Körfuboltalið frá Los Angeles meistari á ný | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2016 10:30 Candace Parker fagnar eigandann Magic Johnson. Vísir/Getty Los Angeles á meistaralið á nýjan leik í bandaríska körfuboltanum. Það eru þó ekki lið Los Angeles Lakers eða Los Angeles Clippers heldur stelpurnar í Los Angeles Sparks. LA Sparks-liðið varð WNBA-meistari í nótt eftir dramatískan sigur í oddaleik um titilinn. Los Angeles Sparks vann þá 77-76 sigur á Minnesota Lynx þökk sé sigurkörfu frá Nneka Ogwumike aðeins 3,1 sekúndu fyrir leikslok. Þetta var fyrsti titill Los Angeles Sparks í fjórtán ár en Minnesota Lynx var ríkjandi WNBA-meistari. Candace Parker var með 28 stig og 12 fráköst í úrslitaleiknum og var kosin besti leikmaður úrslitakeppninnar. Candace Parker hefur verið lengi í deildinni en var þarna að vinna sinn fyrsta WNBA-titil. Candace Parker vann á sínum tvo háskólatitla undir stjórn Pat Summitt en hin sigursæla Summitt lést á þessu ári og bandarískir fjölmiðlar voru duglegir að ýja að því að hún hafi verið með Parker í þessum leikjum. Eitt er víst að Candace Parker hefur mátt þola mikla gagnrýni á sínum ferli en þetta er hennar níunda tímabil. Hún hefur tvisvar verið kosin besti leikmaður deildarinnar á ferlinum en nú náði hún loksins í stóra bikarinn. „Ég hefði ekki viljað fara í þetta ferðalag með neinum öðrum. Það er magnað hvað það er gaman að spila þegar þú ert með svona gott fólk í kringum þig,“ sagði Candace Parker. „Ég hef aldrei verið í kringum leikmann sem hefur fengið svona harða gagnrýni. Ég svo ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Brian Agler, þjálfari nýkrýndra WNBA-meistara. Nneka Ogwumike skoraði 12 stig í lokaleiknum en hún var kosin mikilvægasti leikmaður deildarinnar á tímabilinu. Leikurinn og öll úrslitin voru gríðarlega jöfn. Liðin skiptust sem dæmi 24 sinnum á að hafa forystuna í leiknum í nótt. Maya Moore var með 23 stig og 11 stoðsendingar en liði Minnesota Lynx mistókst að vinna sinn fjórða WNBA-titil og jafna þar með met Houston Comets frá 1997 til 2000. NBA Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Los Angeles á meistaralið á nýjan leik í bandaríska körfuboltanum. Það eru þó ekki lið Los Angeles Lakers eða Los Angeles Clippers heldur stelpurnar í Los Angeles Sparks. LA Sparks-liðið varð WNBA-meistari í nótt eftir dramatískan sigur í oddaleik um titilinn. Los Angeles Sparks vann þá 77-76 sigur á Minnesota Lynx þökk sé sigurkörfu frá Nneka Ogwumike aðeins 3,1 sekúndu fyrir leikslok. Þetta var fyrsti titill Los Angeles Sparks í fjórtán ár en Minnesota Lynx var ríkjandi WNBA-meistari. Candace Parker var með 28 stig og 12 fráköst í úrslitaleiknum og var kosin besti leikmaður úrslitakeppninnar. Candace Parker hefur verið lengi í deildinni en var þarna að vinna sinn fyrsta WNBA-titil. Candace Parker vann á sínum tvo háskólatitla undir stjórn Pat Summitt en hin sigursæla Summitt lést á þessu ári og bandarískir fjölmiðlar voru duglegir að ýja að því að hún hafi verið með Parker í þessum leikjum. Eitt er víst að Candace Parker hefur mátt þola mikla gagnrýni á sínum ferli en þetta er hennar níunda tímabil. Hún hefur tvisvar verið kosin besti leikmaður deildarinnar á ferlinum en nú náði hún loksins í stóra bikarinn. „Ég hefði ekki viljað fara í þetta ferðalag með neinum öðrum. Það er magnað hvað það er gaman að spila þegar þú ert með svona gott fólk í kringum þig,“ sagði Candace Parker. „Ég hef aldrei verið í kringum leikmann sem hefur fengið svona harða gagnrýni. Ég svo ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Brian Agler, þjálfari nýkrýndra WNBA-meistara. Nneka Ogwumike skoraði 12 stig í lokaleiknum en hún var kosin mikilvægasti leikmaður deildarinnar á tímabilinu. Leikurinn og öll úrslitin voru gríðarlega jöfn. Liðin skiptust sem dæmi 24 sinnum á að hafa forystuna í leiknum í nótt. Maya Moore var með 23 stig og 11 stoðsendingar en liði Minnesota Lynx mistókst að vinna sinn fjórða WNBA-titil og jafna þar með met Houston Comets frá 1997 til 2000.
NBA Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira