
Löggæsla er alvörumál
Þrátt fyrir óumdeilt mikilvægi lögreglunnar hefur löggæsla á Íslandi liðið fyrir fjárskort undanfarinn áratug eða svo. Tölurnar tala sínu máli og lögreglumönnum hefur fækkað um 80 frá árinu 2007. Verkefnum hefur hins vegar auðvitað ekki fækkað, álag hefur til dæmi álag stóraukist á vegum landsins vegna aukins fjölda ferðamanna.
Rannsóknardeildir lögreglunnar hafa sömuleiðis búið við fjárskort sem veldur því að meðferð mála lengist. Á sama tíma hefur verið ráðist í umfangsmiklar skipulagsbreytingar, lögregluumdæmum hefur fækkað og lögreglulið stækkuð.
Lögreglumönnum fækkar
Reyndar er það svo þegar réttarkerfið er rýnt í heild sinni að þá blasir við að ákæruvaldið hefur einnig glímt við fjársvelti árum saman.Þá hafa dómar fyrnst vegna þess að Fangelsismálastofnun getur ekki boðað dæmda menn í afplánun vegna plássleysis. Embætti ríkissaksóknara hefur ekki getað afgreitt umfangsmikil sakamál í samræmi við eigin viðmið um heppilegan málsmeðferðartíma. Hvaða afleiðingar hefur þetta?
Alvarleg sakamál eru lengi til meðferðar hjá kerfinu, vegna þess að of fáir starfsmenn hafa of mörg mál á sinnu könnu. Kynferðisbrotamál eru til dæmis gjarnan rúmt ár til meðferðar hjá ákæruvaldinu áður en ákvörðun um ákæru liggur fyrir.
Samfélag sem hefur skilning á alvarleika kynferðisbrota hlýtur að sjá til þess að þær stofnanir sem hafa þessi alvarlegu afbrot til meðferðar, lögregla og ákæruvald, héraðssaksóknari og Ríkissaksóknari, sem og dómstólar, hafi fjármagn til þess að geta sinnt þessum málum. Við eigum sem samfélag að stuðla að því að aukinni þekkingu í rannsóknum sakamála fylgi fjármagn til að gera betur. Svo er því miður ekki í dag.
Samtal til árangurs
Það er nauðsynlegt að horfa á löggæsluna og kerfið utan um sakamál á Íslandi heildstætt. Niðurskurður á einum stað verður til þess álag eykst á næsta stað í keðjunni. Við munum leggja áherslu á heildstæða nálgun og samvinnu við lögreglustjóra landsins um uppbyggingu. Það verður þó ekki framhjá því lítið að í grunninn býr lögregla einfaldlega við þann veruleika að starfsmannafjöldi er ekki í samræmi við aukin verkefni. Við því ástandi verður að bregðast.
Skoðun

Símafrí á skólatíma
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli
Nína Eck skrifar

Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi
Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar

Ein saga af sextíu þúsund
Halldór Ísak Ólafsson skrifar

Að láta mata sig er svo þægilegt
Björn Ólafsson skrifar

Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi
Ingvar Sverrisson skrifar

Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna
Soffía Ámundadóttir skrifar

Bakslag í skoðanafrelsi?
Kári Allansson skrifar

Eplin í andlitshæð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Bataskólinn – fyrir þig?
Guðný Guðmundsdóttir skrifar

Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar!
Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar

Boðsferð Landsvirkjunar
Stefán Georgsson skrifar

Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir
Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar

Ástin er falleg
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni
Ingrid Kuhlman skrifar

Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Laugarnestangi - til allrar framtíðar
Líf Magneudóttir skrifar

Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu
Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar

Rangfærslur um atburðina á Gaza
Egill Þ. Einarsson skrifar

Öryggi geðheilbrigðis
Guðrún Karls Helgudóttir skrifar

Mjóddin og pólitík pírata
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Okkar eigin Don Kíkóti
Kjartan Jónsson skrifar

Sýnum í verki að okkur er ekki sama
Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar

Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun
Helen Ólafsdóttir skrifar

Drúsar og hörmungarnar í Suwayda
Armando Garcia skrifar

Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina
Grétar Ingi Erlendsson skrifar

Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum
Willum Þór Þórsson skrifar

Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga
Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar

Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði
Valdimar Víðisson skrifar