Af hverju Samfylkingin? Árni Páll Árnason skrifar 12. október 2016 07:00 Ég hef hitt fjölmarga undanfarna daga sem eru sammála Samfylkingunni um höfuðstefnuna, en eru samt efins um hvort þeir eigi að kjósa okkur. Í boði eru fjölmargir flokkar sem segja mjög svipaða hluti og Samfylkingin og í sumum kosningaprófum er vart að sjá mun á flokkunum. En það er munur.Ekki bara fyrir kosningar Fyrir það fyrsta þarf að muna að það skiptir ekki mestu máli hvað menn segja fyrir kosningar, heldur hvað menn gera. Það er vissulega áhugavert að sjá ýmsa Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn spretta nú upp og lofa 300 þúsund króna lágmarksgreiðslum til lífeyrisþega. Við fluttum hins vegar um það tillögu, ekki einu sinni heldur þrisvar. Og þeir felldu þær tillögur, ekki einu sinni heldur þrisvar. Á kjörtímabilinu höfum við líka barist gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að loka bóknámsdeildum framhaldsskólanna fyrir fólki yfir 25 ára aldri og gegn endurteknum lækkunum veiðigjalda, á sama tíma og stórútgerðin skilar methagnaði.Við höfum reynslu Það má margt segja um Samfylkinguna en þjóðin veit hvar hjarta hennar slær. Okkar fyrsta verk í ríkisstjórn var að hækka lægstu lífeyrisgreiðslur um 42% og að þeirri hækkun bjuggu lífeyrisþegar í hruninu. Í niðurskurði hrunsáranna skertum við lægstu lífeyrisgreiðslur ekki um eina krónu og hækkuðum lífeyri langt umfram lagaskyldu strax árið 2011. Við vörðum sem kostur er útgjöld til velferðarmála og náðum að auka við framlög til Landspítalans síðasta ríkisstjórnarárið okkar og það var í fyrsta sinn frá aldamótum sem raunaukning varð í framlögum þangað. Við réðumst í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila og hófum byggingu 400 rýma vítt og breitt um landið. Á öllum þessum sviðum varð stórastopp eftir að ný ríkisstjórn komst til valda. Við gerbreyttum reglum um skuldamál einstaklinga með styttingu fyrningartíma gjaldþrota, greiðsluaðlögun og öðrum greiðsluúrræðum. Fyrir vikið komust þúsundir heimila í gegnum þessa kreppu án þess að missa íbúðarhúsnæði sitt og án þess að dragnast með skuldahala með sér áratugum saman, eins og alltaf hefur áður gerst í niðursveiflu á Íslandi.Við höfum metnað Við létum ekki duga að verja velferðina. Við réðumst í breytingar á sjávarútvegskerfinu og náðum því fram að alvöru veiðigjöld voru lögð á útgerðina í fyrsta sinn. Við eigum eftir að ná fram fyrningu aflaheimilda og uppboði lausra aflaheimilda, til að hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Við sóttum um aðild að Evrópusambandinu og fyrir harðfylgi okkar í stjórnarandstöðu á þjóðin þann möguleika að taka þann þráð upp að nýju. Og við hófum gríðarlega metnaðarfullt endurskoðunarferli stjórnarskrár, sem leiða þarf til lykta á nýju kjörtímabili.Verkefnin fram undan Á nýju kjörtímabili þarf metnaðarfulla atvinnustefnu sem tryggir okkur betur launuð störf, svo okkur haldist á fólkinu okkar í vaxandi samkeppni við önnur lönd. Við þurfum fjölbreytta menntun til að standa undir þeim störfum. Til þess þarf mikla aukningu í framlögum til háskóla og átak í verk- og tæknimenntun. Velferð hér verður að standast samjöfnuð við velferð í nágrannalöndunum og til þess eru nú öll tækifæri. Við þurfum líka að leysa úr brýnum velferðarvanda. Ný kynslóð kemst ekki í öruggt, ódýrt húsnæði. Við viljum veita henni forskot, með því að heimila fyrirframgreiðslu vaxtabóta fyrstu fimm áranna, til að auðvelda fólki að kaupa fyrstu íbúð. Aldraðir njóta ekki jafnstöðu við aðra og hár húsnæðiskostnaður leikur marga úr þeim hópi grátt. Við viljum hækka lífeyrisgreiðslur í 300 þúsund með sama hætti og lágmarkslaun og það þarf að grípa til sérstakra aðgerða til að mæta háum húsnæðiskostnaði lífeyrisþega.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég hef hitt fjölmarga undanfarna daga sem eru sammála Samfylkingunni um höfuðstefnuna, en eru samt efins um hvort þeir eigi að kjósa okkur. Í boði eru fjölmargir flokkar sem segja mjög svipaða hluti og Samfylkingin og í sumum kosningaprófum er vart að sjá mun á flokkunum. En það er munur.Ekki bara fyrir kosningar Fyrir það fyrsta þarf að muna að það skiptir ekki mestu máli hvað menn segja fyrir kosningar, heldur hvað menn gera. Það er vissulega áhugavert að sjá ýmsa Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn spretta nú upp og lofa 300 þúsund króna lágmarksgreiðslum til lífeyrisþega. Við fluttum hins vegar um það tillögu, ekki einu sinni heldur þrisvar. Og þeir felldu þær tillögur, ekki einu sinni heldur þrisvar. Á kjörtímabilinu höfum við líka barist gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að loka bóknámsdeildum framhaldsskólanna fyrir fólki yfir 25 ára aldri og gegn endurteknum lækkunum veiðigjalda, á sama tíma og stórútgerðin skilar methagnaði.Við höfum reynslu Það má margt segja um Samfylkinguna en þjóðin veit hvar hjarta hennar slær. Okkar fyrsta verk í ríkisstjórn var að hækka lægstu lífeyrisgreiðslur um 42% og að þeirri hækkun bjuggu lífeyrisþegar í hruninu. Í niðurskurði hrunsáranna skertum við lægstu lífeyrisgreiðslur ekki um eina krónu og hækkuðum lífeyri langt umfram lagaskyldu strax árið 2011. Við vörðum sem kostur er útgjöld til velferðarmála og náðum að auka við framlög til Landspítalans síðasta ríkisstjórnarárið okkar og það var í fyrsta sinn frá aldamótum sem raunaukning varð í framlögum þangað. Við réðumst í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila og hófum byggingu 400 rýma vítt og breitt um landið. Á öllum þessum sviðum varð stórastopp eftir að ný ríkisstjórn komst til valda. Við gerbreyttum reglum um skuldamál einstaklinga með styttingu fyrningartíma gjaldþrota, greiðsluaðlögun og öðrum greiðsluúrræðum. Fyrir vikið komust þúsundir heimila í gegnum þessa kreppu án þess að missa íbúðarhúsnæði sitt og án þess að dragnast með skuldahala með sér áratugum saman, eins og alltaf hefur áður gerst í niðursveiflu á Íslandi.Við höfum metnað Við létum ekki duga að verja velferðina. Við réðumst í breytingar á sjávarútvegskerfinu og náðum því fram að alvöru veiðigjöld voru lögð á útgerðina í fyrsta sinn. Við eigum eftir að ná fram fyrningu aflaheimilda og uppboði lausra aflaheimilda, til að hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Við sóttum um aðild að Evrópusambandinu og fyrir harðfylgi okkar í stjórnarandstöðu á þjóðin þann möguleika að taka þann þráð upp að nýju. Og við hófum gríðarlega metnaðarfullt endurskoðunarferli stjórnarskrár, sem leiða þarf til lykta á nýju kjörtímabili.Verkefnin fram undan Á nýju kjörtímabili þarf metnaðarfulla atvinnustefnu sem tryggir okkur betur launuð störf, svo okkur haldist á fólkinu okkar í vaxandi samkeppni við önnur lönd. Við þurfum fjölbreytta menntun til að standa undir þeim störfum. Til þess þarf mikla aukningu í framlögum til háskóla og átak í verk- og tæknimenntun. Velferð hér verður að standast samjöfnuð við velferð í nágrannalöndunum og til þess eru nú öll tækifæri. Við þurfum líka að leysa úr brýnum velferðarvanda. Ný kynslóð kemst ekki í öruggt, ódýrt húsnæði. Við viljum veita henni forskot, með því að heimila fyrirframgreiðslu vaxtabóta fyrstu fimm áranna, til að auðvelda fólki að kaupa fyrstu íbúð. Aldraðir njóta ekki jafnstöðu við aðra og hár húsnæðiskostnaður leikur marga úr þeim hópi grátt. Við viljum hækka lífeyrisgreiðslur í 300 þúsund með sama hætti og lágmarkslaun og það þarf að grípa til sérstakra aðgerða til að mæta háum húsnæðiskostnaði lífeyrisþega.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun