Samkeppni rokkar Dóra Sif Tynes skrifar 28. október 2016 07:00 Allt frá því að EES-samningurinn færði okkur samkeppnisreglur hafa stjórnmálin átt í nokkurs konar ást-hatur sambandi við það mikilvæga regluverk. Á tyllidögum eru flestir flokkar hlynntir samkeppni enda ekki vænlegt til vinsælda að amast við reglum sem snúast um að hámarka velsæld neytenda. Hugmyndin um fullkomna samkeppni snýst jú um hámörkun gæða, lægra vöruverð fyrir neytendur án þess að fórnað sé hvötum til nýsköpunar og framþróunar. Vegna breyskleika mannanna verður þó takmarkinu um fullkomna samkeppni ekki náð nema um starfsemi fyrirtækja á markaði gildi sterkt, gagnsætt og óvilhalt regluverk. Sömu reglur gildi fyrir alla og stundum þarf að tempra áhrif þeirra stóru með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Almennar og gagnsæar reglur duga þó ekki til ef stjórnvöld víkja þeim til hliðar með sértækum aðgerðum. Hér á landi eigum við langa sögu um sértækar aðgerðir stjórnvalda á markaði sem farist hafa misvel. Til dæmis má nefna orkusamninga sem ekki mæta arðsemiskröfum og skattaívilnanir með óljósum árangri að því er varðar fjölgun starfa eða nýsköpun. Þess vegna er sá hluti samkeppnisreglna EES-samningsins sem snýr að ríkisaðstoð við fyrirtæki gríðarlega mikilvægur. Í raun má segja að ríkisaðstoðarreglur snúist um tvennt; að tryggja að samkeppni sé ekki ógnað og að opinberum fjármunum sé varið með skynsamlegum hætti. Stjórnvöld eiga því ekki að líta á ríkisaðstoðarreglurnar sem ógn heldur frekar sem skynsamlegan vegvísi í ákvörðunartöku. Sitja ekki við sama borð Nýlega hefur svokölluð þunn eiginfjármögnun verið í umræðunni. Vegna glufa í skattalöggjöfinni hafa erlend fyrirtæki getað komist hjá skattgreiðslum af arði. Sum þeirra hafa jafnvel notið opinbers stuðnings í formi ívilnana og sértækra samninga. Þetta ástand er ekki bara alvarlegt fyrir þær sakir að við missum mikilvægar tekjur sem ella væri varið til samneyslunnar heldur einnig vegna þess að samkeppni á markaði er ógnað. Menn sitja ekki við sama borð. Það má því færa fyrir því rök að athafnaleysi stjórnmálanna að þessu leyti sé að minnsta kosti ígildi ríkisaðstoðar. Framkvæmdastjórn ESB hefur á sviði ríkisaðstoðar einmitt verið að beina sjónum sínum í ríkari mæli að skattalöggjöf aðildarríkja ESB eins og ákvörðun um ívilnanir Írlands gagnvart Apple fyrirtækinu sýna. Einkunnarorð Viðreisnar í þessum kosningum eru almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Við viljum gera nauðsynlegar kerfisbreytingar til þess að gera samfélagið okkar betra, breytingar sem stjórnmálin hafa hingað til ekki getað ráðist í. Kannski ættum við að byrja á skattinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Dóra Sif Tynes Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Allt frá því að EES-samningurinn færði okkur samkeppnisreglur hafa stjórnmálin átt í nokkurs konar ást-hatur sambandi við það mikilvæga regluverk. Á tyllidögum eru flestir flokkar hlynntir samkeppni enda ekki vænlegt til vinsælda að amast við reglum sem snúast um að hámarka velsæld neytenda. Hugmyndin um fullkomna samkeppni snýst jú um hámörkun gæða, lægra vöruverð fyrir neytendur án þess að fórnað sé hvötum til nýsköpunar og framþróunar. Vegna breyskleika mannanna verður þó takmarkinu um fullkomna samkeppni ekki náð nema um starfsemi fyrirtækja á markaði gildi sterkt, gagnsætt og óvilhalt regluverk. Sömu reglur gildi fyrir alla og stundum þarf að tempra áhrif þeirra stóru með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Almennar og gagnsæar reglur duga þó ekki til ef stjórnvöld víkja þeim til hliðar með sértækum aðgerðum. Hér á landi eigum við langa sögu um sértækar aðgerðir stjórnvalda á markaði sem farist hafa misvel. Til dæmis má nefna orkusamninga sem ekki mæta arðsemiskröfum og skattaívilnanir með óljósum árangri að því er varðar fjölgun starfa eða nýsköpun. Þess vegna er sá hluti samkeppnisreglna EES-samningsins sem snýr að ríkisaðstoð við fyrirtæki gríðarlega mikilvægur. Í raun má segja að ríkisaðstoðarreglur snúist um tvennt; að tryggja að samkeppni sé ekki ógnað og að opinberum fjármunum sé varið með skynsamlegum hætti. Stjórnvöld eiga því ekki að líta á ríkisaðstoðarreglurnar sem ógn heldur frekar sem skynsamlegan vegvísi í ákvörðunartöku. Sitja ekki við sama borð Nýlega hefur svokölluð þunn eiginfjármögnun verið í umræðunni. Vegna glufa í skattalöggjöfinni hafa erlend fyrirtæki getað komist hjá skattgreiðslum af arði. Sum þeirra hafa jafnvel notið opinbers stuðnings í formi ívilnana og sértækra samninga. Þetta ástand er ekki bara alvarlegt fyrir þær sakir að við missum mikilvægar tekjur sem ella væri varið til samneyslunnar heldur einnig vegna þess að samkeppni á markaði er ógnað. Menn sitja ekki við sama borð. Það má því færa fyrir því rök að athafnaleysi stjórnmálanna að þessu leyti sé að minnsta kosti ígildi ríkisaðstoðar. Framkvæmdastjórn ESB hefur á sviði ríkisaðstoðar einmitt verið að beina sjónum sínum í ríkari mæli að skattalöggjöf aðildarríkja ESB eins og ákvörðun um ívilnanir Írlands gagnvart Apple fyrirtækinu sýna. Einkunnarorð Viðreisnar í þessum kosningum eru almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Við viljum gera nauðsynlegar kerfisbreytingar til þess að gera samfélagið okkar betra, breytingar sem stjórnmálin hafa hingað til ekki getað ráðist í. Kannski ættum við að byrja á skattinum.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun