
Ábyrgð stjórnarmanna
Það hefur tíðkast hér á landi og er algengt erlendis að hjá skráðum félögum séu skilgreind ákveðin tímabil, sölugluggi (e. trading window), þar sem innherjum er heimilt að kaupa og selja bréf. Sá viðskiptagluggi er yfirleitt stutt tímabil eftir að ársfjórðungsuppgjör hefur verið birt því þá hefur markaðurinn verið upplýstur um verðmetandi upplýsingar og situr við sama borð og skilgreindir fruminnherjar.
Sést hvar hagsmunir liggja
Í stóru skráðu fyrirtæki eins og Icelandair væri eðlilegt að reglulegir stjórnarfundir væru á eins til tveggja mánaða fresti og séu fundir ekki haldnir einhverra hluta vegna ættu stjórnarmenn að vera vel upplýstir um rekstrarþróun félagsins með mánaðarlegri skýrslugjöf til stjórnar. Starfi stjórn Icelandair með eðlilegum hætti ætti enginn vafi að leika á því að Katrín Olga átti viðskipti með bréf sín í Icelandair á sama tíma og fyrir lágu innherjaupplýsingar. Það breytir engu hvort uppgjör félagsins á 3. ársfjórðungi verði á áætlun eða með fráviki því stjórn og aðrir fruminnherjar eru einir um að vita það. Hverjar sem reglur fyrirtækisins eru þá er það alltaf á ábyrgð viðkomandi að eiga ekki viðskipti þegar fyrir liggja innherjaupplýsingar.
Telji hún sig ekki hafa búið yfir innherjaupplýsingum þá blasir við önnur og enn verri mynd, en það væri að stjórn Icelandair væri ekki að vinna vinnuna sína og væri einfaldlega ekki upplýst um framgang og þróun félagsins á 3. ársfjórðungi. Hvort sem um ræðir þá er það algjörlega óásættanlegt fyrir hluthafa félagsins. Henni sem stjórnarmanni í félaginu ber að hafa hagsmuni félagsins að leiðarljósi umfram eigin hagsmuni. Útskýringar hennar sjálfrar um að hún hafi þurft að selja því hún sé að byggja sér sumarbúastað eru of lýsandi um hvar hagsmunir hennar liggja.
Því miður kemur þetta mér ekki mikið á óvart og í mínum huga var þetta bara spurning um tíma, hvenær upp kæmi hagsmunaárekstur milli atvinnustjórnarmanna og annarra hagsmunaaðila hjá skráðum félögum.
Ekki góðir stjórnarhættir
Áhersla ákveðins sérhagsmunahóps á innleiðingu góðra stjórnarhátta, að hluta, í íslenskt atvinnulíf hefur verið áberandi á síðustu misserum. Ég tala um innleiðingu að hluta því hugmyndafræðin um góða stjórnarhætti er góð en birtingarmynd þeirra og áherslur hér á landi bera þess merki að valið hafi verið úr það sem þótti henta. Til hefur orðið ný starfsgrein, sem ég vil kalla atvinnustjórnarmenn, sem náð hefur að markaðssetja réttlætingu þess að lífeyrissjóðir tilnefni viðkomandi í stjórn á grundvelli þess að vera það sem kallað er „óháður“.
Þetta sama fólk situr oft í mörgum stjórnum ásamt því að vera í fullu starfi og virðast sumir fagfjárfestar sætta sig við að þetta sé eitthvert aukastarf sem krefjist ekki mikils tíma og vinnuframlags. Samhliða hafa stjórnarlaun í skráðum félögum hækkað um allt að 70% milli ára og eru meðalstjórnarlaun um kr. 280.000 á mánuði og oft tvöfalt það fyrir formann stjórnar. Ég hef áhyggjur af því að stór hluti stjórna skráðra félaga á Íslandi verði samsettar af fólki sem skortir tíma, hefur takmarkaða framtíðarsýn á reksturinn, er með litla þekkingu á því sviði sem fyrirtækið starfar á og lætur eigin hagsmuni ganga framar hagsmunum fyrirtækisins.
Á sama tíma sjáum við áherslur í samsetningu stjórna hjá stórum erlendum fyrirtækjum vera að þróast í aðra átt. Þar er mikil áhersla lögð á að samsetning stjórna leiði saman fólk sem geti náð árangri saman (e. effective boards) og lagt er upp úr samspili árangurs og ábyrgðar í stjórnarherberginu (e. effectiveness and accountability in the boardroom). Það á alltaf að vera meginmarkmið að fyrirtækin nái sem bestum árangri, hvernig sem sá árangur kann að vera skilgreindur af hluthöfum félagsins. Það að starfa eftir góðum stjórnarháttum er jafn sjálfsagt og að fara eftir lögum og reglum í landinu og hefur að mínu mati ekkert með óhæði stjórnarmanna að gera heldur vegur þar þyngra persónur, þekking, reynsla og samsetning stjórnar.
Mér, sem hluthafa í Icelandair hf. og fjárfesti á íslenskum hlutabréfamarkaði, finnst ég geta gert þá kröfu að fólk sem tekur sæti í stjórnum skráðra íslenskra fyrirtækja og fer þar meðal annars fyrir öðrum hagsmunum en sínum eigin, viti betur en svo að selja, í félagi þar sem það situr í stjórn, á síðasta degi ársfjórðungsins, það eru ekki góðir stjórnarhættir.
Skoðun

Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru
Árni Stefán Árnason skrifar

Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum...
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Grafarvogsgremjan
Þorlákur Axel Jónsson skrifar

Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hugleiðingar á páskum
Ámundi Loftsson skrifar

Gremjan í Grafarvogi
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence
Skúli Ólafsson skrifar

Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf
Björn Ólafsson skrifar

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar