68 prósent stiga Keflavíkur skoruð af stelpum sem eru 18 ára eða yngri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2016 19:30 Emelía Ósk Gunnarsdóttir er stigahæsti leikmaður Keflavíkurliðsins en hún er aðeins 18 ára gömul. Vísir/Stefán Þær eru vissulega ungar en þær hafa líka sýnt það að þær eru orðnar mjög góðar. Hið unga lið Keflavíkur í Domino´s deild kvenna í körfubolta hefur staðið sig miklu betur í upphafi tímabilsins en flestir bjuggust við. Fjallað var um Keflavíkurliðið í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Liðið hefur misst hvern reynsluboltann á fætur öðrum á síðustu árum og samkvæmt spánni fyrir mót þá átti þetta tímabil bara að fara í kynslóðarskipti. Nú eftir fimm umferðir þá sitja Keflavíkurstelpurnar hinsvegar á toppi deildarinnar en liðið hefur unnið fjóra leiki í röð. Bandarísku leikmenn hinna liðanna sjö eru allar stigahæstar í sínum liðum en Dominique Hudson hjá Keflavík er aðeins í 3. sæti í Keflavíkurliðinu. Hún er einu bandaríski leikmaður deildarinnar sem hefur skorað minna en tuttugu stig í leik sem sýnir enn frekar hversu vel ungu stelpur Keflavíkurliðsins eru að spila. Fimm af sjö stigahæstu leikmönnum Keflavíkurliðsins eru fæddar 1998 eða síðar og leikmenn 18 ára og yngri hafa skorað 68 prósent stiga Keflavíkurliðsins í vetur. Það er athyglisvert að bera þær tölur saman við leikmenn annarra liða eins og sést í þessari töflu hér fyrir neðan. Það er eitt að leyfa ungu stelpunum að spila en þeim mun merkilegra að þær séu að skila sínu félagi upp að hlið Íslandsmeistara Snæfells á toppi deildarinnar. Það er hægt að sjá innslagið um Keflavíkurstelpurnar í spilaranum hér fyrir ofan.Sjötta umferð Domino´s deildar kvenna fer fram annað kvöld en þá fá Keflavíkurstelpurnar Valsliðið í heimsókn.Stig leikmanna liða Domino´s deildar kvenna sem eru 18 ára og yngri Keflavík 253 stig Valur 100 stig Haukar 97 stig Grindavík 48 stig Stjarnan 36 stig Njarðvík 31 stig Snæfell 8 stig Skallagrímur 0 stigHlutfall stiga liðanna skoruð af leikmönnum 18 ára og yngri Keflavík 68 prósent Haukar 34 prósent Valur 28 prósent Grindavík 14 prósent Stjarnan 10 prósent Njarðvík 8 prósent Snæfell 2 prósent Skallagrímur 0 prósentStigahæstu leikmenn Keflavíkurliðsins í vetur Emelía Ósk Gunnarsdóttir (18 ára) 89 stig Birna Valgerður Benónýsdóttir (16 ára) 63 stig Dominique Hudson (26 ára) 55 stig Thelma Dís Ágústsdóttir (18 ára) 41 stig Erna Hákonardóttir (23 ára) 31 stig Katla Rún Garðarsdóttir (17 ára) 25 stig Þóranna Kika Hodge-Carr (17 ára) 23 stig Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Þær eru vissulega ungar en þær hafa líka sýnt það að þær eru orðnar mjög góðar. Hið unga lið Keflavíkur í Domino´s deild kvenna í körfubolta hefur staðið sig miklu betur í upphafi tímabilsins en flestir bjuggust við. Fjallað var um Keflavíkurliðið í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Liðið hefur misst hvern reynsluboltann á fætur öðrum á síðustu árum og samkvæmt spánni fyrir mót þá átti þetta tímabil bara að fara í kynslóðarskipti. Nú eftir fimm umferðir þá sitja Keflavíkurstelpurnar hinsvegar á toppi deildarinnar en liðið hefur unnið fjóra leiki í röð. Bandarísku leikmenn hinna liðanna sjö eru allar stigahæstar í sínum liðum en Dominique Hudson hjá Keflavík er aðeins í 3. sæti í Keflavíkurliðinu. Hún er einu bandaríski leikmaður deildarinnar sem hefur skorað minna en tuttugu stig í leik sem sýnir enn frekar hversu vel ungu stelpur Keflavíkurliðsins eru að spila. Fimm af sjö stigahæstu leikmönnum Keflavíkurliðsins eru fæddar 1998 eða síðar og leikmenn 18 ára og yngri hafa skorað 68 prósent stiga Keflavíkurliðsins í vetur. Það er athyglisvert að bera þær tölur saman við leikmenn annarra liða eins og sést í þessari töflu hér fyrir neðan. Það er eitt að leyfa ungu stelpunum að spila en þeim mun merkilegra að þær séu að skila sínu félagi upp að hlið Íslandsmeistara Snæfells á toppi deildarinnar. Það er hægt að sjá innslagið um Keflavíkurstelpurnar í spilaranum hér fyrir ofan.Sjötta umferð Domino´s deildar kvenna fer fram annað kvöld en þá fá Keflavíkurstelpurnar Valsliðið í heimsókn.Stig leikmanna liða Domino´s deildar kvenna sem eru 18 ára og yngri Keflavík 253 stig Valur 100 stig Haukar 97 stig Grindavík 48 stig Stjarnan 36 stig Njarðvík 31 stig Snæfell 8 stig Skallagrímur 0 stigHlutfall stiga liðanna skoruð af leikmönnum 18 ára og yngri Keflavík 68 prósent Haukar 34 prósent Valur 28 prósent Grindavík 14 prósent Stjarnan 10 prósent Njarðvík 8 prósent Snæfell 2 prósent Skallagrímur 0 prósentStigahæstu leikmenn Keflavíkurliðsins í vetur Emelía Ósk Gunnarsdóttir (18 ára) 89 stig Birna Valgerður Benónýsdóttir (16 ára) 63 stig Dominique Hudson (26 ára) 55 stig Thelma Dís Ágústsdóttir (18 ára) 41 stig Erna Hákonardóttir (23 ára) 31 stig Katla Rún Garðarsdóttir (17 ára) 25 stig Þóranna Kika Hodge-Carr (17 ára) 23 stig
Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira