Fullyrða að framandi Framsóknarmenn Sigmundar hafi verið Kínverjar Jakob Bjarnar skrifar 5. október 2016 13:03 Sigmundur Davíð við Hagatorg umkringdur fréttamönnum og ljósmyndurum. visir/anton brink Því er haldið fram að einu rúturnar sem komu að Háskólabíói áður en formannskjör Framsóknarmanna fór þar fram, hafi verið rútur sem voru að ferja kínverska ferðamenn.Ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Norðurkjördæmi austur, þess efnis að skömmu áður en til kosninga kom í formannskjöri, hvar hann tókst á við Sigurð Inga, þess efnis að rútur hafi komið að Háskólabíói, hafa vakið nokkra furðu. Og út hafi streymt fólk sem hann hafði aldrei séð fyrr. Sigmundur Davíð gerir því skóna að þetta fólk hafi kosið í formannskjörinu og þá væntanlega Sigurð Inga Jóhannsson?Málið sem vakið hefur upp spurningar er til umfjöllunar bæði á Twitter og Facebook. Fáir kannast við dularfullar rútuferðir við Hagatorg um klukkan ellefu síðastliðinn sunnudag.„Svo allt í einu, þegar kominn var sunnudagur og klukkan orðin ellefu, þá komu rúturnar upp að Háskólabíói og birtist mikill fjöldi fólks sem ég hef aldrei séð áður þann tíma sem ég hef starfað í flokknum,“ sagði Sigmundur Davíð í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Enginn annar hefur gefið sig fram sem kannast við rútur framandi Framsóknarmanna. Og nú er kominn nýr og afar óvæntur flötur á þetta mál sem vakið hefur spurningar. Theódór Ingi Ólafsson, sem starfar í ferðaþjónustu hér á landi, er leiðsögumaður og fjölmiðlafræðingur, heldur því fram á Twitter að einu rúturnar sem voru á ferð við Hagatorg um klukkan ellefu á sunnudag hafi verið að ferja kínverska túrista. Hann hefur þetta eftir öðrum rútubílstjóranum en ferðamennirnir voru á leið í Hótel Sögu sem stendur gegnt Háskólabíói. „Já, samkvæmt þessum bílstjóra sem ég talaði við. Hann fullyrti það að hann hafi verið þarna á svæðinu, frá SBA (Sérleyfisbílar Akureyrar) og annar til. Hann sagði að þarna hafi engar aðrar rútur verið og ég hef enga ástæðu til að trúa honum ekki,“ segir Theódór Ingi í stuttu samtali við Vísi. Málið er einnig til umræðu í Facebook-hópi sem heitir Rútu og hópferðabifreiðaáhugamenn, en eins og nafnið gefur til kynna fylgjast menn þar grannt með ferðum langferðarbifreiða. Þar tekur til máls maður að nafni Kristján Arnarson sem virðist þekkja vel til:Á Facebook reyna menn að brjóta til mergjar hvaða rútur voru á ferli við Hagatorg á sunnudaginn síðasta.„Það voru þrjár rútur frá SBA við Sögu á þessum tíma með Kanadíska Kínverja. – En hvort þeir hafa kosið veit ég ekkert um.“ Svo öllu sé skilmerkilega til haga haldið skal tekið fram að umræða sem sprottið hefur í tengslum við þetta atriði í frásögn Sigmundar Davíðs hefur reynst á mjög grínaktugum nótum, þó það útaf fyrir sig gefi ekki tilefni til að efast um þær upplýsingar sem hafa verið settar fram um rútuferðir við Hagatorg að morgni sunnudags. Ferðamennska á Íslandi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30 Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að bregðast við ásökunum um meint svindl Málið verður ekki skoðað nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. 5. október 2016 11:25 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Því er haldið fram að einu rúturnar sem komu að Háskólabíói áður en formannskjör Framsóknarmanna fór þar fram, hafi verið rútur sem voru að ferja kínverska ferðamenn.Ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Norðurkjördæmi austur, þess efnis að skömmu áður en til kosninga kom í formannskjöri, hvar hann tókst á við Sigurð Inga, þess efnis að rútur hafi komið að Háskólabíói, hafa vakið nokkra furðu. Og út hafi streymt fólk sem hann hafði aldrei séð fyrr. Sigmundur Davíð gerir því skóna að þetta fólk hafi kosið í formannskjörinu og þá væntanlega Sigurð Inga Jóhannsson?Málið sem vakið hefur upp spurningar er til umfjöllunar bæði á Twitter og Facebook. Fáir kannast við dularfullar rútuferðir við Hagatorg um klukkan ellefu síðastliðinn sunnudag.„Svo allt í einu, þegar kominn var sunnudagur og klukkan orðin ellefu, þá komu rúturnar upp að Háskólabíói og birtist mikill fjöldi fólks sem ég hef aldrei séð áður þann tíma sem ég hef starfað í flokknum,“ sagði Sigmundur Davíð í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Enginn annar hefur gefið sig fram sem kannast við rútur framandi Framsóknarmanna. Og nú er kominn nýr og afar óvæntur flötur á þetta mál sem vakið hefur spurningar. Theódór Ingi Ólafsson, sem starfar í ferðaþjónustu hér á landi, er leiðsögumaður og fjölmiðlafræðingur, heldur því fram á Twitter að einu rúturnar sem voru á ferð við Hagatorg um klukkan ellefu á sunnudag hafi verið að ferja kínverska túrista. Hann hefur þetta eftir öðrum rútubílstjóranum en ferðamennirnir voru á leið í Hótel Sögu sem stendur gegnt Háskólabíói. „Já, samkvæmt þessum bílstjóra sem ég talaði við. Hann fullyrti það að hann hafi verið þarna á svæðinu, frá SBA (Sérleyfisbílar Akureyrar) og annar til. Hann sagði að þarna hafi engar aðrar rútur verið og ég hef enga ástæðu til að trúa honum ekki,“ segir Theódór Ingi í stuttu samtali við Vísi. Málið er einnig til umræðu í Facebook-hópi sem heitir Rútu og hópferðabifreiðaáhugamenn, en eins og nafnið gefur til kynna fylgjast menn þar grannt með ferðum langferðarbifreiða. Þar tekur til máls maður að nafni Kristján Arnarson sem virðist þekkja vel til:Á Facebook reyna menn að brjóta til mergjar hvaða rútur voru á ferli við Hagatorg á sunnudaginn síðasta.„Það voru þrjár rútur frá SBA við Sögu á þessum tíma með Kanadíska Kínverja. – En hvort þeir hafa kosið veit ég ekkert um.“ Svo öllu sé skilmerkilega til haga haldið skal tekið fram að umræða sem sprottið hefur í tengslum við þetta atriði í frásögn Sigmundar Davíðs hefur reynst á mjög grínaktugum nótum, þó það útaf fyrir sig gefi ekki tilefni til að efast um þær upplýsingar sem hafa verið settar fram um rútuferðir við Hagatorg að morgni sunnudags.
Ferðamennska á Íslandi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30 Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að bregðast við ásökunum um meint svindl Málið verður ekki skoðað nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. 5. október 2016 11:25 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30
Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að bregðast við ásökunum um meint svindl Málið verður ekki skoðað nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. 5. október 2016 11:25