Skráning fornminja í frosti Svavar Hávarðsson skrifar 5. október 2016 07:00 Áætlað er að á Íslandi sé að finna um 200.000 minjar (fornleifar og friðuð hús/mannvirki), en eingöngu um 50.000 hafa verið skráðar á vettvangi. vísir/valli Þrátt fyrir mikilvægi þess að ljúka skráningu fornleifa hér á landi hefur aldrei fengist fjármagn frá hinu opinbera til að sinna þessu verkefni sérstaklega. Talið er rökrétt að það tæki fimm ár að ljúka þeirri skráningu að langstærstu leyti með 300 milljóna króna framlagi á ári. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands (MÍ), bendir á að grundvallarforsenda fyrir markvissri minjavernd sé góð yfirsýn yfir fornleifar, en slík þekking fáist ekki nema það takist að skrá allar fornleifar í landinu. Fornleifaskráning hafi verið lögbundinn hluti skipulagsvinnu frá gildistöku þjóðminjalaga þar sem segir að þeir sem bæru ábyrgð á skipulagsgerð, þ.e. sveitarfélög og framkvæmdaaðilar, skyldu standa straum af kostnaði við skráninguna. Skráningin hefur þó gengið afar hægt og það komi helst til vegna tregðu sveitarfélaga við að ljúka skráningu á sínum svæðum vegna kostnaðar.Kristín Huld Sigurðardóttirvísir/pjetur„Mér finnst óstjórnlega lítið hafa gerst í þessum skráningarmálum frá því að ég tók við Fornleifaskráningu ríkisins árið 2001 [forveri MÍ]. Ég hef margsent ráðherrum sem þessi mál heyra undir erindi en án árangurs,“ segir Kristín Huld sem sendi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, erindi í tvígang í fyrra og eftirmanni hans, Sigurði Inga Jóhannssyni, erindi á dögunum. Kristín Huld segir að árið 2001 hafi mat forvera Minjastofnunar Íslands verið að í landinu væru um 200.000 fornleifar og aðrar menningarminjar, og að búið væri að skrá um 20 prósent þeirra þá. Núna, 15 árum síðar, er talið að búið sé að skrá um 25 prósent minjanna. Á 15 árum hafa því einungis bæst við upplýsingar um fimm prósent ætlaðra minjastaða á Íslandi, sem er með öllu óásættanlegt að mati Kristínar Huldar. „Ég tek skýrt fram að margt jákvætt hefur gerst síðastliðin ár, til dæmis hefur fengist fjármagn til minjavörslu og það ber að þakka. Við höfum fengið fjármagn til að ráða í ýmsar stöður og það hefur verið liðkað verulega til. En ef fjármagn fengist frá ríkinu, og kannski að hluta frá sveitarfélögunum, þá tæki það aðeins fimm ár að klára að skrá allt Ísland – og þá miðað við 300 milljóna króna framlag á ári,“ segir Kristín Huld og bætir við að um sé að ræða brýnasta mál í fornleifamálum Íslendinga, og þess utan í safnamálum. Þá sé ónefnt hvernig þessar upplýsingar gætu nýst í ferðaþjónustu og í skipulagsmálum sveitarfélaga, svo dæmi séu tekin. Hjá Minjastofnun Íslands starfa 19 starfsmenn, en það er mat forstöðumannsins að 30 starfsmenn séu nauðsynlegir til að uppfylla allar kröfur sem til stofnunarinnar eru gerðar. Þegar Kristín Huld er spurð hvort Minjastofnun hafi fengið það fjármagn á undanförnum árum sem dugir til að uppfylla lögbundnar skyldur hennar, þá segir hún að það hafi aldrei verið tilfellið frekar en hjá fyrri stjórnsýslustofnunum um minjavörslu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00 Nú verður hægt að rúlla upp að Stöng í hjólastól Sögualdarbærinn að Stöng í Þjórsárdal er að verða aðgengilegur fólki í hjólastólum. 4. október 2016 22:00 Eldvatn ógnar kirkjugarði Aðkallandi er að skrá, rannsaka og varðveita fornminjar á bökkum Eldvatns. Verið er að vinna viðbragðsáætlun á hamfarasvæðinu. Þrjár bæjartóftir í bráðri hættu. Það á einnig við um gamlan kirkjugarð á svæðinu. 4. október 2016 06:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Þrátt fyrir mikilvægi þess að ljúka skráningu fornleifa hér á landi hefur aldrei fengist fjármagn frá hinu opinbera til að sinna þessu verkefni sérstaklega. Talið er rökrétt að það tæki fimm ár að ljúka þeirri skráningu að langstærstu leyti með 300 milljóna króna framlagi á ári. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands (MÍ), bendir á að grundvallarforsenda fyrir markvissri minjavernd sé góð yfirsýn yfir fornleifar, en slík þekking fáist ekki nema það takist að skrá allar fornleifar í landinu. Fornleifaskráning hafi verið lögbundinn hluti skipulagsvinnu frá gildistöku þjóðminjalaga þar sem segir að þeir sem bæru ábyrgð á skipulagsgerð, þ.e. sveitarfélög og framkvæmdaaðilar, skyldu standa straum af kostnaði við skráninguna. Skráningin hefur þó gengið afar hægt og það komi helst til vegna tregðu sveitarfélaga við að ljúka skráningu á sínum svæðum vegna kostnaðar.Kristín Huld Sigurðardóttirvísir/pjetur„Mér finnst óstjórnlega lítið hafa gerst í þessum skráningarmálum frá því að ég tók við Fornleifaskráningu ríkisins árið 2001 [forveri MÍ]. Ég hef margsent ráðherrum sem þessi mál heyra undir erindi en án árangurs,“ segir Kristín Huld sem sendi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, erindi í tvígang í fyrra og eftirmanni hans, Sigurði Inga Jóhannssyni, erindi á dögunum. Kristín Huld segir að árið 2001 hafi mat forvera Minjastofnunar Íslands verið að í landinu væru um 200.000 fornleifar og aðrar menningarminjar, og að búið væri að skrá um 20 prósent þeirra þá. Núna, 15 árum síðar, er talið að búið sé að skrá um 25 prósent minjanna. Á 15 árum hafa því einungis bæst við upplýsingar um fimm prósent ætlaðra minjastaða á Íslandi, sem er með öllu óásættanlegt að mati Kristínar Huldar. „Ég tek skýrt fram að margt jákvætt hefur gerst síðastliðin ár, til dæmis hefur fengist fjármagn til minjavörslu og það ber að þakka. Við höfum fengið fjármagn til að ráða í ýmsar stöður og það hefur verið liðkað verulega til. En ef fjármagn fengist frá ríkinu, og kannski að hluta frá sveitarfélögunum, þá tæki það aðeins fimm ár að klára að skrá allt Ísland – og þá miðað við 300 milljóna króna framlag á ári,“ segir Kristín Huld og bætir við að um sé að ræða brýnasta mál í fornleifamálum Íslendinga, og þess utan í safnamálum. Þá sé ónefnt hvernig þessar upplýsingar gætu nýst í ferðaþjónustu og í skipulagsmálum sveitarfélaga, svo dæmi séu tekin. Hjá Minjastofnun Íslands starfa 19 starfsmenn, en það er mat forstöðumannsins að 30 starfsmenn séu nauðsynlegir til að uppfylla allar kröfur sem til stofnunarinnar eru gerðar. Þegar Kristín Huld er spurð hvort Minjastofnun hafi fengið það fjármagn á undanförnum árum sem dugir til að uppfylla lögbundnar skyldur hennar, þá segir hún að það hafi aldrei verið tilfellið frekar en hjá fyrri stjórnsýslustofnunum um minjavörslu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00 Nú verður hægt að rúlla upp að Stöng í hjólastól Sögualdarbærinn að Stöng í Þjórsárdal er að verða aðgengilegur fólki í hjólastólum. 4. október 2016 22:00 Eldvatn ógnar kirkjugarði Aðkallandi er að skrá, rannsaka og varðveita fornminjar á bökkum Eldvatns. Verið er að vinna viðbragðsáætlun á hamfarasvæðinu. Þrjár bæjartóftir í bráðri hættu. Það á einnig við um gamlan kirkjugarð á svæðinu. 4. október 2016 06:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00
Nú verður hægt að rúlla upp að Stöng í hjólastól Sögualdarbærinn að Stöng í Þjórsárdal er að verða aðgengilegur fólki í hjólastólum. 4. október 2016 22:00
Eldvatn ógnar kirkjugarði Aðkallandi er að skrá, rannsaka og varðveita fornminjar á bökkum Eldvatns. Verið er að vinna viðbragðsáætlun á hamfarasvæðinu. Þrjár bæjartóftir í bráðri hættu. Það á einnig við um gamlan kirkjugarð á svæðinu. 4. október 2016 06:30