Smalling: Þetta er hinn eini sanni leikur Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 06:00 Chris Smalling verður væntanlega í vörn Manchester United gegn Liverpool annað kvöld. Vísir/Getty Chris Smalling, varnarmaður Manchester United, segir að leikirnir gegn Liverpool séu ávallt sérstakir. Það er mikil eftirvænting fyrir leik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Liverpool hefur farið geysivel af stað í deildinni undir stjórn Jurgen Klopp og United liðið má ekki við því að missa liðið frá Bítlaborginni lengra fram úr sér. Liverpool er þremur stigum á undan United í töflunni. „Þetta hafa alltaf verið erfiðir leikir,“ segir Chris Smalling í viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United, MUTV. „Þegar ég kom hingað fyrst spurðu allir hvort ég vissi ekki um ríginn á milli City og United. En Liverpool - það er hinn eini sanni leikur. Það hefur verið mikill rígur í gegnum árin og okkur var strax gert grein fyrir því hversu mikilvægir þessir leikir væru.“ Smalling segir að varnarmenn liðsins þurfi að vera sérstaklega vakandi þegar þeir mæta pressunni frá Liverpool. „Liverpool er lið sem pressar hátt, við vitum það og við undirbúum okkur þannig. Þetta verður ekki auðvelt fyrir okkur varnarmennina og það verður erfitt að spila boltanum út úr vörninni. Ef þú kemur boltanum ekki áfram þá verður þú tæklaður,“ bætti Smalling við en pressa Liverpool hefur skapað ófá mörk síðan Jurgen Klopp tók við stjórn liðsins fyrir ári síðan. Smalling býst við rosalegri stemmningu á Anfield og segir að Jose Mourinho hafi undirbúið leikmenn liðsins vel. „Þjálfarinn hefur talað um að við þurfum að hafa stjórn á tilfinningunum því jafnvel leikmenn sem hafa ekki verið lengi hjá United vita hversu mikilvægur leikurinn er. Það sem skiptir máli er að við séum rólegir og höldum öllum leikmönnunum inni á vellinum.“ „Það er erfitt að koma skilaboðum áleiðis í hávaðanum á leikvanginum og andrúmsloftið er magnað," bætti Smalling við og sagði jafnframt að það væri enginn betri staður fyrir United að vinna leik en einmitt á Anfield. „Það er það svo sannarlega ekki. Ég hef unnið þar í nokkur skipti og tilfinningin er frábær að ná að gera stuðningsmennina ánægða og halda aftur til baka til Manchester með bros á vör,“ sagði Smalling að lokum. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Sjá meira
Chris Smalling, varnarmaður Manchester United, segir að leikirnir gegn Liverpool séu ávallt sérstakir. Það er mikil eftirvænting fyrir leik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Liverpool hefur farið geysivel af stað í deildinni undir stjórn Jurgen Klopp og United liðið má ekki við því að missa liðið frá Bítlaborginni lengra fram úr sér. Liverpool er þremur stigum á undan United í töflunni. „Þetta hafa alltaf verið erfiðir leikir,“ segir Chris Smalling í viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United, MUTV. „Þegar ég kom hingað fyrst spurðu allir hvort ég vissi ekki um ríginn á milli City og United. En Liverpool - það er hinn eini sanni leikur. Það hefur verið mikill rígur í gegnum árin og okkur var strax gert grein fyrir því hversu mikilvægir þessir leikir væru.“ Smalling segir að varnarmenn liðsins þurfi að vera sérstaklega vakandi þegar þeir mæta pressunni frá Liverpool. „Liverpool er lið sem pressar hátt, við vitum það og við undirbúum okkur þannig. Þetta verður ekki auðvelt fyrir okkur varnarmennina og það verður erfitt að spila boltanum út úr vörninni. Ef þú kemur boltanum ekki áfram þá verður þú tæklaður,“ bætti Smalling við en pressa Liverpool hefur skapað ófá mörk síðan Jurgen Klopp tók við stjórn liðsins fyrir ári síðan. Smalling býst við rosalegri stemmningu á Anfield og segir að Jose Mourinho hafi undirbúið leikmenn liðsins vel. „Þjálfarinn hefur talað um að við þurfum að hafa stjórn á tilfinningunum því jafnvel leikmenn sem hafa ekki verið lengi hjá United vita hversu mikilvægur leikurinn er. Það sem skiptir máli er að við séum rólegir og höldum öllum leikmönnunum inni á vellinum.“ „Það er erfitt að koma skilaboðum áleiðis í hávaðanum á leikvanginum og andrúmsloftið er magnað," bætti Smalling við og sagði jafnframt að það væri enginn betri staður fyrir United að vinna leik en einmitt á Anfield. „Það er það svo sannarlega ekki. Ég hef unnið þar í nokkur skipti og tilfinningin er frábær að ná að gera stuðningsmennina ánægða og halda aftur til baka til Manchester með bros á vör,“ sagði Smalling að lokum.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Sjá meira