegafjöldaFarþegafjöldi WOW air verður 1,6 milljón á þessu ári og áætlanir gera ráð fyrir þremur milljónum farþega strax á næsta ári - sem er nælægt tvöföldun.Velta félagsins verður um 36 milljarðar árið 2016 og eru áætlaðar á milli 50 og 60 milljarðar á því næsta.WOW er með ellefu þotur í loftinu nú þegar, og þeim verður fjölgað í sautján áður en næsta ár verður liðið.Starfsmannafjöldinn sem er um 700 manns en fer yfir þúsund á næsta ári.Framtíðarsýnin er að fjölga vélum félagsins í 30 til 40 innan ekki langs tíma. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira