Miklar loftárásir í Aleppo Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2016 14:38 Frá Aleppo. Vísir/AFP Rússar gerðu miklar loftárásir á austurhluta Aleppo í dag þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. Tólf borgarar eru sagðir hafa fallið og íbúðarhúsnæði urðu fyrir miklum skemmdum. Þá létust minnst fimm börn þegar uppreisnarmenn skutu á skóla í suðurhluta Sýrlands. Stjórnarher Sýrlands tilkynnti, eftir að vopnahlé var afnumið í síðasta mánuði, áætlanir sínar um að reka uppreisnarmenn frá borginni. Harðar árásir hafa verið gerðar á hana síðan þá og hafa fjölmargir borgarar látið lífið. Frakkar lögðu í gær fram ályktun í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að loftárásir á borgina yrðu stöðvaðar en Rússar beittu neitunarvaldi sínu. Nú hefur Vladimir Putin, forseti Rússlands, hætt við fyrirhugaða ferð sína til Frakklands.Francois Hollande, forseti Frakklands, sagði árásirnar á Aleppo vera stríðsglæp á sunnudaginn. Blaðamaður AFP sá byggingu sem gjöreyðilagðist í loftárás í borginni. Þar voru Hvítu hjálmarnir svokölluðu að störfum og drógu þeir lík tveggja barna úr rústum hússins. Hermenn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafa sótt fram í austurhluta borgarinnar. Minnst 290 manns, að mestu borgarar, hafa látið lífið frá því að sókn þeirra hófst. Mið-Austurlönd Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Rússar gerðu miklar loftárásir á austurhluta Aleppo í dag þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. Tólf borgarar eru sagðir hafa fallið og íbúðarhúsnæði urðu fyrir miklum skemmdum. Þá létust minnst fimm börn þegar uppreisnarmenn skutu á skóla í suðurhluta Sýrlands. Stjórnarher Sýrlands tilkynnti, eftir að vopnahlé var afnumið í síðasta mánuði, áætlanir sínar um að reka uppreisnarmenn frá borginni. Harðar árásir hafa verið gerðar á hana síðan þá og hafa fjölmargir borgarar látið lífið. Frakkar lögðu í gær fram ályktun í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að loftárásir á borgina yrðu stöðvaðar en Rússar beittu neitunarvaldi sínu. Nú hefur Vladimir Putin, forseti Rússlands, hætt við fyrirhugaða ferð sína til Frakklands.Francois Hollande, forseti Frakklands, sagði árásirnar á Aleppo vera stríðsglæp á sunnudaginn. Blaðamaður AFP sá byggingu sem gjöreyðilagðist í loftárás í borginni. Þar voru Hvítu hjálmarnir svokölluðu að störfum og drógu þeir lík tveggja barna úr rústum hússins. Hermenn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafa sótt fram í austurhluta borgarinnar. Minnst 290 manns, að mestu borgarar, hafa látið lífið frá því að sókn þeirra hófst.
Mið-Austurlönd Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira