Körfubolti

Fyrsti sigur tímabilsins í höfn hjá Ægi og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ægir Þór Steinarsson.
Ægir Þór Steinarsson. Vísir/Ernir
Ægir Þór Steinarsson og félagar í Burgos lönduðu fyrsta sigri tímabilsins í spænsku b-deildinni í kvöld þegar liðið vann öruggan 23 stiga heimasigur á Oviedo, 106-83.

Oviedo hafði unnið tvo fyrstu leiki sína á sama tíma og báðir leiki Burgos höfðu tapast. Það var því gott fyrir liðsmenn Burgos að ná í sigur í kvöld.

Ægir Þór Steinarsson átti fínan leik. Hann skoraði 10 stig, tók 3 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á 22 mínútum.

Ægir hitti meðal annars úr báðum þriggja stiga skotum sínum og klikkaði aðeins á einu skoti allan leikinn.

Ægir var hæstur í stoðsendingum í liðinu ásamt öðrum leikmanni og íslenski bakvörðurinn var líka einn af sex leikmönnum liðsins sem skoruðu tíu stig eða meira.

Burgos vann alla leikhlutana í kvöld en þá fyrstu þrjá með 2 til 4 stigum. Lokaleikhlutann vann liðið hinsvegar 37-23 og hreinlega keyrði yfir gestina úr Oviedo.

Ægir Þór er með 6,7 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í fyrstu þremur leikjum tímabilsins en hann var hinsvegar að skora tvo fyrstu þrista sína í vetur í þessum leik í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×