Körfubolti

Allt vitlaust eftir að Brown krotaði á Kínamúrinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brown í leik með kínversku félagi.
Brown í leik með kínversku félagi. vísir/getty
Bobby Brown, leikmaður Houston Rockets, er ekki vinsælasti maðurinn í Kína þessa dagana eftir að hann gaf Kínamúrnum eiginhandaráritun.

Hann var með liði sínu í Kína að spila gegn New Orleans. Liðið fór svo í skoðunarferð á Kínamúrinn þar sem Brown fékk þá frábæru hugmynd að skrifa nafnið sitt á múrinn.

Hann birti svo myndir af krotinu á Weibo-samskiptamiðlinum, sem er mjög vinsæll í Kína, og skrifaði að það hefði verið svaka stuð á múrnum.

Skemmst er frá því að segja að Kínverjar sturluðust. „Ertu stoltur af þessu? Þetta eru merkar fornminjar en ekki klósettið þitt,“ skrifaði einn reiður Kínverji við myndirnar.

Brown spilaði í þrjú ár í Kína og hefði átt að vita betur. Svo var nú alls ekki og hann var miður sín.

„Ég hafði aldrei komið þarna áður og skrifaði með krít. Ég sá að fleiri höfðu krotað á múrinn. Ég ætlaði ekki að særa neinn. Þetta voru mistök og mun aldrei gerast aftur,“ sagði leiður Brown.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×