Hvernig má nýta betur fé til að byggja upp heilbrigðisþjónustuna? Sigrún Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2016 00:00 Auka þarf framlög til heilbrigðisþjónustu og um leið þarf að nýta betur það fé sem þegar er varið til þjónustunnar. Tækifæri eru til að gera skýrari samninga um þjónustu sem ríkið kaupir af stofnunum og sérfræðingum og tryggja hagkvæmari nýtingu fjár. Nýleg dæmi um verulega háar upphæðir sem dregnar eru út úr rekstri heilbrigðisfyrirtækja eru sláandi og kalla á viðbrögð heilbrigðisyfirvalda. Björt framtíð leggur áherslu á ábyrga ákvarðanatöku byggða á vandaðri áætlanagerð. Auka þarf eftirlit með ákveðnum þáttum þjónustunnar varðandi meðferð fjár og um hugsanlega ofnýtingu ákveðinnar heilbrigðisþjónustu samanber nýlegar fréttir og áætlun landlæknis um rannsókn á fjölda ákveðinna læknisaðgerða hér á landi miðað við önnur lönd. Björt framtíð telur brýnt að heilbrigðisþjónusta fylgi bestu leiðbeiningum og þekkingu og flokkurinn leggst eindregið gegn því að heilbrigðisþjónusta sé rekin í gróðaskyni.Þverfagleg samvinna Björt framtíð leggur áherslu á að haldið verið áfram uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Mikilvægur hluti uppbyggingar sjúkrahússins er stuðningur við starfsumhverfi og aðbúnað starfsfólks. Stærsti kostnaðarliður heilbrigðisstofnana er laun starfsfólks. Mikivægt er að tryggja fullnægjandi mannafla þjónustunnar, nýta sérþekkingu hverrar starfstéttar á markvissan hátt, draga úr kostnaði vegna yfirvinnu og standa vörð um heilsu, starfsgetu og starfsánægju allra starfsmanna. Árangursrík mannauðsstjórnun er mikilvægur liður í hagkvæmum rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Með því að efla enn frekar þverfaglega samvinnu heilbrigðisstétta og endurskoða skipulag í takt við þróun þekkingar og sérhæfingu heilbrigðisstétta má auka starfsánægju, bæta gæði þjónustunnar og stuðla þar með að hagkvæmri nýtingu fjár.Fjölbreytt þjónusta heilsugæslu Um land allt blasir við að bæta þarf aðgengi einstaklinga að þverfaglegri heilsugæsluþjónustu. Með því að nýta betur þekkingu heilbrigðisstétta má bæta aðgengi og jafnvel stuðla að markvissari þjónustu t.d. varðandi sálræna þjónustu, stoðkerfisvanda, hreyfingu og heilnæma næringu. Fjarheilbrigðisþjónusta getur verið mjög hagkvæm viðbót við heilsugæsluþjónustu, bætt aðgengi og aukið öryggi íbúanna. Bætt aðgengi að heilsugæslu og heimaþjónustu kemur í veg fyrir að einstaklingar þurfi að leita dýrari úrræða. Til dæmis getur heimaþjónusta og endurhæfing aldraða eflt lífsgæði og dregið úr þörf fyrir þjónustu á hjúkrunarheimili.Forvarnir og snemmtæk íhlutun Með því að efla forvarnir t.d. í tengslum við lífsstílssjúkdóma má draga úr kostnaði heilbrigðisþjónustunnar og úr kostnaði einstaklinga t.d. vegna lyfjanotkunar og langvarandi heilsufarsvanda. Aukning sjúkdóma sem rekja má til lífsstíls, svo sem vegna mataræðis og hreyfingarleysis, getur haft í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir heilbrigðiskerfið og einstaklingana sjálfa. Mjög brýnt er að efla forvarnir og snemmtæka íhlutun og þannig draga úr þörf fyrir flókin úrræði og dýr lyf. Í Lyfjastefnu til ársins 2020 er m.a. fjallað um mikilvægi forvarna sem lið í því að minnka lyfjanotkun. Þar segir orðrétt: „Sem dæmi má nefna að ef tækist að fækka sjúklingum með sykursýki II um 10% (þ.e. um 1.500 sjúklinga) með hreyfingu og breyttu mataræði myndi beinn kostnaður lækka um 750 millj. kr. á ári. Svipuð dæmi er hægt að nefna um aðra sjúkdóma, s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, offitu og þunglyndi. Á sama hátt er mikilvægt að draga úr tíðni stoðkerfisvanda og með því draga úr líkum á minnkaðri starfsgetu til hagsbóta fyrir einstaklingana og samfélagið allt.Hvaðan getur féð komið? Sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindum landsins þarf að renna í auknum mæli til þjóðarinnar og þar með til að mæta þörf hennar fyrir uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Hér er einkum átt við auðlindir sjávar, orku jarðarinnar og náttúruperlur landsins. Bætt skattheimta og eftirlit dregur úr skattaundanskotum sem nema hér á landi verulegum upphæðum sem nýtast munu til uppbyggingar heilbrigðisþjónustunnar. Björt framtíð leggur áherslu á heildræna nálgun og betri samþættingu heilbrigðisþjónustunnar. Þannig má auka skilvirkni og draga úr sóun. Vísbendingar eru um víða séu tækifæri til að einfalda skipulag heilbrigðisþjónustunnar og ná fram aukinni hagræðingu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur með doktorspróf í stjórnun og skipulagi heilbrigðisþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Auka þarf framlög til heilbrigðisþjónustu og um leið þarf að nýta betur það fé sem þegar er varið til þjónustunnar. Tækifæri eru til að gera skýrari samninga um þjónustu sem ríkið kaupir af stofnunum og sérfræðingum og tryggja hagkvæmari nýtingu fjár. Nýleg dæmi um verulega háar upphæðir sem dregnar eru út úr rekstri heilbrigðisfyrirtækja eru sláandi og kalla á viðbrögð heilbrigðisyfirvalda. Björt framtíð leggur áherslu á ábyrga ákvarðanatöku byggða á vandaðri áætlanagerð. Auka þarf eftirlit með ákveðnum þáttum þjónustunnar varðandi meðferð fjár og um hugsanlega ofnýtingu ákveðinnar heilbrigðisþjónustu samanber nýlegar fréttir og áætlun landlæknis um rannsókn á fjölda ákveðinna læknisaðgerða hér á landi miðað við önnur lönd. Björt framtíð telur brýnt að heilbrigðisþjónusta fylgi bestu leiðbeiningum og þekkingu og flokkurinn leggst eindregið gegn því að heilbrigðisþjónusta sé rekin í gróðaskyni.Þverfagleg samvinna Björt framtíð leggur áherslu á að haldið verið áfram uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Mikilvægur hluti uppbyggingar sjúkrahússins er stuðningur við starfsumhverfi og aðbúnað starfsfólks. Stærsti kostnaðarliður heilbrigðisstofnana er laun starfsfólks. Mikivægt er að tryggja fullnægjandi mannafla þjónustunnar, nýta sérþekkingu hverrar starfstéttar á markvissan hátt, draga úr kostnaði vegna yfirvinnu og standa vörð um heilsu, starfsgetu og starfsánægju allra starfsmanna. Árangursrík mannauðsstjórnun er mikilvægur liður í hagkvæmum rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Með því að efla enn frekar þverfaglega samvinnu heilbrigðisstétta og endurskoða skipulag í takt við þróun þekkingar og sérhæfingu heilbrigðisstétta má auka starfsánægju, bæta gæði þjónustunnar og stuðla þar með að hagkvæmri nýtingu fjár.Fjölbreytt þjónusta heilsugæslu Um land allt blasir við að bæta þarf aðgengi einstaklinga að þverfaglegri heilsugæsluþjónustu. Með því að nýta betur þekkingu heilbrigðisstétta má bæta aðgengi og jafnvel stuðla að markvissari þjónustu t.d. varðandi sálræna þjónustu, stoðkerfisvanda, hreyfingu og heilnæma næringu. Fjarheilbrigðisþjónusta getur verið mjög hagkvæm viðbót við heilsugæsluþjónustu, bætt aðgengi og aukið öryggi íbúanna. Bætt aðgengi að heilsugæslu og heimaþjónustu kemur í veg fyrir að einstaklingar þurfi að leita dýrari úrræða. Til dæmis getur heimaþjónusta og endurhæfing aldraða eflt lífsgæði og dregið úr þörf fyrir þjónustu á hjúkrunarheimili.Forvarnir og snemmtæk íhlutun Með því að efla forvarnir t.d. í tengslum við lífsstílssjúkdóma má draga úr kostnaði heilbrigðisþjónustunnar og úr kostnaði einstaklinga t.d. vegna lyfjanotkunar og langvarandi heilsufarsvanda. Aukning sjúkdóma sem rekja má til lífsstíls, svo sem vegna mataræðis og hreyfingarleysis, getur haft í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir heilbrigðiskerfið og einstaklingana sjálfa. Mjög brýnt er að efla forvarnir og snemmtæka íhlutun og þannig draga úr þörf fyrir flókin úrræði og dýr lyf. Í Lyfjastefnu til ársins 2020 er m.a. fjallað um mikilvægi forvarna sem lið í því að minnka lyfjanotkun. Þar segir orðrétt: „Sem dæmi má nefna að ef tækist að fækka sjúklingum með sykursýki II um 10% (þ.e. um 1.500 sjúklinga) með hreyfingu og breyttu mataræði myndi beinn kostnaður lækka um 750 millj. kr. á ári. Svipuð dæmi er hægt að nefna um aðra sjúkdóma, s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, offitu og þunglyndi. Á sama hátt er mikilvægt að draga úr tíðni stoðkerfisvanda og með því draga úr líkum á minnkaðri starfsgetu til hagsbóta fyrir einstaklingana og samfélagið allt.Hvaðan getur féð komið? Sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindum landsins þarf að renna í auknum mæli til þjóðarinnar og þar með til að mæta þörf hennar fyrir uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Hér er einkum átt við auðlindir sjávar, orku jarðarinnar og náttúruperlur landsins. Bætt skattheimta og eftirlit dregur úr skattaundanskotum sem nema hér á landi verulegum upphæðum sem nýtast munu til uppbyggingar heilbrigðisþjónustunnar. Björt framtíð leggur áherslu á heildræna nálgun og betri samþættingu heilbrigðisþjónustunnar. Þannig má auka skilvirkni og draga úr sóun. Vísbendingar eru um víða séu tækifæri til að einfalda skipulag heilbrigðisþjónustunnar og ná fram aukinni hagræðingu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur með doktorspróf í stjórnun og skipulagi heilbrigðisþjónustunnar.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar