Sjálfstæðismenn fengju fimm þingmenn í Suðvesturkjördæmi og Framsókn tapar tveimur Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2016 19:20 Úr myndveri þar sem oddvitar stærstu flokkanna sátu fyrir svörum. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm af þrettán þingmönnum Suðvesturkjördæmis ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis sem greint var frá í kosningaþætti Stöðvar 2. Framsóknarflokkurinn tapar tveimur af þremur þingmönnum sínum. Nokkur breyting verður á skipan þingsæta í Suðvesturkjördæmi samvæmt könnuninni en hún byggir á svörum í könnunum fréttastofu undanfarnar tvær vikur sem og könnun sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Framsóknarflokkurinn tapar tveimur þingmönnum í kjördæminu með 6,7 prósenta fylgi og kæmist Eygló Harðardóttir ein á þing en Willum Þór Þórsson alþingismaður næði ekki kjöri.Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig örlitlu fylgi frá síðustu kosningum þótt hann sé enn langt frá rúmlega 42 prósenta fylgi kosninganna 2007. Mælist nú með 31,6 prósent og héldi fimm þingmönnum, Bjarna Benediktssyni, Bryndísi Haraldsdóttur, Jóni Gunnarssyni, Óla Birni Kárasyni og Vilhjálmi Bjarnasyni. Samfylkingin tapar öðrum sinna tveggja þingmanna í kjördæminu en hún mælist með 8 prósenta fylgi og því nær Árni Páll Árnason kjöri. Vinstri græn eru hins vegar að bæta við sig fylgi, fengju 11,6 prósent og einn mann kjörinn. En mjög mjótt er á munum annars manns Vinstri grænna, Ólafi Þór Gunnarssyni og Vilhjálmi Bjarnasyni fimmta manns Sjálfstæðisflokksins samkvæmt könnuninni. Björt framtíð heldur sínum manni með 7 prósenta fylgi sem dugar fyrir þingsæti Óttars Proppé formanns flokksins. Píratar fengju aftur á móti þrjá menn kjörna með 20,1 prósent atkvæða í Suðvesturkjördæmi. Jón Þór Ólafsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Andri Þór Sturluson kæmust því öll á þing samkvæmt þessum niðurstöðum. Viðreisn með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins í oddvitasæti, mælist með 8 prósent eins og Samfylkingin. Þar með kæmist Þorgerður Katrín á þing á nýjan leik. Kosningar 2016 X16 Suðvestur Tengdar fréttir Píratar ásælast ekki forsætisráðuneytið Píratar myndu bæta við sig langflestum þingmönnum í komandi alþingiskosningum miðað við nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingflokkur VG myndi næstum tvöfaldast. Píratar hyggjast ræða áfram við forystumenn annarra 20. október 2016 07:00 Framsókn myndi missa tvo af fjórum þingmönnum sínum í Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Sex flokkar myndu ná inn kjördæmakjörnum þingmanni á þing. 18. október 2016 17:35 VG bætir verulega við fylgið og andar ofan í hálsmál Pírata Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun. Vinstri græn bæta við sig fylgi milli vikna. Formaður Samfylkingarinnar segist vera bjartsýn á að flokkurinn bæti við sig fyrir kosningar. 19. október 2016 00:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm af þrettán þingmönnum Suðvesturkjördæmis ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis sem greint var frá í kosningaþætti Stöðvar 2. Framsóknarflokkurinn tapar tveimur af þremur þingmönnum sínum. Nokkur breyting verður á skipan þingsæta í Suðvesturkjördæmi samvæmt könnuninni en hún byggir á svörum í könnunum fréttastofu undanfarnar tvær vikur sem og könnun sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Framsóknarflokkurinn tapar tveimur þingmönnum í kjördæminu með 6,7 prósenta fylgi og kæmist Eygló Harðardóttir ein á þing en Willum Þór Þórsson alþingismaður næði ekki kjöri.Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig örlitlu fylgi frá síðustu kosningum þótt hann sé enn langt frá rúmlega 42 prósenta fylgi kosninganna 2007. Mælist nú með 31,6 prósent og héldi fimm þingmönnum, Bjarna Benediktssyni, Bryndísi Haraldsdóttur, Jóni Gunnarssyni, Óla Birni Kárasyni og Vilhjálmi Bjarnasyni. Samfylkingin tapar öðrum sinna tveggja þingmanna í kjördæminu en hún mælist með 8 prósenta fylgi og því nær Árni Páll Árnason kjöri. Vinstri græn eru hins vegar að bæta við sig fylgi, fengju 11,6 prósent og einn mann kjörinn. En mjög mjótt er á munum annars manns Vinstri grænna, Ólafi Þór Gunnarssyni og Vilhjálmi Bjarnasyni fimmta manns Sjálfstæðisflokksins samkvæmt könnuninni. Björt framtíð heldur sínum manni með 7 prósenta fylgi sem dugar fyrir þingsæti Óttars Proppé formanns flokksins. Píratar fengju aftur á móti þrjá menn kjörna með 20,1 prósent atkvæða í Suðvesturkjördæmi. Jón Þór Ólafsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Andri Þór Sturluson kæmust því öll á þing samkvæmt þessum niðurstöðum. Viðreisn með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins í oddvitasæti, mælist með 8 prósent eins og Samfylkingin. Þar með kæmist Þorgerður Katrín á þing á nýjan leik.
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Tengdar fréttir Píratar ásælast ekki forsætisráðuneytið Píratar myndu bæta við sig langflestum þingmönnum í komandi alþingiskosningum miðað við nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingflokkur VG myndi næstum tvöfaldast. Píratar hyggjast ræða áfram við forystumenn annarra 20. október 2016 07:00 Framsókn myndi missa tvo af fjórum þingmönnum sínum í Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Sex flokkar myndu ná inn kjördæmakjörnum þingmanni á þing. 18. október 2016 17:35 VG bætir verulega við fylgið og andar ofan í hálsmál Pírata Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun. Vinstri græn bæta við sig fylgi milli vikna. Formaður Samfylkingarinnar segist vera bjartsýn á að flokkurinn bæti við sig fyrir kosningar. 19. október 2016 00:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira
Píratar ásælast ekki forsætisráðuneytið Píratar myndu bæta við sig langflestum þingmönnum í komandi alþingiskosningum miðað við nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingflokkur VG myndi næstum tvöfaldast. Píratar hyggjast ræða áfram við forystumenn annarra 20. október 2016 07:00
Framsókn myndi missa tvo af fjórum þingmönnum sínum í Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Sex flokkar myndu ná inn kjördæmakjörnum þingmanni á þing. 18. október 2016 17:35
VG bætir verulega við fylgið og andar ofan í hálsmál Pírata Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun. Vinstri græn bæta við sig fylgi milli vikna. Formaður Samfylkingarinnar segist vera bjartsýn á að flokkurinn bæti við sig fyrir kosningar. 19. október 2016 00:30