Það er virtasti MMA-blaðamaður heims, Ariel Helwani, sem greinir frá þessu í kvöld. Bardagi þeirra Gunnars og Dong átti að fara fram þann 19. nóvember næstkomandi.
UFC ætlar að tefla fram þeim Gegard Mousasi og Uriah Hall upp sem aðalbardaga kvöldsins í staðinn.
Það er talsvert áfall fyrir Gunnar að missa af þessum bardaga en sigur í honum hefði skotið Gunnari inn á topp tíu lista UFC.
Gunnar keppti síðast í maí er hann kláraði Albert Tumenov og óvíst er að hann keppi aftur á þessu ári úr þessu.
The Nelson-Kim Belfast main event is off. Mousasi-Hall 2 is in the works as the new main, per sources. Story coming to @MMAFighting shortly.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) October 21, 2016