Í átt að „góðri“ peningastjórnun fyrir Ísland Lars Christensen skrifar 12. október 2016 09:00 Undanfarið hefur verið rætt um hvers konar peningamálastjórnun Ísland ætti að hafa og það hefur meðal annars verið lagt til að Íslendingar taki upp svokallað myntráð. Ég ætla ekki að ræða það hér hvort það sé góð eða slæm hugmynd. Ég vil frekar ræða hvaða mælikvarða ætti að nota til að velja „ákjósanlega“ eða öllu heldur „góða“ peningamálastjórnun. Valið á peningamálastjórnun verður að vissu leyti að byggjast á reynslu. Við getum til dæmis ekki sagt að óathuguðu máli að fljótandi gengi sé æskilegra en fastgengiskerfi við allar aðstæður, þótt sum okkar hneigist til að álíta að breytileiki fljótandi gengis sé almennt æskilegri en fastgengiskerfi. Hins vegar held ég að við getum ákvarðað fyrirfram vissar forsendur fyrir því hvaða niðurstöðu við viljum sjá ákveðin peningamálakerfi framkalla. Almennt held ég að helsta markmið peningamálastjórnunar verði að vera að tryggja mesta hugsanlega stöðugleika. Ég sé stöðugleika sem ástand þar sem peningamálastjórnunin skekkir almennt ekki dreifingu vöru, vinnu og fjármagns á milli geira eða á milli mismunandi tímabila. Þannig tel ég að fyrirmyndarstjórn peningamála sé sú sem við getum hugsað um sem „hlutlausa“ í þeim skilningi að hún hafi ekki áhrif á hlutfallsverð í hagkerfinu. Enn fremur vil ég halda því fram að góð peningamálastjórnun sé gagnsæ, fyrirsjáanleg og auðskilin fyrir almenning. Þannig eru reglur æskilegri en geðþótti sem almenn regla. Og loks ætti peningamálastjórnunin að vera sterk. Það felur í sér að hættan á misnotkun eða stjórnmálavæðingu peningakerfisins ætti að vera eins lítil og mögulegt er. Þetta er auðvitað vel þekkt vandamál á Íslandi. Þannig gæti viss stjórnun framkallað góða niðurstöðu í dag, en ef líklegt er að sama stjórnun verði yfirtekin af vissum stjórnmálalegum hagsmunum á morgun þá getum við ekki sagt að stjórnunin sé „góð“. Enn fremur tryggir sterk peningamálastjórnun „góða“ útkomu við mismunandi hnykki í hagkerfinu, breytingar á stjórnmálaástandi eða jafnvel breytingar á stjórnmálastofnunum. Þess vegna er ekki hægt að segja að stjórnun sé sterk ef hún stendur sig aðeins vel þegar um eftirspurnarhnykk er að ræða, en ekki framboðsskell, eða er of viðkvæm fyrir pólitískri óvissu og erfiðleikum. Loks vil ég halda því fram að sterk peningamálastjórnun sé eins lítið háð mannlegri dómgreind og gögnum og hægt er. Þannig getum við ímyndað okkur fullkomna peningamálastjórnun sem tryggir afar mikinn stöðugleika, en henni gæti aðeins Alan Greenspan framfylgt. Slík stjórnun væri sannarlega ekki sterk. Niðurstaðan er sú að góð peningamálastjórnun tryggir mikinn stöðugleika, er gagnsæ, fyrirsjáanleg og er hagfræðilega, pólitískt og stofnanalega sterk. Engin peningamálastefna er líkleg til að vera fullkomin og það er sennilegt að málamiðlanir verði gerðar þegar við veljum stjórn peningamála. Þess vegna þurfum við, þegar við ræðum um upptöku myntráðs á Íslandi, að ræða hvort myntráðið myndi uppfylla skilyrðin sem ég hef rætt hér að ofan. Og við þurfum að ræða aðra valkosti líka – til dæmis hvort hætta skuli alfarið að nota krónuna eða til dæmis að halda áfram að hafa fljótandi gengi en breyta markmiðum Seðlabankans í til dæmis markmið um nafnlaun eða nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið rætt um hvers konar peningamálastjórnun Ísland ætti að hafa og það hefur meðal annars verið lagt til að Íslendingar taki upp svokallað myntráð. Ég ætla ekki að ræða það hér hvort það sé góð eða slæm hugmynd. Ég vil frekar ræða hvaða mælikvarða ætti að nota til að velja „ákjósanlega“ eða öllu heldur „góða“ peningamálastjórnun. Valið á peningamálastjórnun verður að vissu leyti að byggjast á reynslu. Við getum til dæmis ekki sagt að óathuguðu máli að fljótandi gengi sé æskilegra en fastgengiskerfi við allar aðstæður, þótt sum okkar hneigist til að álíta að breytileiki fljótandi gengis sé almennt æskilegri en fastgengiskerfi. Hins vegar held ég að við getum ákvarðað fyrirfram vissar forsendur fyrir því hvaða niðurstöðu við viljum sjá ákveðin peningamálakerfi framkalla. Almennt held ég að helsta markmið peningamálastjórnunar verði að vera að tryggja mesta hugsanlega stöðugleika. Ég sé stöðugleika sem ástand þar sem peningamálastjórnunin skekkir almennt ekki dreifingu vöru, vinnu og fjármagns á milli geira eða á milli mismunandi tímabila. Þannig tel ég að fyrirmyndarstjórn peningamála sé sú sem við getum hugsað um sem „hlutlausa“ í þeim skilningi að hún hafi ekki áhrif á hlutfallsverð í hagkerfinu. Enn fremur vil ég halda því fram að góð peningamálastjórnun sé gagnsæ, fyrirsjáanleg og auðskilin fyrir almenning. Þannig eru reglur æskilegri en geðþótti sem almenn regla. Og loks ætti peningamálastjórnunin að vera sterk. Það felur í sér að hættan á misnotkun eða stjórnmálavæðingu peningakerfisins ætti að vera eins lítil og mögulegt er. Þetta er auðvitað vel þekkt vandamál á Íslandi. Þannig gæti viss stjórnun framkallað góða niðurstöðu í dag, en ef líklegt er að sama stjórnun verði yfirtekin af vissum stjórnmálalegum hagsmunum á morgun þá getum við ekki sagt að stjórnunin sé „góð“. Enn fremur tryggir sterk peningamálastjórnun „góða“ útkomu við mismunandi hnykki í hagkerfinu, breytingar á stjórnmálaástandi eða jafnvel breytingar á stjórnmálastofnunum. Þess vegna er ekki hægt að segja að stjórnun sé sterk ef hún stendur sig aðeins vel þegar um eftirspurnarhnykk er að ræða, en ekki framboðsskell, eða er of viðkvæm fyrir pólitískri óvissu og erfiðleikum. Loks vil ég halda því fram að sterk peningamálastjórnun sé eins lítið háð mannlegri dómgreind og gögnum og hægt er. Þannig getum við ímyndað okkur fullkomna peningamálastjórnun sem tryggir afar mikinn stöðugleika, en henni gæti aðeins Alan Greenspan framfylgt. Slík stjórnun væri sannarlega ekki sterk. Niðurstaðan er sú að góð peningamálastjórnun tryggir mikinn stöðugleika, er gagnsæ, fyrirsjáanleg og er hagfræðilega, pólitískt og stofnanalega sterk. Engin peningamálastefna er líkleg til að vera fullkomin og það er sennilegt að málamiðlanir verði gerðar þegar við veljum stjórn peningamála. Þess vegna þurfum við, þegar við ræðum um upptöku myntráðs á Íslandi, að ræða hvort myntráðið myndi uppfylla skilyrðin sem ég hef rætt hér að ofan. Og við þurfum að ræða aðra valkosti líka – til dæmis hvort hætta skuli alfarið að nota krónuna eða til dæmis að halda áfram að hafa fljótandi gengi en breyta markmiðum Seðlabankans í til dæmis markmið um nafnlaun eða nafnvirði vergrar landsframleiðslu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun