Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 65-71 | Keflavík vann suðurnesjaslaginn Guðmundur Steinarsson í Ljónagryfjunni skrifar 22. október 2016 19:30 Emelía Gunnarsdóttir, leikmaður Keflavíkur. vísir/vilhelm Keflavík vann Njarðvík, 71-65, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi en gestirnir voru sterkari undir lokin. Hörku nágrannarimma var háð í Njarðvík í dag. Bæði lið komu til leiks með góða sigra úr síðustu umferð á bakinu. Mikil barrátta og flottu varnarleikur einkenndi leikinn frá byrjun. Keflavík spilaði svakalega vörn á þeirra fyrrum leikmann Carmen Thomas og það var ekki fyrr en Agnar þjálfari Njarðvíkur tók leikhlé og setti Júlíu Scheving inná að liðið fór að setja niður skot. Um leið og Keflavík náði að keyra upp hraðann þá fengu þær auðveldar körfur og fyrir vikið héldu þær forystu sem kom á fyrstu 5 mínútum leiksins. Keflavík 11 stigum yfir í hálfleik. Í seinni háfleik mætti Carmen Thomas grimm til leiks setti 17 stig í þriðja leikhluta og sýndi hversu öflugur leikmaður hún er. Njarðvík náði nokkrum sinnum að minnka muninn niður í 3 stig en nær komust þær ekki. Í fjórða leikhluta fóru heimastúlkur að taka töluvert mikið af þriggja stiga skotum í von um að jafna leikinn en þessi skot rötuðu ekki rétta leið í dag og Keflavíkur sigur staðreynd í hörkuleik.Af hverju vann Keflavík ?Keflavík spilaði hörkuvörn allan leikinn og þá sér í lagi á Carmen Thomas. Þær ná að halda henni í „aðeins“ 24 stigum og hún skoraði ekki körfu í opnum leik fyrr en eftir um 15 mínútna leik eða í miðjum öðrum leikhluta. Sverrir Þór var duglegur að skipta um leikmenn í varnarvinnunni á Carmen og náði þannig að vera með ferskan leikmann á henni allan leikinn. Það skipti miklu máli, því Carmen átti í erfiðleikum með að finna opin skot og var farin að þreyttast undir lok leiksins. Í seinni hálfleik náðu Keflavíkurstúlkur að keyra aðeins upp hraðann og fengu þannig nokkrar auðveldar körfur.Bestu menn vallarinsÞað er erfitt að taka einhverja eina úr Keflavíkurliðinu þar sem margir leikmenn liðsins skiluðu fínu framlagi. Emelía Ósk var þó með tvöfalda tvennu og spilaði magnaða vörn á Carmen Thomas á köflum í leiknum. Thelma Dís átti líka góðan leik og var aðeins einu frákasti frá tvöfaldri tvennu. Hjá Njarðvík var það Júlía Scheving sem átti flottan leik, en hún kom af bekknum og setti niður skot í fyrri hálfleik. sem komu Njarðvíkurliðinu inní leikinn.Tölfræði sem vakti athygliÞriggja stiga nýting liðinna er vægast sagt skelfileg. Njarðvík setur aðeins niður 5 af 45 þriggja stiga skotum sínum og Keflavík 2 af 23 þriggja stiga skotum. Skotnýting Njarðvíkinga í leiknum heilt yfir var slök, þær eru með tæp 21% nýtingu í skotum fyrir innan þriggja stiga línuna. Vítanýting hjá Keflavík var ekki nema 63% en þær misota 10 vítaskot í leiknum og það getur komið þeim um koll síðar ef þessi þáttur í leiknum verður ekki betur nýttur.Hvað gekk illaFyrst og fremst gekk liðunum illa að setja niður skotin sín og það sést á stigaskorinu. Leikmaður síðustu þriggja umferða átti því miður fyrir Njarðvík slakan dag. 25% í 2ja stiga skotum og 10% nýting í þriggja eða 1 af 10 er ekki tölfræði sem Carmen Thomas er vön að bjóa uppá. Hún var að vísu með tvöfalda tvennu og var grimm í frákastabarráttunni með 22 fráköst þar af 12 sóknarfráköst. Agnar: Vantaði nokkrar mínútur í viðbót„Þetta var jafnleikur í seinni hálfleik, reyndar byrja Keflavíkurstúlkur betur í fyrri hálfleik og ná fínu forskoti,“ segir Agnar þjálfari Njarðvíkur. Hann hefði vilja fá 3-4 mínútur í viðbót til að knýja fram sigur. Það tók Carmen um 15 míntur að skora körfu í opnu spili í dag. „Það munar um minna þegar aðalskorarinn í liðinu nær ekki setja skotin sín ofaní“ sagði Agnar og bætti við að hann var mjög ánægur með aðra leikmenn liðsins sem stigu upp og settu niður skotin sín. „En hún tók sig á í seinni hálfleik og kom sterk tilbaka“ segir Agnar og er sannfærður um að það hefði þurft örfáar mínútur í viðbót að þá hefði liðið ná að snúa leiknum sér í vil. Júlía Scheving kom af bekknum og skilaði flottum leik. „Júlía var hörkudugleg í dag bæði í vörn og sókn, þvílíkur barráttuhundur,“ sagði Agnar. Agnar talaði um fyrir leikinn að hann vildi meira framlag frá íslensku leikmönnum liðsins sem hann fékk. Það var hins vegar Carmen Thomas sem náði ekki að skila sínu í dag. „Já það er rétt, en hún er partur af liðinu og er mennsk eins og hinar og hún á eftir að eiga fullt að leikjum sem hún skilar svakalegu framlagi og hún á líka eftir að eiga leiki eins í dag sem hlutirnir ganga ekki alveg upp,“ sagði Agnar sem var ánægður með mætinguna í dag og stuðninginn sem liðið fær á leikjum liðsins. Sverrir Þór: Varnarleikurinn skóp sigurinn„Það var ekki mikill munur á liðunum í dag, við vorum að spila hörkuvörn og þegar uppi er staðið er það vörnin sem skilar okkur sigrinum. Því sóknin var ekki uppá það besta,“ Sagði Sverrir Þór sem fannst vanta meira flæði í leik liðsins og að nýta opnu skotin betur. „Við létum þær hanga alltof lengi inní leiknum á sóknarfráköstu,“ segir Sverrir, en lið hans náði að halda Carmen Thomas í skefjum í dag. Hann á ekki von á símtölum frá öðrum þjálfurum í deildinni til að fá uppgefið hver formúlan sé af því að halda Carmen í skefjum. „Stelpurnar gerðu hlutina vel sem við lögðum upp með, að láta hana skjóta mikið af erfiðum skotum en á sama tíma klikkum við á að frákasta og þannig náðu Njarðvíkurstelpur að taka fleiri skot í hverri sókn,“ sagði Sverrir sem er ánægður með liðsheildina í Keflavík og hvernig stigaskorið dreifist vel. „Langar að hrósa Njarðvíkurstelpum sem er með hörkulið. Þeim var spáð afar slæmu gengi, svo slæmu að menn sögðu þær mundu jafnvel ekki vinna leik en þetta eru hörkustelpur,“ sagði Sverrir.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Keflavík vann Njarðvík, 71-65, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi en gestirnir voru sterkari undir lokin. Hörku nágrannarimma var háð í Njarðvík í dag. Bæði lið komu til leiks með góða sigra úr síðustu umferð á bakinu. Mikil barrátta og flottu varnarleikur einkenndi leikinn frá byrjun. Keflavík spilaði svakalega vörn á þeirra fyrrum leikmann Carmen Thomas og það var ekki fyrr en Agnar þjálfari Njarðvíkur tók leikhlé og setti Júlíu Scheving inná að liðið fór að setja niður skot. Um leið og Keflavík náði að keyra upp hraðann þá fengu þær auðveldar körfur og fyrir vikið héldu þær forystu sem kom á fyrstu 5 mínútum leiksins. Keflavík 11 stigum yfir í hálfleik. Í seinni háfleik mætti Carmen Thomas grimm til leiks setti 17 stig í þriðja leikhluta og sýndi hversu öflugur leikmaður hún er. Njarðvík náði nokkrum sinnum að minnka muninn niður í 3 stig en nær komust þær ekki. Í fjórða leikhluta fóru heimastúlkur að taka töluvert mikið af þriggja stiga skotum í von um að jafna leikinn en þessi skot rötuðu ekki rétta leið í dag og Keflavíkur sigur staðreynd í hörkuleik.Af hverju vann Keflavík ?Keflavík spilaði hörkuvörn allan leikinn og þá sér í lagi á Carmen Thomas. Þær ná að halda henni í „aðeins“ 24 stigum og hún skoraði ekki körfu í opnum leik fyrr en eftir um 15 mínútna leik eða í miðjum öðrum leikhluta. Sverrir Þór var duglegur að skipta um leikmenn í varnarvinnunni á Carmen og náði þannig að vera með ferskan leikmann á henni allan leikinn. Það skipti miklu máli, því Carmen átti í erfiðleikum með að finna opin skot og var farin að þreyttast undir lok leiksins. Í seinni hálfleik náðu Keflavíkurstúlkur að keyra aðeins upp hraðann og fengu þannig nokkrar auðveldar körfur.Bestu menn vallarinsÞað er erfitt að taka einhverja eina úr Keflavíkurliðinu þar sem margir leikmenn liðsins skiluðu fínu framlagi. Emelía Ósk var þó með tvöfalda tvennu og spilaði magnaða vörn á Carmen Thomas á köflum í leiknum. Thelma Dís átti líka góðan leik og var aðeins einu frákasti frá tvöfaldri tvennu. Hjá Njarðvík var það Júlía Scheving sem átti flottan leik, en hún kom af bekknum og setti niður skot í fyrri hálfleik. sem komu Njarðvíkurliðinu inní leikinn.Tölfræði sem vakti athygliÞriggja stiga nýting liðinna er vægast sagt skelfileg. Njarðvík setur aðeins niður 5 af 45 þriggja stiga skotum sínum og Keflavík 2 af 23 þriggja stiga skotum. Skotnýting Njarðvíkinga í leiknum heilt yfir var slök, þær eru með tæp 21% nýtingu í skotum fyrir innan þriggja stiga línuna. Vítanýting hjá Keflavík var ekki nema 63% en þær misota 10 vítaskot í leiknum og það getur komið þeim um koll síðar ef þessi þáttur í leiknum verður ekki betur nýttur.Hvað gekk illaFyrst og fremst gekk liðunum illa að setja niður skotin sín og það sést á stigaskorinu. Leikmaður síðustu þriggja umferða átti því miður fyrir Njarðvík slakan dag. 25% í 2ja stiga skotum og 10% nýting í þriggja eða 1 af 10 er ekki tölfræði sem Carmen Thomas er vön að bjóa uppá. Hún var að vísu með tvöfalda tvennu og var grimm í frákastabarráttunni með 22 fráköst þar af 12 sóknarfráköst. Agnar: Vantaði nokkrar mínútur í viðbót„Þetta var jafnleikur í seinni hálfleik, reyndar byrja Keflavíkurstúlkur betur í fyrri hálfleik og ná fínu forskoti,“ segir Agnar þjálfari Njarðvíkur. Hann hefði vilja fá 3-4 mínútur í viðbót til að knýja fram sigur. Það tók Carmen um 15 míntur að skora körfu í opnu spili í dag. „Það munar um minna þegar aðalskorarinn í liðinu nær ekki setja skotin sín ofaní“ sagði Agnar og bætti við að hann var mjög ánægur með aðra leikmenn liðsins sem stigu upp og settu niður skotin sín. „En hún tók sig á í seinni hálfleik og kom sterk tilbaka“ segir Agnar og er sannfærður um að það hefði þurft örfáar mínútur í viðbót að þá hefði liðið ná að snúa leiknum sér í vil. Júlía Scheving kom af bekknum og skilaði flottum leik. „Júlía var hörkudugleg í dag bæði í vörn og sókn, þvílíkur barráttuhundur,“ sagði Agnar. Agnar talaði um fyrir leikinn að hann vildi meira framlag frá íslensku leikmönnum liðsins sem hann fékk. Það var hins vegar Carmen Thomas sem náði ekki að skila sínu í dag. „Já það er rétt, en hún er partur af liðinu og er mennsk eins og hinar og hún á eftir að eiga fullt að leikjum sem hún skilar svakalegu framlagi og hún á líka eftir að eiga leiki eins í dag sem hlutirnir ganga ekki alveg upp,“ sagði Agnar sem var ánægður með mætinguna í dag og stuðninginn sem liðið fær á leikjum liðsins. Sverrir Þór: Varnarleikurinn skóp sigurinn„Það var ekki mikill munur á liðunum í dag, við vorum að spila hörkuvörn og þegar uppi er staðið er það vörnin sem skilar okkur sigrinum. Því sóknin var ekki uppá það besta,“ Sagði Sverrir Þór sem fannst vanta meira flæði í leik liðsins og að nýta opnu skotin betur. „Við létum þær hanga alltof lengi inní leiknum á sóknarfráköstu,“ segir Sverrir, en lið hans náði að halda Carmen Thomas í skefjum í dag. Hann á ekki von á símtölum frá öðrum þjálfurum í deildinni til að fá uppgefið hver formúlan sé af því að halda Carmen í skefjum. „Stelpurnar gerðu hlutina vel sem við lögðum upp með, að láta hana skjóta mikið af erfiðum skotum en á sama tíma klikkum við á að frákasta og þannig náðu Njarðvíkurstelpur að taka fleiri skot í hverri sókn,“ sagði Sverrir sem er ánægður með liðsheildina í Keflavík og hvernig stigaskorið dreifist vel. „Langar að hrósa Njarðvíkurstelpum sem er með hörkulið. Þeim var spáð afar slæmu gengi, svo slæmu að menn sögðu þær mundu jafnvel ekki vinna leik en þetta eru hörkustelpur,“ sagði Sverrir.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira