Sport

Spenntir fyrir bardaga Gunnars: „Þetta er bardagi sem Gunnar á að vinna“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson snýr aftur í búrið 19. nóvember í Belfast þegar hann berst gegn Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim. Gunnar barðist síðast gegn Albert Tumenov í Rotterdam í maí og vann sannfærandi sigur í annarri lotu.

Dong Hyun Kim er í tíunda sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni, tveimur sætum fyrir ofan Gunnar, en sigur hjá Gunnari í Belfast yrði frekar stór fyrir íslenska bardagakappann.

Suður-Kóreumaðurinn er öflugur andstæðingur sem hefur aðeins tapað þrisvar sinnum í 25 bardögum á ferlinum og unnið tólf af 16 bardögum sínum í UFC:

Bardagi þeirra tveggja var tekinn fyrir í þættinum 5 Rounds á Fight Network þar sem hann var einn þeirra bardaga sem er ekki að fá alveg nógu mikla athygli en er engu að síður mjög spennandi.

Robin Black, sérfræðingur Fight Network, segist mjög spenntur fyrir þessum bardaga og spáir Gunnari sigri ef hann berst eins og Gunnar Nelson gerir best.

„Ef Gunnar Nelson verður upp á sitt besta gegn Dong og hann verður algjörlega einbeittur mun hann vinna þennan bardaga. Gunnar mun vinna því það er ekki hægt að taka hann með krafti og ofstopa,“ segir Black.

„Það er ekki hægt að fara á kraftinum í gegnum Gunnar og það hjálpar honum. Hann notar þessa gömlu góðu tækni þar sem hann beitir krafti mótherjans gegn honum. Ef hann verður upp á sitt besta mun hann vinna en ef ekki verður Dong að sýna þolinmæði,“ segir Robin Black.

Í spilaranum hér að ofan má sjá Robin Black fara ítarlega yfir bardaga Gunnars og Dong.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar: Dong er svolítið villtur

Írskir blaðamenn fengu tækifæri til þess að spyrja Gunnar Nelson spjörunum úr á blaðamannafundi í Belfast í vikunni.

Gunnar Nelson: Maður lætur sig dreyma

Fremsti bardagakappi þjóðarinnar hlakkar til að keppa aftur á Írlandi en hann mætir Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×