„Leiðréttingin“ - afrek ríkisstjórnarinnar? Bolli Héðinsson skrifar 5. október 2016 07:00 Enn er fólk borið úr húsum sínum þrátt fyrir „leiðréttingu“ ríkisstjórnar enda ákvað hún að fjármunir sem fengust frá erlendum kröfuhöfum skyldu að stórum hluta greiddir til þeirra sem síst skyldi í stað þess að setja í forgang þá sem mest þurftu á aðstoð að halda. Einnig ákvað ríkisstjórnin að hafa að engu samkomulag sem komið var á við hóp lánsveðshafa og því eru þeir meðal þeirra sem nú fá að finna til tevatnsins. (https://kvennabladid.is/2015/05/02/ad-missa-heimilid-sitt-2/) Meðal helstu afreka sem ríkisstjórnin telur sig hafa unnið eru glíman við „hrægammasjóðina“ og þeir fjármunir sem þeir greiddu í ríkissjóð. Að vísu eru fjárhæðirnar sem náðust aðeins brot af þeim fjármunum sem ríkisstjórnin lofaði en sem kunnugt er voru þeir að mestu sóttir í vasa þjóðarinnar sjálfrar. Glíman við kröfuhafa bankanna hefur staðið allt frá hruni. Unnið var samfellt að því að tryggja þjóðarhag m.a. með lagasetningum sem tryggðu hagsmuni þjóðarinnar. Í því skyni var efnt til víðtækrar pólitískrar samstöðu og settir á laggirnar þverpólitískir starfshópar til að tryggja sem mest samráð.Sérfræðinganefnd um afnám haftaMeðal þess sem sett var á laggirnar var sérfræðinganefnd allra stjórnmálaflokka til að vinna að afnámi hafta. Ein meginforsendan voru samningar við kröfuhafa. Verulegur tími fór í að kortleggja þann vanda sem við var að glíma áður en hægt var að takast á við hann. Í upphafi árs 2013 lá loksins ljóst fyrir með hvaða hætti væri hægt að vinna að afnámi gjaldeyrishaftanna og forsendu þess, samningar við kröfuhafa bankanna. Þá þegar var orðið ljóst hvaða upphæðir myndu koma í hlut ríkisins við þessar aðgerðir. Útfærsla atriðanna var svo næsta skref. Þegar að því kom hafði verið kosið til Alþingis og ný ríkisstjórn ákvað að taka málin úr allri þverpólitískri samvinnu. Líklegust ástæða þess, er að svo mikið lá við að sýna fram á að hér væri um árangur hinnar nýju ríkisstjórnar að ræða en ekki afleiðing samfelldrar vinnu sem unnin hafði verið í samstarfi allra flokka misserin á undan.Hér má sjá nefndarmenn á gangi í Washington DC eftir fundina með Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (IMF) í febrúar 2013. Frá vinstri: Sigurður Hannesson, fulltrúi Framsóknarflokksins. Björn Rúnar Guðmundsson, starfsmaður fjármálaráðuneytisins. Bolli Héðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar. Tryggvi Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Auk þeirra voru í nefndinni Huginn Freyr Þorsteinsson fyrir Vinstri græna og Jón Helgi Egilsson þá fulltrúi Hreyfingarinnar nú fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabanka Íslands. Engin laun voru greidd fyrir setu i nefndinni. Þetta varð til þess að hægja á gangi málsins, þegar eingöngu aðilar tengdir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki voru kallaðir til starfa við losun haftanna. Síðan hafa málin mjakast áfram með nokkrum „flugeldasýningum“ og sjálfhælni í frásögnum af heimsmetum ríkisstjórnarninnar, þeim sem hentugast hefur þótt að guma af hverju sinni. Nýjustu skrefin sem nú hafa loksins verið stigin til losunar gjaldeyrishafa eru þau skref sem næst verður komist að taka til afléttingar hafta á íslenskri krónu. Gera verður ráð fyrir að krónan verði um ókomna tíð í einhvers konar höftum enda er hún smæsta sjálfstæða mynt veraldar og aðeins til heimabrúks. Enn eru stærstu viðfangsefnin um framtíð peningamála á Íslandi óleyst. Stærri fyrirtæki gera mörg hver reikninga sína upp í erlendri mynt en þjóðinni er gert að notast við gjaldmiðil sem er hvergi annars staðar gjaldgengur. Allir stjórnmálaflokkar nema þeir sem vilja kanna kosti og galla á upptöku evru skila auðu í þessum efnum og reyna að telja sjálfum sér og kjósendum sínum trú um að hægt verði að notast við íslenska krónu til frambúðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Enn er fólk borið úr húsum sínum þrátt fyrir „leiðréttingu“ ríkisstjórnar enda ákvað hún að fjármunir sem fengust frá erlendum kröfuhöfum skyldu að stórum hluta greiddir til þeirra sem síst skyldi í stað þess að setja í forgang þá sem mest þurftu á aðstoð að halda. Einnig ákvað ríkisstjórnin að hafa að engu samkomulag sem komið var á við hóp lánsveðshafa og því eru þeir meðal þeirra sem nú fá að finna til tevatnsins. (https://kvennabladid.is/2015/05/02/ad-missa-heimilid-sitt-2/) Meðal helstu afreka sem ríkisstjórnin telur sig hafa unnið eru glíman við „hrægammasjóðina“ og þeir fjármunir sem þeir greiddu í ríkissjóð. Að vísu eru fjárhæðirnar sem náðust aðeins brot af þeim fjármunum sem ríkisstjórnin lofaði en sem kunnugt er voru þeir að mestu sóttir í vasa þjóðarinnar sjálfrar. Glíman við kröfuhafa bankanna hefur staðið allt frá hruni. Unnið var samfellt að því að tryggja þjóðarhag m.a. með lagasetningum sem tryggðu hagsmuni þjóðarinnar. Í því skyni var efnt til víðtækrar pólitískrar samstöðu og settir á laggirnar þverpólitískir starfshópar til að tryggja sem mest samráð.Sérfræðinganefnd um afnám haftaMeðal þess sem sett var á laggirnar var sérfræðinganefnd allra stjórnmálaflokka til að vinna að afnámi hafta. Ein meginforsendan voru samningar við kröfuhafa. Verulegur tími fór í að kortleggja þann vanda sem við var að glíma áður en hægt var að takast á við hann. Í upphafi árs 2013 lá loksins ljóst fyrir með hvaða hætti væri hægt að vinna að afnámi gjaldeyrishaftanna og forsendu þess, samningar við kröfuhafa bankanna. Þá þegar var orðið ljóst hvaða upphæðir myndu koma í hlut ríkisins við þessar aðgerðir. Útfærsla atriðanna var svo næsta skref. Þegar að því kom hafði verið kosið til Alþingis og ný ríkisstjórn ákvað að taka málin úr allri þverpólitískri samvinnu. Líklegust ástæða þess, er að svo mikið lá við að sýna fram á að hér væri um árangur hinnar nýju ríkisstjórnar að ræða en ekki afleiðing samfelldrar vinnu sem unnin hafði verið í samstarfi allra flokka misserin á undan.Hér má sjá nefndarmenn á gangi í Washington DC eftir fundina með Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (IMF) í febrúar 2013. Frá vinstri: Sigurður Hannesson, fulltrúi Framsóknarflokksins. Björn Rúnar Guðmundsson, starfsmaður fjármálaráðuneytisins. Bolli Héðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar. Tryggvi Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Auk þeirra voru í nefndinni Huginn Freyr Þorsteinsson fyrir Vinstri græna og Jón Helgi Egilsson þá fulltrúi Hreyfingarinnar nú fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabanka Íslands. Engin laun voru greidd fyrir setu i nefndinni. Þetta varð til þess að hægja á gangi málsins, þegar eingöngu aðilar tengdir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki voru kallaðir til starfa við losun haftanna. Síðan hafa málin mjakast áfram með nokkrum „flugeldasýningum“ og sjálfhælni í frásögnum af heimsmetum ríkisstjórnarninnar, þeim sem hentugast hefur þótt að guma af hverju sinni. Nýjustu skrefin sem nú hafa loksins verið stigin til losunar gjaldeyrishafa eru þau skref sem næst verður komist að taka til afléttingar hafta á íslenskri krónu. Gera verður ráð fyrir að krónan verði um ókomna tíð í einhvers konar höftum enda er hún smæsta sjálfstæða mynt veraldar og aðeins til heimabrúks. Enn eru stærstu viðfangsefnin um framtíð peningamála á Íslandi óleyst. Stærri fyrirtæki gera mörg hver reikninga sína upp í erlendri mynt en þjóðinni er gert að notast við gjaldmiðil sem er hvergi annars staðar gjaldgengur. Allir stjórnmálaflokkar nema þeir sem vilja kanna kosti og galla á upptöku evru skila auðu í þessum efnum og reyna að telja sjálfum sér og kjósendum sínum trú um að hægt verði að notast við íslenska krónu til frambúðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun