Skýrsla Kidda Gun: Fjögurra mínútna dvöl í helvíti Kristinn Geir Friðriksson skrifar 28. október 2016 08:30 Kristinn Geir Friðriksson. Eftir þrjá tapleiki í röð náðu nýliðarnir úr Þór Akureyri loksins að knýja fram góðan sigur, og það á útivelli gegn Grindavík. Þetta var langt í frá auðveldur sigur, þrátt fyrir frábæra spilamennsku í upphafi leiks, því tólf stiga forskot liðsins þurrkaðist út á aðeins nokkrum mínútum í öðrum hluta og staðan í hálfleik 48-44. Þrátt fyrir að hafa næstum misst hausinn náðu liðsmenn Þórs að endurræsa sig með hvelli í seinni hálfleik og sigra örugglega, 85-97, og þungu fargi augljóslega létt af leikmönnum og þjálfara liðsins.Ótrúlegur viðsnúningur heimamanna Fyrri hálfleikur var sérlega kaflaskiptur; Þór hafði frumkvæðið á fyrstu þrettán mínútum leiksins og lét svo heimamönnum eftir stjórnartaumana um stundarsakir. Þessar fyrstu mínútur var sóknarleikur Þórs mjög beittur; Darrel Lewis, Danero Thomas og Jalen Ross Riley gátu alltof oft tekið sína menn á og skorað með lítilli fyrirhöfn. Varnarmenn Grindavíkur gáfu þeim of mikið pláss, sem þeir nýttu vel. Hjálparvörnin var léleg hjá heimamönnum og í fyrsta hluta skorar þetta þríeyki öll stig hlutans, eða 25 samtals. Þrátt fyrir að leiða aðeins með nokkrum stigum þá litu gestirnir einfaldlega mun betur út í sínum aðgerðum og ljóst að eitthvað þurfti að breytast í búðum heimamanna. Þegar svo hinum netta þórsara,Tryggva Snæ Hlynasyni, var skipt útaf eftir rúmar þrettán mínútur hófst skuldaleiðrétting heimamanna; vörnin þéttist verulega þannig að opnu skot Þórsara sáust sjaldnar. Sóknarleikur Grindvíkinga umbreyttist á sama tíma. Þegar Tryggvi sat á bekknum komust heimamenn mun aðveldar upp að körfunni og þetta nýttu þeir sér vel. Á aðeins nokkrum mínútum breytti Grindavík stöðunni úr 21-33 í 48-44, sem urðu hálfleikstölur.Kutar sem misstu bitið Grindvíkingar náðu ekki að fylgja frábærum kafla eftir. Í stað þess að nýta góðan meðbyr við upphaf seinni hálfleiks gerðu heimamenn aðeins nóg til að halda í við Þórsara og þriðji hluti því nokkuð jafn þar sem liðin skiptust á forystu. Leikmenn Grindavíkur virkuðu þreyttir undir lok þriðja og Jóhann Ólafsson þjálfari liðsins tók á það ráð að skipta Lewis Clinch, Ómari Sævarssyni og Ólafi Ólafssyni útaf þegar um þrjár mínútur lifðu af hlutanum en þessir menn voru lykilmenn í góðum kafla liðsins. Leikur Grindavíkur riðlaðist töluvert við þetta og þurftu heimamenn að sætta sig við að vera undir, 65-69, þegar lokafjórðungur hófst.Vísir/EyþórBlússandi hress sóknarleikur Á fyrstu fjórum mínútum lokafjórðungsins gerðu svo Þórsarar útum leikinn með frábærum varnarleik og hugrökkum sóknarleik. Staðan þegar sex mínútur lifðu leiks var skyndilega orðin 70-89 og Þórsarar léku á alls oddi. Danero Thomas, Tryggvi Hlynason, Ragnar Helgi Friðriksson og Ingvi Rafn Ingvarsson léku mjög vel og lögðu grunninn að sigrinum á þessum kafla. Grindvíkingar áttu engin svör við blússandi hressum sóknarleik Þórs og áttu í stökustu vandræðum með að komast í góð skotfæri, þá sérstaklega í teignum, þar sem Thomas og Tryggvi vörðu skot eins og þeim hafi verið sérstaklega borgað fyrir það. Áhlaupstilraunir heimamanna komu seint og voru aldrei nægilega beittar því vörnin var hriplek á meðan þeirri baráttu stóð. Lokamínúturnar voru því aldrei spennandi; Þórsliðið spilaði af yfirvegun og skynsemi þegar á þurfti að halda í sókn og gerðu heimamönnum erfitt fyrir að fá auðveldar körfur á sama tíma.Vísir/EyþórGrindavík loftlaust eftir góða byrjun? Tveir sigurleikir af fjórum hefði líklega ekki hljómað illa í eyru Grindvíkinga fyrir mót. Góð byrjun þeirra virtist endurspegla andlegt jafnvægi innan liðsins og leikgleði í upphafi en tveir síðustu leikir hafa verið nokkurs konar andhverfa þeirra og andlegt skipsbrot þeirra gegn KR í síðustu umferð vottorð þess. Ósigurinn í gær var ákveðið framhald af þeim leik; leikmenn náðu góðum spretti sem sprakk svo á endanum með þeim afleiðingum að þeir stóðu ráðalausir eftir og alveg undir oki andstæðingsins settir. Lykilmenn liðsins, Clinch, Þorleifur, Ólafur og Ómar gerðu margt vel en fengu litla aðstoð. Hamid Dicko átti flotta innkomu en það dugði skammt. Jóhann þjálfari liðsins sagði eftir leik að liðið hafi skort verulega orku og kraft í leiknum. Þar liggur stór partur að mínu viti því eftir að hafa tekið öll völd á vellinum hrundi leikur liðsins eins og spilaborg og Þórsarar áttu í engum vandræðum með að hrifsa völdin aftur af þeim. Loftið úr síðasta leik Grindavíkur virðist ekki hafa verið hreinsað nægilega vel; annað hvort var notað ódýrt þvottaduft eða menn ekki haldið að þeir væru skítugir eftir þá útreið! Hvort eður ei, liggur ljóst fyrir að liðið á eitthvað í land ef það ætlar að blanda sér í baráttu efstu liða. Bekkurinn er of grunnur og það sást vel í þessum leik; lykilmenn urðu áberandi þreyttir og nutu ekki nægilegrar aðstoðar af bekk. Þessi leikur var spegilmynd af því hvernig ég sé tímabilið spilast hjá óbreyttu Grindavíkurliði; einn eða tveir góðir sprettir sem endast stutt því breiddin leyfir ekki meira. Fyrsti spretturinn er búinn og nýjabrumið virðist skolað af liðinu og leikmenn þurfa líklega að finna jarðtenginguna aftur sem einkenndi leik liðsins í upphafi móts.Tryggvi Snær.Vísir/StefánÞór á „stjórnlausu“ skriði? Hungrið í nýliðum að vinna sinn fyrsta leik er vart hægt að ofmeta og klárt að Þórsarar voru orðnir langeygðir eftir honum. Liðið búið að spila hörkuleiki, spennandi og dramatíska, og tapað öllum þremur þeirra! Mikilvægi sigursins er ekki hægt að mæla og aðeins leikmenn og þjálfari liðsins sem geta metið það þegar á líður. Það mátti ekki miklu muna fyrir Þór því leikur þeirra var í raun ekki mjög öflugur ef rýnt er nánar í hann; sóknarleikur liðsins var meira einstaklingsframtak en liðsspilamennska, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Þó liðsheildin hafi náð góðum kafla til að loka leiknum í seinni hálfleik þá voru uppi teikn sem bentu mér á hversu brotthætt liðið er. Lewis, Thomas og Riley báru sóknina uppi á löngum köflum í fyrri hálfleik en í þeim síðari snarbatnaði liðsholningin og leikmenn eins og Ingvi Rafn, Tryggvi Snær og Ragnar Helgi Friðriksson náðu að blómstra.Jalen Ross Riley, sem var áberandi í fyrri hálfleiknum, sást lítið í seinni. Þetta er ekki áhyggjuefni í mínum huga. Það sem ég myndi hafa áhyggjur af er liðsstjórnin á vellinum; sóknarleikur liðsins réðist oft á tilviljunum eða hvort vængmenn liðsins voru heitir eður ei. Sóknarkerfin voru ekki sannfærandi, þrátt fyrir að hafa skorað næstum 100 stig. Liðið vill spila hratt, eins og Benedikt Guðmundsson er þekktur fyrir, og slíkt er oftar en ekki tvíeggja sverð. Þegar vel gengur er tóm hamingja en stundum renna menn á sverðinu og fá slæman skurð. Þetta gerðist í leiknum og máttu Þórsarar þakka getuleysi andstæðingsins að ekki hafi illa farið. Það verður hinsvegar ekki tekið af gestunum að þeir vildu sigurinn meira og sóttu hann af áfergju og miklum myndarskap með liðsheildina að vopni. Varnarleikur liðsins var góður lengst af og munaði þar mest um Tryggva og Thomas í miðju varnarinnar sem breyttu vel flestum skotum heimamanna en maður leiksins var Danero Thomas sem átti frábæran leik á báðum endum vallarins. Dominos-deild karla Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Sjá meira
Eftir þrjá tapleiki í röð náðu nýliðarnir úr Þór Akureyri loksins að knýja fram góðan sigur, og það á útivelli gegn Grindavík. Þetta var langt í frá auðveldur sigur, þrátt fyrir frábæra spilamennsku í upphafi leiks, því tólf stiga forskot liðsins þurrkaðist út á aðeins nokkrum mínútum í öðrum hluta og staðan í hálfleik 48-44. Þrátt fyrir að hafa næstum misst hausinn náðu liðsmenn Þórs að endurræsa sig með hvelli í seinni hálfleik og sigra örugglega, 85-97, og þungu fargi augljóslega létt af leikmönnum og þjálfara liðsins.Ótrúlegur viðsnúningur heimamanna Fyrri hálfleikur var sérlega kaflaskiptur; Þór hafði frumkvæðið á fyrstu þrettán mínútum leiksins og lét svo heimamönnum eftir stjórnartaumana um stundarsakir. Þessar fyrstu mínútur var sóknarleikur Þórs mjög beittur; Darrel Lewis, Danero Thomas og Jalen Ross Riley gátu alltof oft tekið sína menn á og skorað með lítilli fyrirhöfn. Varnarmenn Grindavíkur gáfu þeim of mikið pláss, sem þeir nýttu vel. Hjálparvörnin var léleg hjá heimamönnum og í fyrsta hluta skorar þetta þríeyki öll stig hlutans, eða 25 samtals. Þrátt fyrir að leiða aðeins með nokkrum stigum þá litu gestirnir einfaldlega mun betur út í sínum aðgerðum og ljóst að eitthvað þurfti að breytast í búðum heimamanna. Þegar svo hinum netta þórsara,Tryggva Snæ Hlynasyni, var skipt útaf eftir rúmar þrettán mínútur hófst skuldaleiðrétting heimamanna; vörnin þéttist verulega þannig að opnu skot Þórsara sáust sjaldnar. Sóknarleikur Grindvíkinga umbreyttist á sama tíma. Þegar Tryggvi sat á bekknum komust heimamenn mun aðveldar upp að körfunni og þetta nýttu þeir sér vel. Á aðeins nokkrum mínútum breytti Grindavík stöðunni úr 21-33 í 48-44, sem urðu hálfleikstölur.Kutar sem misstu bitið Grindvíkingar náðu ekki að fylgja frábærum kafla eftir. Í stað þess að nýta góðan meðbyr við upphaf seinni hálfleiks gerðu heimamenn aðeins nóg til að halda í við Þórsara og þriðji hluti því nokkuð jafn þar sem liðin skiptust á forystu. Leikmenn Grindavíkur virkuðu þreyttir undir lok þriðja og Jóhann Ólafsson þjálfari liðsins tók á það ráð að skipta Lewis Clinch, Ómari Sævarssyni og Ólafi Ólafssyni útaf þegar um þrjár mínútur lifðu af hlutanum en þessir menn voru lykilmenn í góðum kafla liðsins. Leikur Grindavíkur riðlaðist töluvert við þetta og þurftu heimamenn að sætta sig við að vera undir, 65-69, þegar lokafjórðungur hófst.Vísir/EyþórBlússandi hress sóknarleikur Á fyrstu fjórum mínútum lokafjórðungsins gerðu svo Þórsarar útum leikinn með frábærum varnarleik og hugrökkum sóknarleik. Staðan þegar sex mínútur lifðu leiks var skyndilega orðin 70-89 og Þórsarar léku á alls oddi. Danero Thomas, Tryggvi Hlynason, Ragnar Helgi Friðriksson og Ingvi Rafn Ingvarsson léku mjög vel og lögðu grunninn að sigrinum á þessum kafla. Grindvíkingar áttu engin svör við blússandi hressum sóknarleik Þórs og áttu í stökustu vandræðum með að komast í góð skotfæri, þá sérstaklega í teignum, þar sem Thomas og Tryggvi vörðu skot eins og þeim hafi verið sérstaklega borgað fyrir það. Áhlaupstilraunir heimamanna komu seint og voru aldrei nægilega beittar því vörnin var hriplek á meðan þeirri baráttu stóð. Lokamínúturnar voru því aldrei spennandi; Þórsliðið spilaði af yfirvegun og skynsemi þegar á þurfti að halda í sókn og gerðu heimamönnum erfitt fyrir að fá auðveldar körfur á sama tíma.Vísir/EyþórGrindavík loftlaust eftir góða byrjun? Tveir sigurleikir af fjórum hefði líklega ekki hljómað illa í eyru Grindvíkinga fyrir mót. Góð byrjun þeirra virtist endurspegla andlegt jafnvægi innan liðsins og leikgleði í upphafi en tveir síðustu leikir hafa verið nokkurs konar andhverfa þeirra og andlegt skipsbrot þeirra gegn KR í síðustu umferð vottorð þess. Ósigurinn í gær var ákveðið framhald af þeim leik; leikmenn náðu góðum spretti sem sprakk svo á endanum með þeim afleiðingum að þeir stóðu ráðalausir eftir og alveg undir oki andstæðingsins settir. Lykilmenn liðsins, Clinch, Þorleifur, Ólafur og Ómar gerðu margt vel en fengu litla aðstoð. Hamid Dicko átti flotta innkomu en það dugði skammt. Jóhann þjálfari liðsins sagði eftir leik að liðið hafi skort verulega orku og kraft í leiknum. Þar liggur stór partur að mínu viti því eftir að hafa tekið öll völd á vellinum hrundi leikur liðsins eins og spilaborg og Þórsarar áttu í engum vandræðum með að hrifsa völdin aftur af þeim. Loftið úr síðasta leik Grindavíkur virðist ekki hafa verið hreinsað nægilega vel; annað hvort var notað ódýrt þvottaduft eða menn ekki haldið að þeir væru skítugir eftir þá útreið! Hvort eður ei, liggur ljóst fyrir að liðið á eitthvað í land ef það ætlar að blanda sér í baráttu efstu liða. Bekkurinn er of grunnur og það sást vel í þessum leik; lykilmenn urðu áberandi þreyttir og nutu ekki nægilegrar aðstoðar af bekk. Þessi leikur var spegilmynd af því hvernig ég sé tímabilið spilast hjá óbreyttu Grindavíkurliði; einn eða tveir góðir sprettir sem endast stutt því breiddin leyfir ekki meira. Fyrsti spretturinn er búinn og nýjabrumið virðist skolað af liðinu og leikmenn þurfa líklega að finna jarðtenginguna aftur sem einkenndi leik liðsins í upphafi móts.Tryggvi Snær.Vísir/StefánÞór á „stjórnlausu“ skriði? Hungrið í nýliðum að vinna sinn fyrsta leik er vart hægt að ofmeta og klárt að Þórsarar voru orðnir langeygðir eftir honum. Liðið búið að spila hörkuleiki, spennandi og dramatíska, og tapað öllum þremur þeirra! Mikilvægi sigursins er ekki hægt að mæla og aðeins leikmenn og þjálfari liðsins sem geta metið það þegar á líður. Það mátti ekki miklu muna fyrir Þór því leikur þeirra var í raun ekki mjög öflugur ef rýnt er nánar í hann; sóknarleikur liðsins var meira einstaklingsframtak en liðsspilamennska, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Þó liðsheildin hafi náð góðum kafla til að loka leiknum í seinni hálfleik þá voru uppi teikn sem bentu mér á hversu brotthætt liðið er. Lewis, Thomas og Riley báru sóknina uppi á löngum köflum í fyrri hálfleik en í þeim síðari snarbatnaði liðsholningin og leikmenn eins og Ingvi Rafn, Tryggvi Snær og Ragnar Helgi Friðriksson náðu að blómstra.Jalen Ross Riley, sem var áberandi í fyrri hálfleiknum, sást lítið í seinni. Þetta er ekki áhyggjuefni í mínum huga. Það sem ég myndi hafa áhyggjur af er liðsstjórnin á vellinum; sóknarleikur liðsins réðist oft á tilviljunum eða hvort vængmenn liðsins voru heitir eður ei. Sóknarkerfin voru ekki sannfærandi, þrátt fyrir að hafa skorað næstum 100 stig. Liðið vill spila hratt, eins og Benedikt Guðmundsson er þekktur fyrir, og slíkt er oftar en ekki tvíeggja sverð. Þegar vel gengur er tóm hamingja en stundum renna menn á sverðinu og fá slæman skurð. Þetta gerðist í leiknum og máttu Þórsarar þakka getuleysi andstæðingsins að ekki hafi illa farið. Það verður hinsvegar ekki tekið af gestunum að þeir vildu sigurinn meira og sóttu hann af áfergju og miklum myndarskap með liðsheildina að vopni. Varnarleikur liðsins var góður lengst af og munaði þar mest um Tryggva og Thomas í miðju varnarinnar sem breyttu vel flestum skotum heimamanna en maður leiksins var Danero Thomas sem átti frábæran leik á báðum endum vallarins.
Dominos-deild karla Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Sjá meira