Sport

Gunnar hreifst af frammistöðu Conor

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Nelson og Conor McGregor.
Gunnar Nelson og Conor McGregor. vísir/getty
Conor McGregor náði að hefna ófaranna gegn Nate Diaz þegar kapparnir mættust á UFC 202 í ágúst í sumar.

Diaz hafði unnið McGregor fyrr á þessu ári en Írinn var þá ósigraður á ferli sínum í UFC-bardagadeildinni.

McGregor er ein allra skærasta stjarna bardagaíþrótta í dag og fékk því bardaginn mikla athygli, ekki síst þar sem að McGregor hafði lýst því yfir fyrr í sumar að hann væri hættur að berjast þegar hann dvaldi hér á landi.

Sjá einnig: Conor segist vera hættur

McGregor náði aftur sáttum við UFC og vann Diaz þann 20. ágúst eftir dómaraákvörðun.

Gunnar Nelson, æfingafélagi og góðvinur Conor, segir að hann hafi hrifist af frammistöðu McGregor.

„Þetta fór eins og ég bjóst við. Hann náði góðri forystu í fyrstu tveimur lotunum en þá fór þreytan að segja til sín,“ sagði Gunnar í samtali við enska dagblaðið Daily Star.

„Það hentar Diaz vel. Þegar það fer að hægja á bardaganum þá fer hann í gagn. Hann er vanur því að berjast við slíkar aðstæður.“

Sjá einnig: Conor: Aldo vill ekki berjast við mig

Eftir að McGregor hafði verið mjög sannfærandi í fyrstu lotunum komst Diaz nálægt því hafa betur á síðari stigum bardagans.

„Conor kom til baka og náði að halda sér inni í bardaganum. Hann barðist við Diaz þar sem hann er upp á sitt besta og hafði betur. Mér fannst mikið til þess koma.“

Gunnar Nelson er nú að jafna sig eftir slæm ökklameiðsli sem hann varð fyrir fyrr í þessum mánuði. Af þeim sökum getur hann ekki barist á bardagakvöldi UFC í Belfast í næsta mánuði, líkt og stóð  til.

Sjá einnig: Gunnar: Ég var alveg niðurbrotinn

MMA

Tengdar fréttir

Conor náði fram hefndum í ótrúlegum bardaga

UFC 202 fór fram í nótt þar sem þeir Conor McGregor og Nate Diaz mættust í ótrúlegum bardaga. Conor McGregor tókst að hefna fyrir tapið í mars með sigri eftir dómaraákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×