Af kjaramálum tónlistarskólakennara og annarra opinberra starfsmanna Guðríður Arnardóttir skrifar 21. október 2016 09:55 Tónlistarskólakennarar hafa verið samningslausir í tæpt ár. Krafa þeirra er hógvær, þau vilja fá sömu laun og aðrir kennarar. Tónlistarskólakennarar fóru í langt og erfitt verkfall fyrir tveimur árum og mátti glöggt finna þann mikla stuðning sem þau fengu í samfélaginu enda tónlistarskólar hluti af menntakerfinu og þar er enginn einn hlekkur minna mikilvægur en annar. Kennarasamband Íslands og Bandalag háskólamanna töldu hagsmunum sínum ekki borgið með aðild að rammasamkomulagi um launaþróun sem skrifað var undir af aðilum vinnumarkaðarins haustið 2015. Ástæðan var (fyrir utan fyrirhugaðar skerðingar á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna) að stærstum hluta til vegna þess að launasetning þessara hópa hefði áfram verið slök í samburði við hópa með sambærilega menntun innan rammans. Aldrei hef ég heyrt fulltrúa sveitarfélaganna eða aðra sem hafa um málið að segja fullyrða að það sé í lagi að tónlistarskólakennarar séu 15% lægri í launum en aðrir kennarar með sömu menntun. Og mér vitanlega hefur samningsfrelsi okkar opinberra starfsmanna ekki verið tekið af okkur, að minnsta kosti ekki í orði. En er það í reynd? Getur verið að við, opinberir starfsmenn, verðum nú látin sitja samningslaus og þannig verðum við barin til hlýðni og barið í gegn áframhaldandi láglaunastefna opinberra starfsmanna og skerðingar á lífeyrisréttindum? Það sýnir litlar efndir á þeim hluta nýs vinnumarkaðslíkans og fyrirhuguðum breytingum á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna að laun þeirra skuli jafna við almenna markaðinn. Hvernig væri að byrja á þeim enda? Hvernig væri að sýna vilja í verki og semja við þá stétt opinberra starfsmanna sem hefur verið lengst samningslaus og hvers laun eru lægri en allra annarra menntastétta? Það væri ágætis byrjun á vegferð sem flestir eru sammála um að við verðum að hefja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Tónlistarskólakennarar hafa verið samningslausir í tæpt ár. Krafa þeirra er hógvær, þau vilja fá sömu laun og aðrir kennarar. Tónlistarskólakennarar fóru í langt og erfitt verkfall fyrir tveimur árum og mátti glöggt finna þann mikla stuðning sem þau fengu í samfélaginu enda tónlistarskólar hluti af menntakerfinu og þar er enginn einn hlekkur minna mikilvægur en annar. Kennarasamband Íslands og Bandalag háskólamanna töldu hagsmunum sínum ekki borgið með aðild að rammasamkomulagi um launaþróun sem skrifað var undir af aðilum vinnumarkaðarins haustið 2015. Ástæðan var (fyrir utan fyrirhugaðar skerðingar á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna) að stærstum hluta til vegna þess að launasetning þessara hópa hefði áfram verið slök í samburði við hópa með sambærilega menntun innan rammans. Aldrei hef ég heyrt fulltrúa sveitarfélaganna eða aðra sem hafa um málið að segja fullyrða að það sé í lagi að tónlistarskólakennarar séu 15% lægri í launum en aðrir kennarar með sömu menntun. Og mér vitanlega hefur samningsfrelsi okkar opinberra starfsmanna ekki verið tekið af okkur, að minnsta kosti ekki í orði. En er það í reynd? Getur verið að við, opinberir starfsmenn, verðum nú látin sitja samningslaus og þannig verðum við barin til hlýðni og barið í gegn áframhaldandi láglaunastefna opinberra starfsmanna og skerðingar á lífeyrisréttindum? Það sýnir litlar efndir á þeim hluta nýs vinnumarkaðslíkans og fyrirhuguðum breytingum á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna að laun þeirra skuli jafna við almenna markaðinn. Hvernig væri að byrja á þeim enda? Hvernig væri að sýna vilja í verki og semja við þá stétt opinberra starfsmanna sem hefur verið lengst samningslaus og hvers laun eru lægri en allra annarra menntastétta? Það væri ágætis byrjun á vegferð sem flestir eru sammála um að við verðum að hefja.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun