Kaupum ekki köttinn í sekknum Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Flestir stjórnmálamenn gefa kosningaloforð. Það er eðlilegur hluti kosningabaráttu og gefur kjósendum mynd af stefnu og forgangsröðun ólíkra flokka. Aftur á móti er engum greiði gerður með innstæðulausum eða vanhugsuðum loforðum. Stjórnmálaöfl með slík loforð í farteskinu standa frammi fyrir tveimur afleitum kostum. Annars vegar geta þau brugðist væntingum kjósenda og sleppt því að standa við gefin loforð. Hins vegar geta þau staðið við þau með neikvæðum afleiðingum fyrir efnahagslegan stöðugleika og lífskjör.Langur loforðalisti Viðskiptaráð hefur tekið saman kostnað ríkisins vegna helstu loforða sem lögð hafa verið fram. Þar má nefna gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, hækkun framlaga til heilbrigðismála í 11% af landsframleiðslu, hækkun lágmarkslífeyrisgreiðslna í 300.000 krónur á mánuði, tvöföldun barnabóta, stóraukin framlög til byggingar leiguíbúða og gjaldfrjálsa tannlæknaþjónustu fyrir alla. Samanlagður kostnaður vegna þessara loforða liggur nærri 200 milljörðum króna á ári. Hækkun af því tagi jafngildir um 30% aukningu heildarútgjalda ríkisins. Flestum er ljóst að efnahagsleg áhrif slíkrar breytingar væru neikvæð. Það á enn frekar við með hliðsjón af ýmsum áskorunum sem nú þegar skapa útgjaldaþrýsting til bæði skemmri og lengri tíma, s.s. innviðauppbyggingu, öldrun þjóðarinnar og lífeyrismálum opinberra starfsmanna. Rekstur hins opinbera snýst um forgangsröðun og raunsæi. Það er óheiðarlegt gagnvart kjósendum að leggja fram loforð sem ekki verður unnt að standa við. Allir eru sammála um að hér eigi að bjóða upp á sterkt velferðarkerfi og góða grunnþjónustu hins opinbera. Rekstur kerfanna þarf þó að rúmast innan hagkerfisins sem stendur undir þeim.Tökum ekki lífskjör að láni Um þessar mundir eru uppgangstímar í efnahagslífinu. Hagvöxtur er kröftugur, atvinnuleysi er lágt og kaupmáttur hefur aukist mikið. Skuldir ríkissjóðs hafa jafnframt lækkað hratt, einkum vegna mikillar tekjuaukningar og stöðugleikaframlags úr slitabúum föllnu bankanna. Flest bendir til áframhaldandi vaxtar á næstu árum og við slíkar kringumstæður er freistnivandi stjórnmálanna mikill. Íslendingar hafa of oft brennt sig á því að nýta ekki góðu tímana til að skapa borð fyrir báru. Árið 2015 námu heildarskuldir hins opinbera 2.200 milljörðum og vaxtagreiðslur af lánum voru um 100 milljarðar króna. Þannig fóru meiri fjármunir í vexti en sem nemur heildarframlögum ríkisins til mennta- og samgöngumála. Með niðurgreiðslu skulda myndi þessi upphæð lækka hratt. Svigrúmið má nýta til að efla þjónustu hins opinbera og skapa hagfelldara skattaumhverfi. Það eiga allir að spyrna fæti við óábyrgum loforðum stjórnmálamanna. Ef ekki er staðið við þau flokkast þau undir blekkingar. Ef staðið er við óskynsamleg loforð ganga núverandi kynslóðir á hagsmuni þeirra sem taka við. Í stað þess að taka lífskjör að láni ættum við að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Það er rétta leiðin fram á við.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir stjórnmálamenn gefa kosningaloforð. Það er eðlilegur hluti kosningabaráttu og gefur kjósendum mynd af stefnu og forgangsröðun ólíkra flokka. Aftur á móti er engum greiði gerður með innstæðulausum eða vanhugsuðum loforðum. Stjórnmálaöfl með slík loforð í farteskinu standa frammi fyrir tveimur afleitum kostum. Annars vegar geta þau brugðist væntingum kjósenda og sleppt því að standa við gefin loforð. Hins vegar geta þau staðið við þau með neikvæðum afleiðingum fyrir efnahagslegan stöðugleika og lífskjör.Langur loforðalisti Viðskiptaráð hefur tekið saman kostnað ríkisins vegna helstu loforða sem lögð hafa verið fram. Þar má nefna gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, hækkun framlaga til heilbrigðismála í 11% af landsframleiðslu, hækkun lágmarkslífeyrisgreiðslna í 300.000 krónur á mánuði, tvöföldun barnabóta, stóraukin framlög til byggingar leiguíbúða og gjaldfrjálsa tannlæknaþjónustu fyrir alla. Samanlagður kostnaður vegna þessara loforða liggur nærri 200 milljörðum króna á ári. Hækkun af því tagi jafngildir um 30% aukningu heildarútgjalda ríkisins. Flestum er ljóst að efnahagsleg áhrif slíkrar breytingar væru neikvæð. Það á enn frekar við með hliðsjón af ýmsum áskorunum sem nú þegar skapa útgjaldaþrýsting til bæði skemmri og lengri tíma, s.s. innviðauppbyggingu, öldrun þjóðarinnar og lífeyrismálum opinberra starfsmanna. Rekstur hins opinbera snýst um forgangsröðun og raunsæi. Það er óheiðarlegt gagnvart kjósendum að leggja fram loforð sem ekki verður unnt að standa við. Allir eru sammála um að hér eigi að bjóða upp á sterkt velferðarkerfi og góða grunnþjónustu hins opinbera. Rekstur kerfanna þarf þó að rúmast innan hagkerfisins sem stendur undir þeim.Tökum ekki lífskjör að láni Um þessar mundir eru uppgangstímar í efnahagslífinu. Hagvöxtur er kröftugur, atvinnuleysi er lágt og kaupmáttur hefur aukist mikið. Skuldir ríkissjóðs hafa jafnframt lækkað hratt, einkum vegna mikillar tekjuaukningar og stöðugleikaframlags úr slitabúum föllnu bankanna. Flest bendir til áframhaldandi vaxtar á næstu árum og við slíkar kringumstæður er freistnivandi stjórnmálanna mikill. Íslendingar hafa of oft brennt sig á því að nýta ekki góðu tímana til að skapa borð fyrir báru. Árið 2015 námu heildarskuldir hins opinbera 2.200 milljörðum og vaxtagreiðslur af lánum voru um 100 milljarðar króna. Þannig fóru meiri fjármunir í vexti en sem nemur heildarframlögum ríkisins til mennta- og samgöngumála. Með niðurgreiðslu skulda myndi þessi upphæð lækka hratt. Svigrúmið má nýta til að efla þjónustu hins opinbera og skapa hagfelldara skattaumhverfi. Það eiga allir að spyrna fæti við óábyrgum loforðum stjórnmálamanna. Ef ekki er staðið við þau flokkast þau undir blekkingar. Ef staðið er við óskynsamleg loforð ganga núverandi kynslóðir á hagsmuni þeirra sem taka við. Í stað þess að taka lífskjör að láni ættum við að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Það er rétta leiðin fram á við.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun