Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur því fólk og fyrirtæki að huga að lausamunum og tryggja byggingasvæði og báta.
Samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands er búist við suðaustan stormi eða roki á sunnan- og vestanverðu landinu og Miðhálendinu í dag, víða snarpar vindhviður, jafnvel yfir fjörutíu metrar á sekúndu við fjöll.
Búast má við suðlægari átt í kvöld og hvessir á Norðurlandi. Búist er við talsverðri rigningu sunnan- suðaustanlands síðdegis.
Horfur næsta sólarhringinn
Suðaustan 15-25 m/s á sunnan- og vestanverðu landinu og víða snarpar vindhviður við fjöll en 20-28 m/s á Snæfellsnesi. Víða rigning, talsverð suðaustantil, en mun hægari vindur og þurrt norðan- og austanlands. Hvessir norðan- og norðaustantil í kvöld, sunnan 20-28 þar í nótt en sunnan 15-20 á Austurlandi. Dregur úr vindi vestantil í nótt en austantil í fyrramálið. Áfram rigning með köflum eða skúrir á morgun en skýjað með köflum norðaustan- og austanlands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Norðurlandi.