NBA: Russell Westbrook hélt ró sinni og leiddi sína menn til sigurs | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2016 07:00 Russell Westbrook var allt í öllu í fyrsta leik Oklahoma City Thunder án Kevin Durant og sá öðrum fremur til þess að liðið byrjaði NBA-tímabilið á sigri. 50 stig frá Anthony Davis voru hinsvegar ekki nóg fyrir New Orleans Pelicans. Indiana Pacers vann Dallas Mavericks í fyrsta framlengda leik tímabilsins og bæði Los Angeles Lakers og Boston Celtics unnu sína leiki. DeMar DeRozan skoraði 40 stig í fyrsta leik Toronto Raptors og setti með því met.Russell Westbrook vantaði bara eina stoðsendingu upp á þrennuna þegar Oklahoma City Thunder vann 103-97 útisigur á Philadelphia 76ers. Westbrook var með 32 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar í fyrsta leiknum eftir brotthvarf Kevin Durant. Westbrook hélt líka ró sinni þegar stuðningsmaður Philadelphia sýndi honum báða fingurna í fyrsta leikhlutanum. Rétt viðbrögð hans og frammistaða lofa góðu fyrir tímabilið. Joel Embiid skoraði 20 stig á 22 mínútum fyrir lið Philadelphia 76ers en Embiid gat ekki spilað fyrstu tvö árin sín í deildinni vegna meiðsla. Þetta var því fyrsti leikurinn hans í deildinni.Myles Turner skoraði 30 stig og tók 16 fráköst þegar Indiana Pacers vann 130-121 sigur á Dallas Mavericks í framlengdum leik. Paul George bætti við 25 stigum en Deron Williams skoraði 25 stig fyrir Dallas og þeir J.J. Barea og Dirk Nowitzki voru með 22 stig hvor.Jordan Clarkson skoraði 12 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Los Angeles Lakers vann 120-114 sigur á Houston Rockets í fyrsta leik Lakers undir stjórn Luke Walton. D'Angelo Russell skoraði 20 stig og Julius Randle var með 18 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar í fyrsta leik Lakers eftir að Kobe Bryant lagði skóna á hilluna. James Harden var með 34 stig, 17 stoðsendingar og 8 fráköst fyrir Houston Rockets en dugði ekki.Isaiah Thomas fór fyrir liði Boston Celtics í 122-117 sigri á Brooklyn Nets en hann var með 25 stig og 9 stoðsendingar. Jae Crowder skoraði 21 stig og Al Horford var með 11 stig í fyrsta leik sínum fyrir Boston. Justin Hamilton var atkvæðamestur hjá Brooklyn Nets með 19 stig og 10 fráköst.DeMar DeRozan skoraði 40 stig og var með 32 stig þegar Toronto Raptors vann 109-91 sigur á Detroit Pistons. DeRozan hitti úr 17 af 27 skotum sínum utan af velli og öllum sex vítunum. Hann bætti met Vince Carter frá 2003 en enginn Toronto-leikmaður hefur nú skorað fleiri stig í fyrsta leik tímabilsins. Tobias Harris var stigahæstur hjá Detroit með 22 stig.Anthony Davis átti magnaðan leik fyrir New Orleans Pelicans en það dugði ekki til því liðið tapaði 107-102 á heimavelli á móti Denver Nuggets. Anthony Davis var með 50 stig, 16 fráköst, 7 stolna bolta, 5 stoðsendingar og 4 varin skot í leiknum en restin af Pelicans-liðinu hitti aðeins úr 21 af 58 skotum. Jusuf Nurkic skoraði 32 stig fyrir Denver og Will Barton bætti við 22 stigum.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Houston Rockets 120-114 Phoenix Suns - Sacramento Kings 94-113 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 102-98 Milwaukee Bucks - Charlotte Hornets 96-107 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 102-107 Philadelphia 76ers - Oklahoma City Thunder 97-103 Boston Celtics - Brooklyn Nets 122-117 Toronto Raptors - Detroit Pistons 109-91 Indiana Pacers - Dallas Mavericks 130-121 (115-115) Orlando Magic - Miami Heat 96-108 NBA Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Russell Westbrook var allt í öllu í fyrsta leik Oklahoma City Thunder án Kevin Durant og sá öðrum fremur til þess að liðið byrjaði NBA-tímabilið á sigri. 50 stig frá Anthony Davis voru hinsvegar ekki nóg fyrir New Orleans Pelicans. Indiana Pacers vann Dallas Mavericks í fyrsta framlengda leik tímabilsins og bæði Los Angeles Lakers og Boston Celtics unnu sína leiki. DeMar DeRozan skoraði 40 stig í fyrsta leik Toronto Raptors og setti með því met.Russell Westbrook vantaði bara eina stoðsendingu upp á þrennuna þegar Oklahoma City Thunder vann 103-97 útisigur á Philadelphia 76ers. Westbrook var með 32 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar í fyrsta leiknum eftir brotthvarf Kevin Durant. Westbrook hélt líka ró sinni þegar stuðningsmaður Philadelphia sýndi honum báða fingurna í fyrsta leikhlutanum. Rétt viðbrögð hans og frammistaða lofa góðu fyrir tímabilið. Joel Embiid skoraði 20 stig á 22 mínútum fyrir lið Philadelphia 76ers en Embiid gat ekki spilað fyrstu tvö árin sín í deildinni vegna meiðsla. Þetta var því fyrsti leikurinn hans í deildinni.Myles Turner skoraði 30 stig og tók 16 fráköst þegar Indiana Pacers vann 130-121 sigur á Dallas Mavericks í framlengdum leik. Paul George bætti við 25 stigum en Deron Williams skoraði 25 stig fyrir Dallas og þeir J.J. Barea og Dirk Nowitzki voru með 22 stig hvor.Jordan Clarkson skoraði 12 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Los Angeles Lakers vann 120-114 sigur á Houston Rockets í fyrsta leik Lakers undir stjórn Luke Walton. D'Angelo Russell skoraði 20 stig og Julius Randle var með 18 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar í fyrsta leik Lakers eftir að Kobe Bryant lagði skóna á hilluna. James Harden var með 34 stig, 17 stoðsendingar og 8 fráköst fyrir Houston Rockets en dugði ekki.Isaiah Thomas fór fyrir liði Boston Celtics í 122-117 sigri á Brooklyn Nets en hann var með 25 stig og 9 stoðsendingar. Jae Crowder skoraði 21 stig og Al Horford var með 11 stig í fyrsta leik sínum fyrir Boston. Justin Hamilton var atkvæðamestur hjá Brooklyn Nets með 19 stig og 10 fráköst.DeMar DeRozan skoraði 40 stig og var með 32 stig þegar Toronto Raptors vann 109-91 sigur á Detroit Pistons. DeRozan hitti úr 17 af 27 skotum sínum utan af velli og öllum sex vítunum. Hann bætti met Vince Carter frá 2003 en enginn Toronto-leikmaður hefur nú skorað fleiri stig í fyrsta leik tímabilsins. Tobias Harris var stigahæstur hjá Detroit með 22 stig.Anthony Davis átti magnaðan leik fyrir New Orleans Pelicans en það dugði ekki til því liðið tapaði 107-102 á heimavelli á móti Denver Nuggets. Anthony Davis var með 50 stig, 16 fráköst, 7 stolna bolta, 5 stoðsendingar og 4 varin skot í leiknum en restin af Pelicans-liðinu hitti aðeins úr 21 af 58 skotum. Jusuf Nurkic skoraði 32 stig fyrir Denver og Will Barton bætti við 22 stigum.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Houston Rockets 120-114 Phoenix Suns - Sacramento Kings 94-113 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 102-98 Milwaukee Bucks - Charlotte Hornets 96-107 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 102-107 Philadelphia 76ers - Oklahoma City Thunder 97-103 Boston Celtics - Brooklyn Nets 122-117 Toronto Raptors - Detroit Pistons 109-91 Indiana Pacers - Dallas Mavericks 130-121 (115-115) Orlando Magic - Miami Heat 96-108
NBA Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira