Löggæsla er alvörumál Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson skrifar 24. október 2016 12:01 Lögreglan á Íslandi er ein af grunnstoðum ríkisins og hefur það mikilvæga hlutverk að halda uppi lögum og reglu á landinu. Mikilvægi löggæslunnar sést meðal annars af því að alla daga eru störf hennar og viðfangsefni til umfjöllunar í fjölmiðlum landsins. Þrátt fyrir óumdeilt mikilvægi lögreglunnar hefur löggæsla á Íslandi liðið fyrir fjárskort undanfarinn áratug eða svo. Tölurnar tala sínu máli og lögreglumönnum hefur fækkað um 80 frá árinu 2007. Verkefnum hefur hins vegar auðvitað ekki fækkað, álag hefur til dæmi álag stóraukist á vegum landsins vegna aukins fjölda ferðamanna. Rannsóknardeildir lögreglunnar hafa sömuleiðis búið við fjárskort sem veldur því að meðferð mála lengist. Á sama tíma hefur verið ráðist í umfangsmiklar skipulagsbreytingar, lögregluumdæmum hefur fækkað og lögreglulið stækkuð. Lögreglumönnum fækkarReyndar er það svo þegar réttarkerfið er rýnt í heild sinni að þá blasir við að ákæruvaldið hefur einnig glímt við fjársvelti árum saman.Þá hafa dómar fyrnst vegna þess að Fangelsismálastofnun getur ekki boðað dæmda menn í afplánun vegna plássleysis. Embætti ríkissaksóknara hefur ekki getað afgreitt umfangsmikil sakamál í samræmi við eigin viðmið um heppilegan málsmeðferðartíma. Hvaða afleiðingar hefur þetta? Alvarleg sakamál eru lengi til meðferðar hjá kerfinu, vegna þess að of fáir starfsmenn hafa of mörg mál á sinnu könnu. Kynferðisbrotamál eru til dæmis gjarnan rúmt ár til meðferðar hjá ákæruvaldinu áður en ákvörðun um ákæru liggur fyrir. Samfélag sem hefur skilning á alvarleika kynferðisbrota hlýtur að sjá til þess að þær stofnanir sem hafa þessi alvarlegu afbrot til meðferðar, lögregla og ákæruvald, héraðssaksóknari og Ríkissaksóknari, sem og dómstólar, hafi fjármagn til þess að geta sinnt þessum málum. Við eigum sem samfélag að stuðla að því að aukinni þekkingu í rannsóknum sakamála fylgi fjármagn til að gera betur. Svo er því miður ekki í dag.Samtal til árangursÞað er nauðsynlegt að horfa á löggæsluna og kerfið utan um sakamál á Íslandi heildstætt. Niðurskurður á einum stað verður til þess álag eykst á næsta stað í keðjunni. Við munum leggja áherslu á heildstæða nálgun og samvinnu við lögreglustjóra landsins um uppbyggingu. Það verður þó ekki framhjá því lítið að í grunninn býr lögregla einfaldlega við þann veruleika að starfsmannafjöldi er ekki í samræmi við aukin verkefni. Við því ástandi verður að bregðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Kosningar 2016 Skoðun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Lögreglan á Íslandi er ein af grunnstoðum ríkisins og hefur það mikilvæga hlutverk að halda uppi lögum og reglu á landinu. Mikilvægi löggæslunnar sést meðal annars af því að alla daga eru störf hennar og viðfangsefni til umfjöllunar í fjölmiðlum landsins. Þrátt fyrir óumdeilt mikilvægi lögreglunnar hefur löggæsla á Íslandi liðið fyrir fjárskort undanfarinn áratug eða svo. Tölurnar tala sínu máli og lögreglumönnum hefur fækkað um 80 frá árinu 2007. Verkefnum hefur hins vegar auðvitað ekki fækkað, álag hefur til dæmi álag stóraukist á vegum landsins vegna aukins fjölda ferðamanna. Rannsóknardeildir lögreglunnar hafa sömuleiðis búið við fjárskort sem veldur því að meðferð mála lengist. Á sama tíma hefur verið ráðist í umfangsmiklar skipulagsbreytingar, lögregluumdæmum hefur fækkað og lögreglulið stækkuð. Lögreglumönnum fækkarReyndar er það svo þegar réttarkerfið er rýnt í heild sinni að þá blasir við að ákæruvaldið hefur einnig glímt við fjársvelti árum saman.Þá hafa dómar fyrnst vegna þess að Fangelsismálastofnun getur ekki boðað dæmda menn í afplánun vegna plássleysis. Embætti ríkissaksóknara hefur ekki getað afgreitt umfangsmikil sakamál í samræmi við eigin viðmið um heppilegan málsmeðferðartíma. Hvaða afleiðingar hefur þetta? Alvarleg sakamál eru lengi til meðferðar hjá kerfinu, vegna þess að of fáir starfsmenn hafa of mörg mál á sinnu könnu. Kynferðisbrotamál eru til dæmis gjarnan rúmt ár til meðferðar hjá ákæruvaldinu áður en ákvörðun um ákæru liggur fyrir. Samfélag sem hefur skilning á alvarleika kynferðisbrota hlýtur að sjá til þess að þær stofnanir sem hafa þessi alvarlegu afbrot til meðferðar, lögregla og ákæruvald, héraðssaksóknari og Ríkissaksóknari, sem og dómstólar, hafi fjármagn til þess að geta sinnt þessum málum. Við eigum sem samfélag að stuðla að því að aukinni þekkingu í rannsóknum sakamála fylgi fjármagn til að gera betur. Svo er því miður ekki í dag.Samtal til árangursÞað er nauðsynlegt að horfa á löggæsluna og kerfið utan um sakamál á Íslandi heildstætt. Niðurskurður á einum stað verður til þess álag eykst á næsta stað í keðjunni. Við munum leggja áherslu á heildstæða nálgun og samvinnu við lögreglustjóra landsins um uppbyggingu. Það verður þó ekki framhjá því lítið að í grunninn býr lögregla einfaldlega við þann veruleika að starfsmannafjöldi er ekki í samræmi við aukin verkefni. Við því ástandi verður að bregðast.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar