Áfram varað við miklu vatnsveðri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2016 10:08 Svona var ástandið á tjaldsvæðinu á Selfossi í morgun. Vísir/Magnús Hlynur Veðurstofan varar við miklu vatnsveðri á öllu sunnan- og vestanverðu landinu í dag, miðvikudag og fyrrihluta morgundags, fimmtudags. Mest verður úrkomuákefðin í dag. Mikið hefur rignt síðustu daga og er sjaldgæft að spáð sé jafn mikilli úrkomu um land allt líkt og hefur verið síðustu daga. Myndin hér að ofan var tekin á Selfossi í morgun við tjaldsvæðið. Miklir pollar hafa myndast þar líkt og sjá má. Gert var ráð fyrir því að úrkoman myndi ná hámarki í nótt en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu frá höfuðborgarsvæðinu fór slökkviliðið ekki í nein útköll vegna stíflaðra niðurfalla eða vatnsleka inn í hús. Fólki er áfram bent á að ganga frá niðurföllum og tryggja að vatn komist rétta leið að þeim svo lágmarka megi líkurnar á tjóni vegna úrkomunnar. Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu og bakvakt var í nótt hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra en gera má ráð fyrir að mikið muni vaxa í ám og lækjum eftir því sem líður á daginn. Á þetta sérstaklega við um vatnasvæði Hvítár í Árnessýslum, við Ölfusá, og við Norðurá og Hvítá í Borgarfirði en einnig er aukin hætta á skriðuföllum á þessum slóðum. Einnig hefur verið ákveðið að loka Þórsmerkurvegi í dag vegna vatnavaxta en búist er við miklum vatnavöxtum á Þórsmerkursvæðinu í dag vegna úrkomunnar.Veðurhorfur á landinuSunnan og suðaustan 13-20 m/s og rigning og jafnvel mikil rigning allvíða en hægari og þurrt að kalla norðaustantil. Lægir vestast um tíma um hádegi. Fer að draga úr vindi og úrkomu um landið vestanvert í nótt, en áfram rigning SA-til. Suðaustan 8-15 og lengst af þurrt fyrir norðan á morgun, en annars rigning. Hiti 5 til 12 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðaustlæg átt 5-10 m/s, bjartviðri norðanlands, en dálítil væta sunnan- og vestanlands. Lægir og styttir að mestu upp þegar líður á daginn. Hiti 6 til 13 stig að deginum.Á laugardag: Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 4 til 9 stig.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13, hvassast syðst. Þykknar upp og fer að rigna sunnantil á landinu þegar líður á daginn, en lengst af bjart norðantil. Heldur svalara í veðri.Á mánudag:Austlæg átt og rigning með köflum eða skúrir, en þurrt að mestu norðanlands. Hiti 3 til 7 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir norðaustlæga átt. Rigning eða skúrir, en þurrt suðvestantil. Hiti breytist lítið. Veður Tengdar fréttir Engin útköll hjá slökkviliði í nótt Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu vegna rigningar. 12. október 2016 07:27 Mesta úrhelli í mörg ár: Svona mikil rigning svo víða á landinu afskaplega sjaldgæf „Við spáum ekki mikilli úrkomu nema það sé yfir 100 millimetrum á sólarhring og við gerum það svona öðru hverju á suðaustanverðu landinu en það er afskaplega sjaldgæft að það gerist á fjórum spásvæðum og hvað þá yfir svona langan tíma ,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands aðspurð um úrkomuna framundan sem er sú mesta hér á landi í mörg ár. 11. október 2016 16:55 Búast við miklu vatnsveðri næstu daga en léttir til á föstudag Er viðbúið að flóðahætta myndist. 10. október 2016 23:32 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Veðurstofan varar við miklu vatnsveðri á öllu sunnan- og vestanverðu landinu í dag, miðvikudag og fyrrihluta morgundags, fimmtudags. Mest verður úrkomuákefðin í dag. Mikið hefur rignt síðustu daga og er sjaldgæft að spáð sé jafn mikilli úrkomu um land allt líkt og hefur verið síðustu daga. Myndin hér að ofan var tekin á Selfossi í morgun við tjaldsvæðið. Miklir pollar hafa myndast þar líkt og sjá má. Gert var ráð fyrir því að úrkoman myndi ná hámarki í nótt en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu frá höfuðborgarsvæðinu fór slökkviliðið ekki í nein útköll vegna stíflaðra niðurfalla eða vatnsleka inn í hús. Fólki er áfram bent á að ganga frá niðurföllum og tryggja að vatn komist rétta leið að þeim svo lágmarka megi líkurnar á tjóni vegna úrkomunnar. Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu og bakvakt var í nótt hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra en gera má ráð fyrir að mikið muni vaxa í ám og lækjum eftir því sem líður á daginn. Á þetta sérstaklega við um vatnasvæði Hvítár í Árnessýslum, við Ölfusá, og við Norðurá og Hvítá í Borgarfirði en einnig er aukin hætta á skriðuföllum á þessum slóðum. Einnig hefur verið ákveðið að loka Þórsmerkurvegi í dag vegna vatnavaxta en búist er við miklum vatnavöxtum á Þórsmerkursvæðinu í dag vegna úrkomunnar.Veðurhorfur á landinuSunnan og suðaustan 13-20 m/s og rigning og jafnvel mikil rigning allvíða en hægari og þurrt að kalla norðaustantil. Lægir vestast um tíma um hádegi. Fer að draga úr vindi og úrkomu um landið vestanvert í nótt, en áfram rigning SA-til. Suðaustan 8-15 og lengst af þurrt fyrir norðan á morgun, en annars rigning. Hiti 5 til 12 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðaustlæg átt 5-10 m/s, bjartviðri norðanlands, en dálítil væta sunnan- og vestanlands. Lægir og styttir að mestu upp þegar líður á daginn. Hiti 6 til 13 stig að deginum.Á laugardag: Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 4 til 9 stig.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13, hvassast syðst. Þykknar upp og fer að rigna sunnantil á landinu þegar líður á daginn, en lengst af bjart norðantil. Heldur svalara í veðri.Á mánudag:Austlæg átt og rigning með köflum eða skúrir, en þurrt að mestu norðanlands. Hiti 3 til 7 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir norðaustlæga átt. Rigning eða skúrir, en þurrt suðvestantil. Hiti breytist lítið.
Veður Tengdar fréttir Engin útköll hjá slökkviliði í nótt Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu vegna rigningar. 12. október 2016 07:27 Mesta úrhelli í mörg ár: Svona mikil rigning svo víða á landinu afskaplega sjaldgæf „Við spáum ekki mikilli úrkomu nema það sé yfir 100 millimetrum á sólarhring og við gerum það svona öðru hverju á suðaustanverðu landinu en það er afskaplega sjaldgæft að það gerist á fjórum spásvæðum og hvað þá yfir svona langan tíma ,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands aðspurð um úrkomuna framundan sem er sú mesta hér á landi í mörg ár. 11. október 2016 16:55 Búast við miklu vatnsveðri næstu daga en léttir til á föstudag Er viðbúið að flóðahætta myndist. 10. október 2016 23:32 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Engin útköll hjá slökkviliði í nótt Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu vegna rigningar. 12. október 2016 07:27
Mesta úrhelli í mörg ár: Svona mikil rigning svo víða á landinu afskaplega sjaldgæf „Við spáum ekki mikilli úrkomu nema það sé yfir 100 millimetrum á sólarhring og við gerum það svona öðru hverju á suðaustanverðu landinu en það er afskaplega sjaldgæft að það gerist á fjórum spásvæðum og hvað þá yfir svona langan tíma ,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands aðspurð um úrkomuna framundan sem er sú mesta hér á landi í mörg ár. 11. október 2016 16:55
Búast við miklu vatnsveðri næstu daga en léttir til á föstudag Er viðbúið að flóðahætta myndist. 10. október 2016 23:32