Þyrlan ræst út til að tryggja að Grímseyingar geti kosið Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2016 15:53 Grímsey. Vísir/Pjetur „Það eru víst öll ráð til að bjarga öllu eða flestu nú orðið. Sem betur fer,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrum hreppstjóri í Grímsey, eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til að koma kjörseðlum til Grímseyjar. Ljóst var að hvorki var hægt að koma þeim út í eyjuna með ferjunni eða flugi vegna veðurs.RÚV greindi frá þessu en samkvæmt lögum er ekki hægt að birta úrslit kosninga fyrr en öllum kjördeildum hefur verið lokað, en ef kjósendur fá ekki kjörgögn er kjördeild ekki starfhæf. 53 eru nú á kjörskrá í Grímsey. „Það átti að senda kjörseðlana með ferjunni en það er versta rok þannig að hún komst ekki. Þyrlan mun fljúga með þá frá Dalvík og kemur um klukkan fjögur. Við verðum að athuga að það er haust og allra veðra von. Vanalega er kosið á vorin og veður skaplegra,“ segir Bjarni sem hefur haldið utan um framkvæmd kosninga í Grímsey frá árinu 1969. Hann segir að mikið sé að gera við undirbúning nú daginn fyrir kosningar. Kjördeildin verður opnuð klukkan níu í fyrramálið og hvetur hann Grímseyinga til að kjósa snemma. „Ég vona að fólk taki tillit til þess.“ Vonast er til að hægt verði að fljúga út í eyjuna á morgun þannig að koma megi kjörseðlum til yfirkjörstjórnar á Akureyri. Spáð sé betra veðri en í dag. Bjarni segir spenning vera í Grímseyingum nú í aðdraganda kosninga og hvetur fólk endilega til að nýta kosningaréttinn. „Kosningaþátttakan í Grímsey hefur verið góð en nú í seinni tíð er fólkið miklu meira á ferðinni en áður fyrr. Nú hefur maður ekki hugmynd um hvenær fólk er að koma eða fara. Það eru því margir sem kjósa utankjörfundar,“ segir Bjarni. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Það eru víst öll ráð til að bjarga öllu eða flestu nú orðið. Sem betur fer,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrum hreppstjóri í Grímsey, eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til að koma kjörseðlum til Grímseyjar. Ljóst var að hvorki var hægt að koma þeim út í eyjuna með ferjunni eða flugi vegna veðurs.RÚV greindi frá þessu en samkvæmt lögum er ekki hægt að birta úrslit kosninga fyrr en öllum kjördeildum hefur verið lokað, en ef kjósendur fá ekki kjörgögn er kjördeild ekki starfhæf. 53 eru nú á kjörskrá í Grímsey. „Það átti að senda kjörseðlana með ferjunni en það er versta rok þannig að hún komst ekki. Þyrlan mun fljúga með þá frá Dalvík og kemur um klukkan fjögur. Við verðum að athuga að það er haust og allra veðra von. Vanalega er kosið á vorin og veður skaplegra,“ segir Bjarni sem hefur haldið utan um framkvæmd kosninga í Grímsey frá árinu 1969. Hann segir að mikið sé að gera við undirbúning nú daginn fyrir kosningar. Kjördeildin verður opnuð klukkan níu í fyrramálið og hvetur hann Grímseyinga til að kjósa snemma. „Ég vona að fólk taki tillit til þess.“ Vonast er til að hægt verði að fljúga út í eyjuna á morgun þannig að koma megi kjörseðlum til yfirkjörstjórnar á Akureyri. Spáð sé betra veðri en í dag. Bjarni segir spenning vera í Grímseyingum nú í aðdraganda kosninga og hvetur fólk endilega til að nýta kosningaréttinn. „Kosningaþátttakan í Grímsey hefur verið góð en nú í seinni tíð er fólkið miklu meira á ferðinni en áður fyrr. Nú hefur maður ekki hugmynd um hvenær fólk er að koma eða fara. Það eru því margir sem kjósa utankjörfundar,“ segir Bjarni.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira