Einar: Trúi því að leikurinn gegn Grindavík verði okkur ákveðinn lærdómur Anton Ingi Leifsson skrifar 21. október 2016 21:42 Einar hvass í leikhlé í kvöld. vísir/ernir „Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna hérna í kvöld og mér fannst þetta vera vinnusigur,” sagði glaðbeittur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, eftir fimm stiga sigur á Haukum í kvöld. „Mér fannst við verðskulda þetta. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í síðari hálfleik og maður var að spyrja sig í fjórða leikhlutanum hvenær við næðum að festa þetta.” „Við vorum að búa okkur til mjög góð skot; Davíð fékk galopinn þrist, Emil fékk galopinn þrist, Tobin fékk gott sniðskot, Halldór Garðar skoraði svo þrist sem sagði nei þannig að mér fannst við vinna fyrir þessum sigri og er mjög ánægður.” „Ég er sérstaklega ánægður í ljósi þess hve illa við fórum út úr deildarleikjunum við Hauka í fyrra og nátturlega út úr mótinu á endanum líka svo fyrir vikið er þetta sætt.” Þór hefur spilað þrjá leiki núna og allir þrír hafa verið spennuleikir; tveir sigrar og einn tapleikur gegn Grindavík í fyrstu umferðinni. Einar hefur gaman að þessum spennuleikjum. „Þetta er bara það fallega við sportið. Ég var hrikalega ánægður með hversu margir stuðningsmenn okkar mættu hér í kvöld, en bara að fá fleiri á völlinn því það er spenna hér eins og víða.” „Þetta eru leikir sem hjálpa okkur að verða betri. Það er meira upp úr þessu að hafa heldur en tuttuga stiga sigrum þannig að ég er alveg til í að spila spennuleiki ef við náum að klára þá.” Aðspurður hvort hann sé sáttur með fjögur stig eftir sex leiki sagði Einar að hann ætti í erfiðleikum með að svara þessari spurningu, þvi spennutryllirinn gegn Grindavík í fyrstu umferðinni sat greinilega enn í honum. „Þetta er mjög erfið spurning. Auðvitað þarf maður að halda áfram, en hann situr í okkur þessi fyrsti leikur gegn Grindavík. Ég trúi á það að hann verði okkur öllum ákveðinn lærdómur.” „Við komum hingað gríðarlega sterkir í dag þó að við höfum ekki verið leiðandi í fyrri hálfleik þá var vilji til staðar og við vorum að spila hörkuvörn,” sagði Einar Árni stoltur af sínum strákum og bætti við að lokum: „Við höfum oft lent í basli með hvað þeir eru líkamlega sterkir og mér fannst við mæta því frábærlega í dag. Við fengum framlag frá mörgum og lúxus-vandamál að það voru sjö menn sem gerðu tilkall á lokakaflanum að klára leikinn og þá líður mér vel.” Dominos-deild karla Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna hérna í kvöld og mér fannst þetta vera vinnusigur,” sagði glaðbeittur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, eftir fimm stiga sigur á Haukum í kvöld. „Mér fannst við verðskulda þetta. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í síðari hálfleik og maður var að spyrja sig í fjórða leikhlutanum hvenær við næðum að festa þetta.” „Við vorum að búa okkur til mjög góð skot; Davíð fékk galopinn þrist, Emil fékk galopinn þrist, Tobin fékk gott sniðskot, Halldór Garðar skoraði svo þrist sem sagði nei þannig að mér fannst við vinna fyrir þessum sigri og er mjög ánægður.” „Ég er sérstaklega ánægður í ljósi þess hve illa við fórum út úr deildarleikjunum við Hauka í fyrra og nátturlega út úr mótinu á endanum líka svo fyrir vikið er þetta sætt.” Þór hefur spilað þrjá leiki núna og allir þrír hafa verið spennuleikir; tveir sigrar og einn tapleikur gegn Grindavík í fyrstu umferðinni. Einar hefur gaman að þessum spennuleikjum. „Þetta er bara það fallega við sportið. Ég var hrikalega ánægður með hversu margir stuðningsmenn okkar mættu hér í kvöld, en bara að fá fleiri á völlinn því það er spenna hér eins og víða.” „Þetta eru leikir sem hjálpa okkur að verða betri. Það er meira upp úr þessu að hafa heldur en tuttuga stiga sigrum þannig að ég er alveg til í að spila spennuleiki ef við náum að klára þá.” Aðspurður hvort hann sé sáttur með fjögur stig eftir sex leiki sagði Einar að hann ætti í erfiðleikum með að svara þessari spurningu, þvi spennutryllirinn gegn Grindavík í fyrstu umferðinni sat greinilega enn í honum. „Þetta er mjög erfið spurning. Auðvitað þarf maður að halda áfram, en hann situr í okkur þessi fyrsti leikur gegn Grindavík. Ég trúi á það að hann verði okkur öllum ákveðinn lærdómur.” „Við komum hingað gríðarlega sterkir í dag þó að við höfum ekki verið leiðandi í fyrri hálfleik þá var vilji til staðar og við vorum að spila hörkuvörn,” sagði Einar Árni stoltur af sínum strákum og bætti við að lokum: „Við höfum oft lent í basli með hvað þeir eru líkamlega sterkir og mér fannst við mæta því frábærlega í dag. Við fengum framlag frá mörgum og lúxus-vandamál að það voru sjö menn sem gerðu tilkall á lokakaflanum að klára leikinn og þá líður mér vel.”
Dominos-deild karla Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira