Þegar ég verð gamall Kjartan Þór Ingason skrifar 21. október 2016 15:22 Málefni unga fólksins hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarnar vikur enda kosningar rétt handan við hornið. Það fyrsta sem flestum dettur í hug þegar málefnum ungra kjósenda er veifað á loft er eflaust húsnæðisvandinn, Lánasjóður íslenskra námsmanna og fæðingarorlofssjóður enda allt brýn málefni sem tengjast veruleika margra á aldrinum 18 til 35 ára. Í mínum huga vantar þó inn í þessa upptalningu eitt stærsta hagsmunamál ungs fólks, lífeyrisjóðakerfið. Ef til vill finnst einhverjum skjóta skökku við að eitt helsta hagsmunamál unga fólksins sé kerfi sem einstaklingar á eftirlaunaaldri reiði sig á. Athyglisvert er þó að á sama tíma og þetta viðhorf er ríkjandi í umræðunni er talað um mikilvægi þess að þeir sem ungir eru að árum setji sér markmið og hugi vel að sinni framtíð. Á þessum tímapunkti sé ég ekki fram á að njóta verðskuldaðra þæginda á mínum efri árum, þegar ég hef lokið við að leggja mitt af mörkum við að byggja upp samfélagið. Í núverandi kerfi sé ég fram á að heildartekjur mínar verði langt undir lágmarkslaunum og að mér yrði refsað fyrir að starfa lengur í fullu- eða hlutastarfi (ef ég kýs það sjálfur og heilsan leyfir). Ef ég verð gamall í núverandi kerfi er eins gott að ég verði ekki einstæður, því þá yrði hætta á að mér yrði ómögulegt að borga hvort tveggja leigu- og lyfjakostnað. Í sannleika sagt vil ég síður þurfa að velja þarna á milli. Stjórnmálaaflið Viðreisn telur þennan veruleika ekki mannsæmandi endastöð fyrir fólk sem hefur stritað áratugum saman í þágu samfélagsins. Við viljum einfalda lífeyriskerfið og tryggja að heildartekjur verði aldrei lægri en sem nemur lágmarkslaunum hverju sinni. Með því að draga úr tekjutengingu getum við gefið fólki raunverulegt tækifæri til að bæta kjör sín, án þess að ríkið seilist með beinum hætti í vasa lífeyrisþega. Það er kominn tími til að hætta að tala um lífeyri eins og ölmusu og byrja að tala um lífeyrisgreiðslur sem laun, enda hefur þessi hópur svo sannarlega unnið fyrir þessum launum þótt þau séu greidd út síðar á lífsleiðinni. Ég vil ekki þurfa að eyða seinustu árum mínum í stöðuga baráttu fyrir sjálfsögðum réttindum, vitandi það að enginn muni taka hanskann upp fyrir mig. Ég ætla því ekki sitja og þegja um stöðu eldri borgara þar til lífsklukkan mín slær 65 heldur huga að framtíðinni, stuðla að viðreisn lífeyriskerfisins og fara hrukkóttur og áhyggjulaus inn í efri árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Málefni unga fólksins hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarnar vikur enda kosningar rétt handan við hornið. Það fyrsta sem flestum dettur í hug þegar málefnum ungra kjósenda er veifað á loft er eflaust húsnæðisvandinn, Lánasjóður íslenskra námsmanna og fæðingarorlofssjóður enda allt brýn málefni sem tengjast veruleika margra á aldrinum 18 til 35 ára. Í mínum huga vantar þó inn í þessa upptalningu eitt stærsta hagsmunamál ungs fólks, lífeyrisjóðakerfið. Ef til vill finnst einhverjum skjóta skökku við að eitt helsta hagsmunamál unga fólksins sé kerfi sem einstaklingar á eftirlaunaaldri reiði sig á. Athyglisvert er þó að á sama tíma og þetta viðhorf er ríkjandi í umræðunni er talað um mikilvægi þess að þeir sem ungir eru að árum setji sér markmið og hugi vel að sinni framtíð. Á þessum tímapunkti sé ég ekki fram á að njóta verðskuldaðra þæginda á mínum efri árum, þegar ég hef lokið við að leggja mitt af mörkum við að byggja upp samfélagið. Í núverandi kerfi sé ég fram á að heildartekjur mínar verði langt undir lágmarkslaunum og að mér yrði refsað fyrir að starfa lengur í fullu- eða hlutastarfi (ef ég kýs það sjálfur og heilsan leyfir). Ef ég verð gamall í núverandi kerfi er eins gott að ég verði ekki einstæður, því þá yrði hætta á að mér yrði ómögulegt að borga hvort tveggja leigu- og lyfjakostnað. Í sannleika sagt vil ég síður þurfa að velja þarna á milli. Stjórnmálaaflið Viðreisn telur þennan veruleika ekki mannsæmandi endastöð fyrir fólk sem hefur stritað áratugum saman í þágu samfélagsins. Við viljum einfalda lífeyriskerfið og tryggja að heildartekjur verði aldrei lægri en sem nemur lágmarkslaunum hverju sinni. Með því að draga úr tekjutengingu getum við gefið fólki raunverulegt tækifæri til að bæta kjör sín, án þess að ríkið seilist með beinum hætti í vasa lífeyrisþega. Það er kominn tími til að hætta að tala um lífeyri eins og ölmusu og byrja að tala um lífeyrisgreiðslur sem laun, enda hefur þessi hópur svo sannarlega unnið fyrir þessum launum þótt þau séu greidd út síðar á lífsleiðinni. Ég vil ekki þurfa að eyða seinustu árum mínum í stöðuga baráttu fyrir sjálfsögðum réttindum, vitandi það að enginn muni taka hanskann upp fyrir mig. Ég ætla því ekki sitja og þegja um stöðu eldri borgara þar til lífsklukkan mín slær 65 heldur huga að framtíðinni, stuðla að viðreisn lífeyriskerfisins og fara hrukkóttur og áhyggjulaus inn í efri árin.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun