Mun færri lögreglumenn að störfum þrátt fyrir fólksfjölgun og ferðamannastraum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2016 15:30 Lögreglumönnum hefur fækkað til muna undanfarin níu ár. Vísir/Pjetur Lögreglumönnum hefur fækkað hjá flestum embættum lögreglunnar um landið frá árinu 2007. Í dag eru 629 lögreglumenn að störfum en fyrir níu árum síðan voru þeir 712. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um 25 þúsund og fjöldi ferðamanna sem hingað koma nær þrefaldast. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um fjölda og starfssvið lögreglumanna. Sé horft til ferðamanna eru aðeins 0,5 lögreglumenn á hverja þúsund ferðamenn sem hingað koma til lands. Árið 2007 var sama hlutfall 1,5. Fjöldi erlendra ferðamanna jókst á Íslandi um 800 þúsund á árunum 2007–2015 en á sama tíma fækkaði lögreglumönnum um 78 eða tæplega ellefu prósent. Líkt og sjá má í töflunni hér að neðan hefur lögreglumönnum fækkað hjá öllum embættum lögreglumanna ef frá eru talin hjá Lögreglustjóranum á Vesturlandi og Lögreglustjóranum á Suðurlandi en hjá báðum embættum hafa þrír lögreglumenn bæst í hópinn frá árinu 2007.Mest er fækkunin hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögreglumönnum hefur fækkað úr 339 í 290 frá 2007. Sé litið til landsins alls eru nú 1,9 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en árið 2007 voru þeir 2,3. 293 lögreglumenn hafa látið af störfum á tímabilinu sem um ræðir. Þar af létu 97 af embætti vegna töku eftirlauna en 197 lögreglumenn létu af embætti af öðrum ástæðum. Á síðasta ári staðfesti Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri við Fréttablaðið að lögreglumenn við störf á Íslandi þurfi að vera 860 að lágmarki. Árin 2014 og 2015 var veitt aukalega 500 millj. kr. til að bæta úr veikleikum í starfsemi lögreglunnar en þrátt fyrir þetta er „lítið rekstrarlegt svigrúm verið fram að þessu til að takast á við þær áskoranir sem við blasa, svo sem vegna fjölda ferðamanna og aukinnar umferðar um landamæri og fjölgunar afbrota,“ líkt og segir í svari ráðherra.Sjá einnig:Manneklan birtist í fjölda vinnuslysa „Ár eftir ár telja lögreglumenn að botninum sé náð en samt dýpkar holan. Lögreglumönnum hefur fækkað verulega undanfarin ár,“ segir í ályktun þings Landssambands lögreglumanna sem haldið var síðastliðið vor en lögreglumenn hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum vegna fækkunar lögreglumanna á landinu.Í ágúst síðastliðnum fór bíll í höfnina á Hvammstanga, með þeim afleiðingum að hálfsextugur maður lést. Lögreglumenn voru þá tvær klukkustundir á staðinn vegna þess að lögreglumenn á vakt voru á skotæfingu á Sauðárkróki. Pétur Björnsson, formaður Lögreglufélags Norðurlands vestra, sagði í vikunni að hvorki sé hægt að tryggja öryggi lögreglumanna né almennings líkt og staðan sé nú vegna niðurskurðar. Stundum sé einungis einn lögreglumaður á vakt í öllu umdæminu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49 Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Lögreglumönnum hefur fækkað hjá flestum embættum lögreglunnar um landið frá árinu 2007. Í dag eru 629 lögreglumenn að störfum en fyrir níu árum síðan voru þeir 712. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um 25 þúsund og fjöldi ferðamanna sem hingað koma nær þrefaldast. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um fjölda og starfssvið lögreglumanna. Sé horft til ferðamanna eru aðeins 0,5 lögreglumenn á hverja þúsund ferðamenn sem hingað koma til lands. Árið 2007 var sama hlutfall 1,5. Fjöldi erlendra ferðamanna jókst á Íslandi um 800 þúsund á árunum 2007–2015 en á sama tíma fækkaði lögreglumönnum um 78 eða tæplega ellefu prósent. Líkt og sjá má í töflunni hér að neðan hefur lögreglumönnum fækkað hjá öllum embættum lögreglumanna ef frá eru talin hjá Lögreglustjóranum á Vesturlandi og Lögreglustjóranum á Suðurlandi en hjá báðum embættum hafa þrír lögreglumenn bæst í hópinn frá árinu 2007.Mest er fækkunin hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögreglumönnum hefur fækkað úr 339 í 290 frá 2007. Sé litið til landsins alls eru nú 1,9 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en árið 2007 voru þeir 2,3. 293 lögreglumenn hafa látið af störfum á tímabilinu sem um ræðir. Þar af létu 97 af embætti vegna töku eftirlauna en 197 lögreglumenn létu af embætti af öðrum ástæðum. Á síðasta ári staðfesti Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri við Fréttablaðið að lögreglumenn við störf á Íslandi þurfi að vera 860 að lágmarki. Árin 2014 og 2015 var veitt aukalega 500 millj. kr. til að bæta úr veikleikum í starfsemi lögreglunnar en þrátt fyrir þetta er „lítið rekstrarlegt svigrúm verið fram að þessu til að takast á við þær áskoranir sem við blasa, svo sem vegna fjölda ferðamanna og aukinnar umferðar um landamæri og fjölgunar afbrota,“ líkt og segir í svari ráðherra.Sjá einnig:Manneklan birtist í fjölda vinnuslysa „Ár eftir ár telja lögreglumenn að botninum sé náð en samt dýpkar holan. Lögreglumönnum hefur fækkað verulega undanfarin ár,“ segir í ályktun þings Landssambands lögreglumanna sem haldið var síðastliðið vor en lögreglumenn hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum vegna fækkunar lögreglumanna á landinu.Í ágúst síðastliðnum fór bíll í höfnina á Hvammstanga, með þeim afleiðingum að hálfsextugur maður lést. Lögreglumenn voru þá tvær klukkustundir á staðinn vegna þess að lögreglumenn á vakt voru á skotæfingu á Sauðárkróki. Pétur Björnsson, formaður Lögreglufélags Norðurlands vestra, sagði í vikunni að hvorki sé hægt að tryggja öryggi lögreglumanna né almennings líkt og staðan sé nú vegna niðurskurðar. Stundum sé einungis einn lögreglumaður á vakt í öllu umdæminu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49 Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49
Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05