Samtök postulanna tólf Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. október 2016 08:30 Sigurlína styður við starfsemina í Krýsuvík með vikulegri heimsókn, ræðir við ráðgjafana og útbýr efni í hendur þeirra. Vísir/Ernir „Það voru tólf manns, „postularnir tólf“ sem stofnuðu Krýsuvíkursamtökin fyrir 30 árum, hópur af áhugafólki sem hafði allt reynslu af alkóhólisma, sumir sem alkar, aðrir sem aðstandendur,“ segir Sigurlína Davíðsdóttir, prófessor emerita. Hún er ein stofnendanna, var lengi í forystu samtakanna og starfar nú sem handleiðari starfsfólks á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Húsið í Krýsuvík sem meðferðarheimilið er í er stórt og var í niðurníðslu þegar samtökin tóku við því af ríkinu fyrir 30 árum. Óx félagsmönnum það ekkert í augum? „Jú, jú. Húsið var búið að standa autt í tvo áratugi, þar var búið að brjóta allar rúður og stela öllu steini léttara. Það var bákn úti í eyðimörk. Við ákváðum að loka því svo það héldi ekki áfram að skemmast og taka það svo í notkun smátt og smátt.“ Í Krýsuvík innritar fólk sig til sex mánaða dvalar. Þessi langi meðferðartími er meðal þeirra þátta sem Sigurlína segir skila góðum árangri, enda sér unnin stíf sporavinna allan tímann. „Við notum AA sporin. Ég er alltaf jafn hissa hversu fáar meðferðarstofnanir nýta það kerfi, það er svo flott meðferðartæki,“ segir hún. „Með sporunum er hægt að fara algerlega ofan í saumana á því sem er að, þegar fólki er gefinn tími til þess.“ Sumir koma beint úr afvötnun til Krýsuvíkur, annað hvort af Landspítala eða SÁÁ, að sögn Sigurlínu. „Það er orðið minna um áfengisvanda en áður en meira um notkun á allskonar vanabindandi efnum,“ upplýsir hún og segir 21 geta verið í meðferð í einu, þeim sé skipt í þrjá hópa. „Við erum með þrjá ráðgjafa og hver þeirra er með sjö manna hóp. Svo eru tveir kokkar, staðarhaldari og forstöðumaður í Krýsuvík. Tveir starfsmenn eru á skrifstofu og læknir frá Landspítalanum kemur einu sinni í viku.“ Sjálf styður Sigurlína við starfsemina með vikulegri heimsókn, hún ræðir við ráðgjafana og útbýr efni í hendur þeirra. Auk kaffiboðsins sem samtökin efna til í dag hefur það gefið út fallegt afmælisrit, Krýsa heitir það og er fullt af fróðlegu efni. Meðal annars eru viðtöl við útskrifaða vistmenn og það sem þeim er efst í huga eftir dvölina er kærleikurinn sem ríkti innan stofnunarinnar. „Ritið er ekki síst gefið út fyrir hollvini okkar. Það er fólk sem styrkir okkur einu sinni í mánuði og oft hafar framlög þess komið sér meira en vel,“ segir Sigurlína. En aðal fjármagnið kemur frá ríkinu. Svíar leituðu mikið til samtakanna um tíma og margir þeirra eiga meðferð hjá okkur því að þakka að líf þeirra komst á réttan kjöl. Einn þeirra kemur alltaf hingað einu sinni á ári í pílagrímsferð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október 2016. Lífið Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
„Það voru tólf manns, „postularnir tólf“ sem stofnuðu Krýsuvíkursamtökin fyrir 30 árum, hópur af áhugafólki sem hafði allt reynslu af alkóhólisma, sumir sem alkar, aðrir sem aðstandendur,“ segir Sigurlína Davíðsdóttir, prófessor emerita. Hún er ein stofnendanna, var lengi í forystu samtakanna og starfar nú sem handleiðari starfsfólks á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Húsið í Krýsuvík sem meðferðarheimilið er í er stórt og var í niðurníðslu þegar samtökin tóku við því af ríkinu fyrir 30 árum. Óx félagsmönnum það ekkert í augum? „Jú, jú. Húsið var búið að standa autt í tvo áratugi, þar var búið að brjóta allar rúður og stela öllu steini léttara. Það var bákn úti í eyðimörk. Við ákváðum að loka því svo það héldi ekki áfram að skemmast og taka það svo í notkun smátt og smátt.“ Í Krýsuvík innritar fólk sig til sex mánaða dvalar. Þessi langi meðferðartími er meðal þeirra þátta sem Sigurlína segir skila góðum árangri, enda sér unnin stíf sporavinna allan tímann. „Við notum AA sporin. Ég er alltaf jafn hissa hversu fáar meðferðarstofnanir nýta það kerfi, það er svo flott meðferðartæki,“ segir hún. „Með sporunum er hægt að fara algerlega ofan í saumana á því sem er að, þegar fólki er gefinn tími til þess.“ Sumir koma beint úr afvötnun til Krýsuvíkur, annað hvort af Landspítala eða SÁÁ, að sögn Sigurlínu. „Það er orðið minna um áfengisvanda en áður en meira um notkun á allskonar vanabindandi efnum,“ upplýsir hún og segir 21 geta verið í meðferð í einu, þeim sé skipt í þrjá hópa. „Við erum með þrjá ráðgjafa og hver þeirra er með sjö manna hóp. Svo eru tveir kokkar, staðarhaldari og forstöðumaður í Krýsuvík. Tveir starfsmenn eru á skrifstofu og læknir frá Landspítalanum kemur einu sinni í viku.“ Sjálf styður Sigurlína við starfsemina með vikulegri heimsókn, hún ræðir við ráðgjafana og útbýr efni í hendur þeirra. Auk kaffiboðsins sem samtökin efna til í dag hefur það gefið út fallegt afmælisrit, Krýsa heitir það og er fullt af fróðlegu efni. Meðal annars eru viðtöl við útskrifaða vistmenn og það sem þeim er efst í huga eftir dvölina er kærleikurinn sem ríkti innan stofnunarinnar. „Ritið er ekki síst gefið út fyrir hollvini okkar. Það er fólk sem styrkir okkur einu sinni í mánuði og oft hafar framlög þess komið sér meira en vel,“ segir Sigurlína. En aðal fjármagnið kemur frá ríkinu. Svíar leituðu mikið til samtakanna um tíma og margir þeirra eiga meðferð hjá okkur því að þakka að líf þeirra komst á réttan kjöl. Einn þeirra kemur alltaf hingað einu sinni á ári í pílagrímsferð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október 2016.
Lífið Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira