Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar Bryndís Haraldsdóttir skrifar 28. október 2016 07:00 Á Íslandi þrífst öflugt atvinnulíf, mikilvægt er að svo verði áfram. Auka þarf nýsköpun og framleiðni á öllum sviðum atvinnulífsins, það tryggir aukna fjölbreytni. Til að svo geti orðið þarf atvinnulífið að búa við skýrt og stöðugt starfsumhverfi. Sjávarútvegurinn er dæmi um atvinnugrein sem hefur staðið sig mjög vel í nýsköpun. Hráefnisnýting hefur aukist til muna og framleiðnin er góð, enda er íslenskur sjávarútvegur í fremstu röð á heimsvísu, jafnt hvað varðar gæði, sjálfbærni, þróun og arðsemi. Í kringum sjávarútveginn hefur spunnist fjöldi fyrirtækja og viðskiptahugmynda sem ganga út á að fullnýta afurðir, t.d. í tísku-, lyfja- og heilsuiðnaðinum.Menning og atvinnulífið Í listum og menningu liggja fjöldi tækifæra sem tengjast öðrum atvinnugreinum. Aukinn ferðamannastraumur til landsins skapar tækifæri. Íslensk matarmenning og upplifun í tengslum við íslenska náttúru spila þarna stórt hlutverk. Kvikmynda- og tónlistariðnaðurinn hafa lagt mikið af mörkum við að efla menningarlíf Íslendinga . Aðrar skapandi greinar eins og ritlist, myndlist og hönnun á ýmsum sviðum eru vaxandi og gróskumikill hluti atvinnulífsins. Tækifærin eru alls staðar og þau þarf að virkja.Tækniframfarir upplýsingaaldarinnar Mörg af stærstu fyrirtækjum dagsins í dag voru ekki til fyrir 10 árum síðan, þetta eru fyrirtæki á sviði tækni og starfrænna tæknilausna. Hraðar tækninýjungar og breytt viðhorf munu valda miklum þjóðfélagsbreytingum á Íslandi á næstu áratugum. Við þurfum að tileinka okkur þessar breytingar og stjórnvöld þurfa að greiða fyrir þessum breytingum bæði í atvinnulífinu og skólakerfinu. Við sjálfstæðismenn viljum að á Íslandi þrífist fjölbreytt og alþjóðlegt atvinnulíf þar sem atvinnuvegirnir styðja hverjir aðra og stuðla að blómlegu þjóðlífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi þrífst öflugt atvinnulíf, mikilvægt er að svo verði áfram. Auka þarf nýsköpun og framleiðni á öllum sviðum atvinnulífsins, það tryggir aukna fjölbreytni. Til að svo geti orðið þarf atvinnulífið að búa við skýrt og stöðugt starfsumhverfi. Sjávarútvegurinn er dæmi um atvinnugrein sem hefur staðið sig mjög vel í nýsköpun. Hráefnisnýting hefur aukist til muna og framleiðnin er góð, enda er íslenskur sjávarútvegur í fremstu röð á heimsvísu, jafnt hvað varðar gæði, sjálfbærni, þróun og arðsemi. Í kringum sjávarútveginn hefur spunnist fjöldi fyrirtækja og viðskiptahugmynda sem ganga út á að fullnýta afurðir, t.d. í tísku-, lyfja- og heilsuiðnaðinum.Menning og atvinnulífið Í listum og menningu liggja fjöldi tækifæra sem tengjast öðrum atvinnugreinum. Aukinn ferðamannastraumur til landsins skapar tækifæri. Íslensk matarmenning og upplifun í tengslum við íslenska náttúru spila þarna stórt hlutverk. Kvikmynda- og tónlistariðnaðurinn hafa lagt mikið af mörkum við að efla menningarlíf Íslendinga . Aðrar skapandi greinar eins og ritlist, myndlist og hönnun á ýmsum sviðum eru vaxandi og gróskumikill hluti atvinnulífsins. Tækifærin eru alls staðar og þau þarf að virkja.Tækniframfarir upplýsingaaldarinnar Mörg af stærstu fyrirtækjum dagsins í dag voru ekki til fyrir 10 árum síðan, þetta eru fyrirtæki á sviði tækni og starfrænna tæknilausna. Hraðar tækninýjungar og breytt viðhorf munu valda miklum þjóðfélagsbreytingum á Íslandi á næstu áratugum. Við þurfum að tileinka okkur þessar breytingar og stjórnvöld þurfa að greiða fyrir þessum breytingum bæði í atvinnulífinu og skólakerfinu. Við sjálfstæðismenn viljum að á Íslandi þrífist fjölbreytt og alþjóðlegt atvinnulíf þar sem atvinnuvegirnir styðja hverjir aðra og stuðla að blómlegu þjóðlífi.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar