Stefna VG í málefnum ferðaþjónustu Jakob S. Jónsson skrifar 19. október 2016 07:00 Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur tekið saman stefnu í ferðamálum, sem á að stuðla að því að ný ríkisstjórn geti gert það sem stjórnvöld hefðu átt að vera löngu búin að gera, nefnilega leggja fram langtímaáætlun um þróun ferðaþjónustu á Íslandi. Stefna VG í ferðamálum er metnaðarfull og byggir á náttúruvernd og markmiðum um haldbæra þróun. Það er nauðsynlegt, því nú þarf að gera þrennt:1. bæta fyrir vanrækslu síðustu ára,2. koma ferðaþjónustunni í nútímalegt horf útfrá sjónarmiðum náttúruverndar og3. leggja línurnar til langs tíma, svo allir viti hvar þeir hafi ríkisvaldið, ekki síst sveitarfélögin. Það er rétt að halda því til haga að einkaframtakið hefur unnið þrekvirki í að byggja upp góða og metnaðarfulla þjónustu við ferðamenn. Nú starfa 24 þúsund manns í ferðaþjónustu, fyrirtæki í ferðageiranum eru um 2.600 og fjöldi ferðamanna er nú orðinn á aðra milljón. Fyrir fáum árum nam fjöldi ferðamanna stærð þjóðarinnar, nú stefnir hann hraðbyri í að verða sex til sjöföld stærð þjóðarinnar. Það verður því að fara að ræða þolmörk af alvöru. Þolmörk náttúru, félagsleg þolmörk þjóðarinnar, þolmörk ferðamanna sjálfra. Brestir sjást í innviðum hvert sem litið er. Stórátaks er þörf í viðhaldi vega, náttúruperlur líða fyrir ágang án fyrirhyggju, löggæslu- og öryggismál hafa setið á hakanum svo fátt eitt sé nefnt. Það má vísa til Ferðamálastofu, Stjórnstöðvar ferðamála og Samtaka aðila í ferðaþjónustu um tölur um þetta allt. Stefna VG gerir ráð fyrir samráði við aðila ferðaþjónustunnar í smáu og stóru. Samráði við heimamenn, samráði við sveitarfélög, samráði við fyrirtækin, sem hafa byggt upp gríðarlega þekkingu í geiranum. VG vill mæta öllu þessu ágæta fólki með auknum framlögum til rannsókna á sviði ferðaþjónustu, vinna að framtíðarsýn og leggja línur um menntun í atvinnugeiranum öllum. Endurskoðun laga um þjóðgarða, þjóðlendur og friðlönd verður einnig í forgangi. En einkum og sér í lagi þarf að veita fyrstu hjálp vegakerfi og umhverfi náttúruvætta, sem liggja undir skemmdum, sumum óbætanlegum. Þá þarf að koma hinum svarta og gráa hluta ferðaþjónustunnar í ljós og vinna að því að ferðaþjónustan taki þá ábyrgð sem í því felst að vera atvinnuvegur stórs hluta erlends vinnuafls hér á landi og fyrsti viðkomustaður ungs fólks á vinnumarkaði. Á öllum þessum sviðum er stórátaks þörf. VG heitir á góða krafta og velunnara ferðaþjónustunnar að taka höndum saman með VG á nýju kjörtímabili að koma því lagi á ferðaþjónustuna að hún haldi áfram að dafna sem einn mikilvægasti atvinnuvegur okkar og verði áfram stolt okkar og fjöregg!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur tekið saman stefnu í ferðamálum, sem á að stuðla að því að ný ríkisstjórn geti gert það sem stjórnvöld hefðu átt að vera löngu búin að gera, nefnilega leggja fram langtímaáætlun um þróun ferðaþjónustu á Íslandi. Stefna VG í ferðamálum er metnaðarfull og byggir á náttúruvernd og markmiðum um haldbæra þróun. Það er nauðsynlegt, því nú þarf að gera þrennt:1. bæta fyrir vanrækslu síðustu ára,2. koma ferðaþjónustunni í nútímalegt horf útfrá sjónarmiðum náttúruverndar og3. leggja línurnar til langs tíma, svo allir viti hvar þeir hafi ríkisvaldið, ekki síst sveitarfélögin. Það er rétt að halda því til haga að einkaframtakið hefur unnið þrekvirki í að byggja upp góða og metnaðarfulla þjónustu við ferðamenn. Nú starfa 24 þúsund manns í ferðaþjónustu, fyrirtæki í ferðageiranum eru um 2.600 og fjöldi ferðamanna er nú orðinn á aðra milljón. Fyrir fáum árum nam fjöldi ferðamanna stærð þjóðarinnar, nú stefnir hann hraðbyri í að verða sex til sjöföld stærð þjóðarinnar. Það verður því að fara að ræða þolmörk af alvöru. Þolmörk náttúru, félagsleg þolmörk þjóðarinnar, þolmörk ferðamanna sjálfra. Brestir sjást í innviðum hvert sem litið er. Stórátaks er þörf í viðhaldi vega, náttúruperlur líða fyrir ágang án fyrirhyggju, löggæslu- og öryggismál hafa setið á hakanum svo fátt eitt sé nefnt. Það má vísa til Ferðamálastofu, Stjórnstöðvar ferðamála og Samtaka aðila í ferðaþjónustu um tölur um þetta allt. Stefna VG gerir ráð fyrir samráði við aðila ferðaþjónustunnar í smáu og stóru. Samráði við heimamenn, samráði við sveitarfélög, samráði við fyrirtækin, sem hafa byggt upp gríðarlega þekkingu í geiranum. VG vill mæta öllu þessu ágæta fólki með auknum framlögum til rannsókna á sviði ferðaþjónustu, vinna að framtíðarsýn og leggja línur um menntun í atvinnugeiranum öllum. Endurskoðun laga um þjóðgarða, þjóðlendur og friðlönd verður einnig í forgangi. En einkum og sér í lagi þarf að veita fyrstu hjálp vegakerfi og umhverfi náttúruvætta, sem liggja undir skemmdum, sumum óbætanlegum. Þá þarf að koma hinum svarta og gráa hluta ferðaþjónustunnar í ljós og vinna að því að ferðaþjónustan taki þá ábyrgð sem í því felst að vera atvinnuvegur stórs hluta erlends vinnuafls hér á landi og fyrsti viðkomustaður ungs fólks á vinnumarkaði. Á öllum þessum sviðum er stórátaks þörf. VG heitir á góða krafta og velunnara ferðaþjónustunnar að taka höndum saman með VG á nýju kjörtímabili að koma því lagi á ferðaþjónustuna að hún haldi áfram að dafna sem einn mikilvægasti atvinnuvegur okkar og verði áfram stolt okkar og fjöregg!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun