Forgangsmál næstu ríkisstjórnar? Óttar G. Birgisson og Sævar Már Gústavsson skrifar 12. október 2016 15:44 Nú þegar kosningarbaráttan er á lokametrunum eru stjórnmálaflokkar að keppast um hylli kjósenda. Þeir lofa ýmsu sem þeir telja að bæti hag og lífsgæði þjóðarinnar. Kosningaloforð eru mismörg, misraunhæf og misundirbúin milli flokka. Nokkrir flokkar hafa talað um aukið aðgengi og niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Til dæmis hefur verið nefnt að allir framhaldsskólanemar ættu að hafa aðgang að sálfræðiþjónustu án endurgjalds. Það væri skref til bóta en myndi ekki leysa vandann. Aukinn kraft þarf í geðheilbrigðisþjónustu í skólakerfinu, heilsugæslunni og á sjúkrahúsum landsins. Auka þarf skilvirkni milli mismunandi þrepa þjónustunnar. Það felur meðal annars í sér að stytta biðlista vegna greiningar og meðferðar á heilsugæslum og sjúkrahúsum. Óljóst er hversu mikið liggur að baki hugmyndum stjórnmálaflokkanna um bætt aðgengi en eitt er víst að aukið aðgengi og niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu er hagkvæm og mannúðleg aðgerð óháð stjórnmálastefnum og ætti að vera eitt af fyrstu málum nýrrar ríkisstjórnar. Á Íslandi má ætla að um 30% fólks glími við geðrænan vanda hverju sinni og um 50% einhvern tíman á lífsleiðinni sé miðað við tölur um vestræn ríki samkvæmt Alþjóða-heilbrigðismálastofnuninni. Auk þess eru geðraskanir algengasta orsök örorku síðustu ára á Íslandi samkvæmt tölum Tryggingastofnun ríkisins. Þessar tölur eru óásættanlegar því rannsóknir sína að það eru til meðferðir sem virka. Hugræn atferlismeðferð er ein mest rannsakaða meðferðin við geðrænum vanda og hafa rannsóknir síðustu 40 ára sýnt með nánast óyggjandi hætti fram á gagnsemi meðferðarinnar við flestum geðröskunum. Í ljósi þessara gagna hafa klínískar leiðbeiningar, sem landlæknisembættið gefur út, mælt með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta meðferðarvali við þunglyndi og kvíða. Þær upplýsingar eru byggðar á klínískum leiðbeiningunum heilbrigðisyfirvalda í Bretlandi, sem bera saman gæði og hagkvæmni mismunandi meðferða við öllum röskunum og sjúkdómum sem þekktir eru. Á Íslandi starfa margir sálfræðingar sem hafa sérhæft sig í þessari meðferð en afar dýrt getur verið að fara til sálfræðinga á einkastofu þar sem þjónusta þeirra er ekki niðurgreidd eins og t.d. þjónusta geðlækna eða heimilslækna. Sumar heilsugæslur og sjúkrahús bjóða þó upp á þessa þjónustu í einhverri mynd, en af afar skornum skammti og eru biðlistar langir. Það er óásættanlegt að í mörgum tilfellum getur heilbrigðiskerfið ekki veitt þá þjónustu sem klínískar leiðbeiningar kveða á um að sé viðeigandi meðferð. Aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu ætti því fyrst og fremst að snúa að bættu aðgengi að gagnreyndri sálfræðimeðferð. Góðu fréttirnar eru að við þurfum ekki að finna upp hjólið með tilheyrandi áhættu fyrir ríkissjóð. Við vitum að það að setja fjármang í að auka aðgengi að sálfræðimeðferðum borgar sig félagslega og efnahagslega. Í Bretlandi hefur verkefnið Improving Access to Psychological Therapies (IAPT) verið í gangi síðan 2006. Verkefnið felur í sér að þjálfa nógu marga sérfræðinga í hugrænni atferlismeðferð til að geta veitt viðunnandi þjónustu á heilsugæsustigi við þunglyndi og kvíðaröskunum. Verkefnið hefur m.a. notið góðs af vinnu hagfræðingsins Richard Layard sem sýndi fram á m.a. í ítarlegri skýrslu frá árinu 2006, hagkvæmni þess að veita þessa þjónustu. Í ljósi þessara upplýsinga hafa þrjár ríkisstjórnir í Bretlandi, með ólíkum pólitískum meirihlutum, samþykkt að veita nauðsynlega fjárveitingu til að halda verkefninu gangandi enda leynir árangurinn sér ekki. Sem dæmi ná almennt yfir 50% þeirra sem klára meðferð við þunglyndi, fullum bata og um 60% allra þeirra sem hefja meðferð í IAPT verkefninu ná einhverjum bata. Í skýrslum sem má finna á vef IAPT kemur fram að á milli áranna 2012 og 2015 hafði breska ríkið sparað 300 milljón sterlingspunda (rúmlega 42 milljarða í íslenskum krónum) með því að setja fjármagn í bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og 750.000 einstaklingar sem höfðu verið á framfærslu hins opinbera komust aftur út á vinnumarkaðinn. Því er ljóst að það er til mikils að vinna fjárhagslega en fyrst og fremst samfélagslega því þetta sparar ekki bara ríkinu pening heldur eykur einnig lífsgæði þeirra sem fá bót sinna meina. Rannsóknir síðustu 40 ára um gagnsemi sálfræðilegra meðferðar liggja fyrir. Reynsla annarar þjóðar um hagkvæmni niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu liggur fyrir. Nú vantar bara ríkisstjórn á Íslandi sem tekur af skarið. Einn af forsprökkum IAPT í Bretlandi, sálfræðingurinn David Clark, hefur sagt að aðstæður á Íslandi séu kjörnar til að þróa IAPT áfram. Við erum fámennt land og það muni ekki þurfa mikið fjármagn eða tíma til að mennta nógu marga fagaðila til að mæta þörfinni sem er til staðar fyrir geðheilbrigðisþjónustu. Hér með skorum við á verðandi Alþingismenn og ríkísstjórn Íslands að taka af skarið og taka geðheilbrigðismál á Íslandi föstum tökum. Bætt geðheilsa er allra hagur. Frekari lesefni fyrir áhugasama má finna hér.Árangur hugrænnar atferlismeðferðar:https://www.get.gg/docs/Empirical-Status-of-CBT.pdf Skýrsla Richard Layard: https://cep.lse.ac.uk/pubs/download/special/depressionreport.pdf Um IAPT verkefnið: https://www.iapt.nhs.uk/about-iapt/ Viðtal við David Clark á Rúv: https://www.ruv.is/frett/hagnast-a-thvi-ad-veita-okeypis-salfraedimedferd Thrive: The Power of Psychological Therapy eftir Richard Layard og David M. Clark:https://www.amazon.com/Thrive-Power-Evidence-Based-Psychological-Therapies-ebook/dp/B00JX5RCWW Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar kosningarbaráttan er á lokametrunum eru stjórnmálaflokkar að keppast um hylli kjósenda. Þeir lofa ýmsu sem þeir telja að bæti hag og lífsgæði þjóðarinnar. Kosningaloforð eru mismörg, misraunhæf og misundirbúin milli flokka. Nokkrir flokkar hafa talað um aukið aðgengi og niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Til dæmis hefur verið nefnt að allir framhaldsskólanemar ættu að hafa aðgang að sálfræðiþjónustu án endurgjalds. Það væri skref til bóta en myndi ekki leysa vandann. Aukinn kraft þarf í geðheilbrigðisþjónustu í skólakerfinu, heilsugæslunni og á sjúkrahúsum landsins. Auka þarf skilvirkni milli mismunandi þrepa þjónustunnar. Það felur meðal annars í sér að stytta biðlista vegna greiningar og meðferðar á heilsugæslum og sjúkrahúsum. Óljóst er hversu mikið liggur að baki hugmyndum stjórnmálaflokkanna um bætt aðgengi en eitt er víst að aukið aðgengi og niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu er hagkvæm og mannúðleg aðgerð óháð stjórnmálastefnum og ætti að vera eitt af fyrstu málum nýrrar ríkisstjórnar. Á Íslandi má ætla að um 30% fólks glími við geðrænan vanda hverju sinni og um 50% einhvern tíman á lífsleiðinni sé miðað við tölur um vestræn ríki samkvæmt Alþjóða-heilbrigðismálastofnuninni. Auk þess eru geðraskanir algengasta orsök örorku síðustu ára á Íslandi samkvæmt tölum Tryggingastofnun ríkisins. Þessar tölur eru óásættanlegar því rannsóknir sína að það eru til meðferðir sem virka. Hugræn atferlismeðferð er ein mest rannsakaða meðferðin við geðrænum vanda og hafa rannsóknir síðustu 40 ára sýnt með nánast óyggjandi hætti fram á gagnsemi meðferðarinnar við flestum geðröskunum. Í ljósi þessara gagna hafa klínískar leiðbeiningar, sem landlæknisembættið gefur út, mælt með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta meðferðarvali við þunglyndi og kvíða. Þær upplýsingar eru byggðar á klínískum leiðbeiningunum heilbrigðisyfirvalda í Bretlandi, sem bera saman gæði og hagkvæmni mismunandi meðferða við öllum röskunum og sjúkdómum sem þekktir eru. Á Íslandi starfa margir sálfræðingar sem hafa sérhæft sig í þessari meðferð en afar dýrt getur verið að fara til sálfræðinga á einkastofu þar sem þjónusta þeirra er ekki niðurgreidd eins og t.d. þjónusta geðlækna eða heimilslækna. Sumar heilsugæslur og sjúkrahús bjóða þó upp á þessa þjónustu í einhverri mynd, en af afar skornum skammti og eru biðlistar langir. Það er óásættanlegt að í mörgum tilfellum getur heilbrigðiskerfið ekki veitt þá þjónustu sem klínískar leiðbeiningar kveða á um að sé viðeigandi meðferð. Aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu ætti því fyrst og fremst að snúa að bættu aðgengi að gagnreyndri sálfræðimeðferð. Góðu fréttirnar eru að við þurfum ekki að finna upp hjólið með tilheyrandi áhættu fyrir ríkissjóð. Við vitum að það að setja fjármang í að auka aðgengi að sálfræðimeðferðum borgar sig félagslega og efnahagslega. Í Bretlandi hefur verkefnið Improving Access to Psychological Therapies (IAPT) verið í gangi síðan 2006. Verkefnið felur í sér að þjálfa nógu marga sérfræðinga í hugrænni atferlismeðferð til að geta veitt viðunnandi þjónustu á heilsugæsustigi við þunglyndi og kvíðaröskunum. Verkefnið hefur m.a. notið góðs af vinnu hagfræðingsins Richard Layard sem sýndi fram á m.a. í ítarlegri skýrslu frá árinu 2006, hagkvæmni þess að veita þessa þjónustu. Í ljósi þessara upplýsinga hafa þrjár ríkisstjórnir í Bretlandi, með ólíkum pólitískum meirihlutum, samþykkt að veita nauðsynlega fjárveitingu til að halda verkefninu gangandi enda leynir árangurinn sér ekki. Sem dæmi ná almennt yfir 50% þeirra sem klára meðferð við þunglyndi, fullum bata og um 60% allra þeirra sem hefja meðferð í IAPT verkefninu ná einhverjum bata. Í skýrslum sem má finna á vef IAPT kemur fram að á milli áranna 2012 og 2015 hafði breska ríkið sparað 300 milljón sterlingspunda (rúmlega 42 milljarða í íslenskum krónum) með því að setja fjármagn í bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og 750.000 einstaklingar sem höfðu verið á framfærslu hins opinbera komust aftur út á vinnumarkaðinn. Því er ljóst að það er til mikils að vinna fjárhagslega en fyrst og fremst samfélagslega því þetta sparar ekki bara ríkinu pening heldur eykur einnig lífsgæði þeirra sem fá bót sinna meina. Rannsóknir síðustu 40 ára um gagnsemi sálfræðilegra meðferðar liggja fyrir. Reynsla annarar þjóðar um hagkvæmni niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu liggur fyrir. Nú vantar bara ríkisstjórn á Íslandi sem tekur af skarið. Einn af forsprökkum IAPT í Bretlandi, sálfræðingurinn David Clark, hefur sagt að aðstæður á Íslandi séu kjörnar til að þróa IAPT áfram. Við erum fámennt land og það muni ekki þurfa mikið fjármagn eða tíma til að mennta nógu marga fagaðila til að mæta þörfinni sem er til staðar fyrir geðheilbrigðisþjónustu. Hér með skorum við á verðandi Alþingismenn og ríkísstjórn Íslands að taka af skarið og taka geðheilbrigðismál á Íslandi föstum tökum. Bætt geðheilsa er allra hagur. Frekari lesefni fyrir áhugasama má finna hér.Árangur hugrænnar atferlismeðferðar:https://www.get.gg/docs/Empirical-Status-of-CBT.pdf Skýrsla Richard Layard: https://cep.lse.ac.uk/pubs/download/special/depressionreport.pdf Um IAPT verkefnið: https://www.iapt.nhs.uk/about-iapt/ Viðtal við David Clark á Rúv: https://www.ruv.is/frett/hagnast-a-thvi-ad-veita-okeypis-salfraedimedferd Thrive: The Power of Psychological Therapy eftir Richard Layard og David M. Clark:https://www.amazon.com/Thrive-Power-Evidence-Based-Psychological-Therapies-ebook/dp/B00JX5RCWW
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun