Að eignast eða eignast ekki börn, hugleiðing um ófrjósemi Helga Björg Arnardóttir skrifar 20. október 2016 13:15 Að eignast eða eignast ekki börn, er spurning sem flestir standa frammi fyrir einhvern tíma á ævinni. Það reynist því miður samt all nokkrum fjölda fólks erfiðara að eignast börnin en að svara spurningunni. Hvað gerir maður í þeirri stöðu? Jú, maður leitar sér aðstoðar. Ég var ein af þeim. Ég var búin að tikka í boxið „eignast barn“ í huganum, við hjónin búin að reyna framkvæmdahliðina á því í tvö ár áður en við stóðum fyrir framan Art Medica, tilbúin til að taka næsta skref. Á þeim tíma, eins og nú, var þetta eini valkosturinn hérlendis fyrir mig að fá aðstoð. Gott og vel. Í þeirri eins og hálfs árs samvinnu sem ég átti með Art Medica vann ég stóra lottóvinninginn, til varð barn. Ég var ein af þeim heppnu. Að standa í þessum sporum er erfitt fyrir alla viðkomandi. Andlegt álag er mikið þar sem trekk í trekk er maður minntur á að ekki sé þetta að ganga, enginn draumur að rætast í þetta skiptið og fyrir liggi að hefja meðferð aftur. Líkamlegt álag er einnig mikið, hormónakokteilar sem breyta manni í tifandi tímasprengju eina stundina og andlega rúst hina stundina. Svo koma fjárhagsáhyggjurnar. Það er ekkert grín fyrir budduna að standa í þessu. Það ár sem ég stóð í þessum sporum var verð á glasafrjóvgun hérlendis 294 þús en er núna 455 þús (verð miðast við fyrstu meðferð, sem er ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum). Ái. Á þessum tíma hafa orðið framfarir á þessum meðferðum, en þetta er engu að síður dýrt. Og þetta er verð fyrir utan lyfjakostnaðinn sem þessu fylgir. Það svíður að standa eða hafa staðið í þessum sporum. Það svíður enn meira þegar maður les um það að eina klíníkin sem sinnir þessum málaflokki á landinu hafi tekið 350 milljón króna arð út úr fyrirtækinu á árunum 2013-2015. Þetta er vont. Þessar arðgreiðslur eru hirtar út úr eymd og erfiðleikum fólks sem glímir við ófrjóssemi. Þrátt fyrir að Björt framtíð sé opin fyrir fjölbreyttu rekstrarformi í heilbrigðisgeiranum, þá finnst okkur þetta ekki í lagi. Björt framtíð leggst eindregið gegn því að heilbrigðisþjónusta sé rekin í gróðaskyni. Það er val að eignast barn eða ekki. Ef þú hins vegar þarft aðstoð og ert ekki fjársterkur, þá hefur þú ekki það val. Þannig er staðan í dag. Það er vont. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Að eignast eða eignast ekki börn, er spurning sem flestir standa frammi fyrir einhvern tíma á ævinni. Það reynist því miður samt all nokkrum fjölda fólks erfiðara að eignast börnin en að svara spurningunni. Hvað gerir maður í þeirri stöðu? Jú, maður leitar sér aðstoðar. Ég var ein af þeim. Ég var búin að tikka í boxið „eignast barn“ í huganum, við hjónin búin að reyna framkvæmdahliðina á því í tvö ár áður en við stóðum fyrir framan Art Medica, tilbúin til að taka næsta skref. Á þeim tíma, eins og nú, var þetta eini valkosturinn hérlendis fyrir mig að fá aðstoð. Gott og vel. Í þeirri eins og hálfs árs samvinnu sem ég átti með Art Medica vann ég stóra lottóvinninginn, til varð barn. Ég var ein af þeim heppnu. Að standa í þessum sporum er erfitt fyrir alla viðkomandi. Andlegt álag er mikið þar sem trekk í trekk er maður minntur á að ekki sé þetta að ganga, enginn draumur að rætast í þetta skiptið og fyrir liggi að hefja meðferð aftur. Líkamlegt álag er einnig mikið, hormónakokteilar sem breyta manni í tifandi tímasprengju eina stundina og andlega rúst hina stundina. Svo koma fjárhagsáhyggjurnar. Það er ekkert grín fyrir budduna að standa í þessu. Það ár sem ég stóð í þessum sporum var verð á glasafrjóvgun hérlendis 294 þús en er núna 455 þús (verð miðast við fyrstu meðferð, sem er ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum). Ái. Á þessum tíma hafa orðið framfarir á þessum meðferðum, en þetta er engu að síður dýrt. Og þetta er verð fyrir utan lyfjakostnaðinn sem þessu fylgir. Það svíður að standa eða hafa staðið í þessum sporum. Það svíður enn meira þegar maður les um það að eina klíníkin sem sinnir þessum málaflokki á landinu hafi tekið 350 milljón króna arð út úr fyrirtækinu á árunum 2013-2015. Þetta er vont. Þessar arðgreiðslur eru hirtar út úr eymd og erfiðleikum fólks sem glímir við ófrjóssemi. Þrátt fyrir að Björt framtíð sé opin fyrir fjölbreyttu rekstrarformi í heilbrigðisgeiranum, þá finnst okkur þetta ekki í lagi. Björt framtíð leggst eindregið gegn því að heilbrigðisþjónusta sé rekin í gróðaskyni. Það er val að eignast barn eða ekki. Ef þú hins vegar þarft aðstoð og ert ekki fjársterkur, þá hefur þú ekki það val. Þannig er staðan í dag. Það er vont.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun