Tími þöggunar er liðinn Steinunn Ýr Einarsdóttir skrifar 25. október 2016 09:00 Kynferðisofbeldi er raunveruleg ógn við jafnrétti kynjanna. Vandinn er víðtækur og snertir allt samfélagið. Til þess að ná raunverulegum árangri þarf samhellt forvarnar- og fræðsluátak ásamt því að auka þjónustu við brotaþola og gera nauðsynlegar kerfisbreytingar. Vitundarvakning hefur orðið um kynferðisofbeldi með Beauty tips byltingunni, frelsun geirvörtunnar og Druslugöngunni en slíkt ofbeldi er allt of algengt í okkar samfélagi. Vandinn mun ekki hverfa með því að líta undan og tími þöggunar er liðinn.Fækkum þolendum til að fækka gerendum Koma þarf á langtíma forvörnum og fræðsluátaki gegn kynferðisofbeldi sem miða að því að fækka gerendum til þess að fækka þolendum. Afleiðingar kynferðisofbeldis hefur áhrif á allt samfélagið. Samkvæmt tölum hefur fjórðungur kvenna á Íslandi verið beittur kynferðisofbeldi af hálfu karlmanns.Sama þjónustan fyrir alla Allir brotaþolar eiga að geta sótt gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu, óháð aðstæðum, búsetu eða efnahag, ásamt því að styrkja félagasamtök sem beita sér gegn kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Samræma þarf verklag milli lögregluumdæma til þess að tryggja að allir þolendur mæti sama verklagi hvar sem þeir tilkynna um brot og sérmenntun lögreglumanna og efling kynferðisbrotadeildar á landsvísu er nauðsynleg. Það á ekki að skipta máli hver er á vakt, allir lögregluþjónar eiga að vera vel að sér í meðferð kynferðisbrota og verklagið vera skýrt svo jafnvel óreyndur lögregluþjónn geti gengið inn í fyrirframgefið verklag.Víðtækar aðgerðir Til þess að geta farið í víðtækar aðgerðir gegn kynferðisofbeldi þarf fyrst og fremst að greina vandann ítarlega og efla rannsóknir. Styrkja þarf Jafnréttisstofu til að hún geti sinnt sínu lögbundna hlutverki sem er að hafa eftirlit með að jafnréttislögum og sinna rannsóknar og fræðslustarfi. Aðgerðaráætlun gegn kynferðisofbeldi á að gera á fjögurra ári fresti en því hefur ekki verið sinnt hjá núverandi stjórnvöldum. Slík aðgerðaráætlun ætti að byggja á ígrunduðum rannsóknum og hafa skýr markmið svo hægt sé að mæla árangur.Uppræta ofbeldi Að uppræta ofbeldi í samfélaginu er baráttumál sem þjóðin ætti að sameinast um og mun gagnast öllum, þolendum, aðstandendum, kerfinu og óháðum ef þeir eru einhverjir. Samfylkingin vill að það verði forgangsverkefni næstu ríkisstjórnar að gera allsherjar aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Sú aðgerðaráætlun sem við höfum lagt til leggur áherslu á forvarnir og fræðslu, að bæta þjónustu fyrir brotaþola um allt land, að gerðar verði kerfisbreytingar fyrir þolendur og betri greiningar á umfangi vandans.Höfundur er Steinunn Ýr Einarsdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í fjórða sæti Reykjavíkurkjördæmis norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi er raunveruleg ógn við jafnrétti kynjanna. Vandinn er víðtækur og snertir allt samfélagið. Til þess að ná raunverulegum árangri þarf samhellt forvarnar- og fræðsluátak ásamt því að auka þjónustu við brotaþola og gera nauðsynlegar kerfisbreytingar. Vitundarvakning hefur orðið um kynferðisofbeldi með Beauty tips byltingunni, frelsun geirvörtunnar og Druslugöngunni en slíkt ofbeldi er allt of algengt í okkar samfélagi. Vandinn mun ekki hverfa með því að líta undan og tími þöggunar er liðinn.Fækkum þolendum til að fækka gerendum Koma þarf á langtíma forvörnum og fræðsluátaki gegn kynferðisofbeldi sem miða að því að fækka gerendum til þess að fækka þolendum. Afleiðingar kynferðisofbeldis hefur áhrif á allt samfélagið. Samkvæmt tölum hefur fjórðungur kvenna á Íslandi verið beittur kynferðisofbeldi af hálfu karlmanns.Sama þjónustan fyrir alla Allir brotaþolar eiga að geta sótt gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu, óháð aðstæðum, búsetu eða efnahag, ásamt því að styrkja félagasamtök sem beita sér gegn kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Samræma þarf verklag milli lögregluumdæma til þess að tryggja að allir þolendur mæti sama verklagi hvar sem þeir tilkynna um brot og sérmenntun lögreglumanna og efling kynferðisbrotadeildar á landsvísu er nauðsynleg. Það á ekki að skipta máli hver er á vakt, allir lögregluþjónar eiga að vera vel að sér í meðferð kynferðisbrota og verklagið vera skýrt svo jafnvel óreyndur lögregluþjónn geti gengið inn í fyrirframgefið verklag.Víðtækar aðgerðir Til þess að geta farið í víðtækar aðgerðir gegn kynferðisofbeldi þarf fyrst og fremst að greina vandann ítarlega og efla rannsóknir. Styrkja þarf Jafnréttisstofu til að hún geti sinnt sínu lögbundna hlutverki sem er að hafa eftirlit með að jafnréttislögum og sinna rannsóknar og fræðslustarfi. Aðgerðaráætlun gegn kynferðisofbeldi á að gera á fjögurra ári fresti en því hefur ekki verið sinnt hjá núverandi stjórnvöldum. Slík aðgerðaráætlun ætti að byggja á ígrunduðum rannsóknum og hafa skýr markmið svo hægt sé að mæla árangur.Uppræta ofbeldi Að uppræta ofbeldi í samfélaginu er baráttumál sem þjóðin ætti að sameinast um og mun gagnast öllum, þolendum, aðstandendum, kerfinu og óháðum ef þeir eru einhverjir. Samfylkingin vill að það verði forgangsverkefni næstu ríkisstjórnar að gera allsherjar aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Sú aðgerðaráætlun sem við höfum lagt til leggur áherslu á forvarnir og fræðslu, að bæta þjónustu fyrir brotaþola um allt land, að gerðar verði kerfisbreytingar fyrir þolendur og betri greiningar á umfangi vandans.Höfundur er Steinunn Ýr Einarsdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í fjórða sæti Reykjavíkurkjördæmis norður.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun