Sjósundkappar létu storminn ekki stöðva sig Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. október 2016 09:58 "Gleðin á myndunum er ósvikin," segir Baldvin, aðspurður hvort hópurinn hafi skemmt sér vel í ölduganginum í gær. mynd/baldvin Eflaust héldu flestir sig í hlýjunni innandyra í storminum sem gekk yfir í gær, en það á ekki við um þrjá starfsmenn Háskólans í Reykjavík sem ákváðu frekar að skella sér í sjósund. Hópurinn fer einu sinni í viku í sjósund í Nauthólsvík í öllum veðrum og vindum, að sögn Baldvins A Baldvinssonar Aalen, sem starfar á upplýsingatæknisviði HR. „Þetta er bara æðislegt. Við förum alltaf nokkur saman úr HR einu sinni í viku, en það er alltaf fullt af fólki þarna niðurfrá á miðvikudögum í hádeginu,” segir Baldvin í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann sjóinn enn nokkuð hlýjan. „Sjórinn var var níu gráður í gær, hann er ekki orðinn kaldur enn þá. En þrátt fyrir að fæstir skilji það, þá er í raun miklu betra að vera úti í sjó í svona veðri en að labba á milli húsa, en maður þarf auðvitað að vera rétt útbúinn. Baldvin hefur stundað sjósund af krafti í eitt ár, en vinnufélagar hans í sex ár. Hann segist ekki hafa getað hætt eftir að hafa byrjað, enda sé sjósund allra meina bót. „Þetta styrkir ónæmiskerfið sem er ein af ástæðunum fyrir því að fólk gerir þetta. Þetta er auðvitað talsvert kalt en við förum í pottinn og erum hálftíma þar til að ná hitanum upp. Ef við myndum ekki gera það tæki það allan daginn að ná upp líkamshitanum,” segir Baldvin og bætir við að næsti sprettur verði tekinn á morgun.Hópurinn lét kuldann og óveðrið ekkert á sig fá.mynd/baldvin Veður Tengdar fréttir Veðrið mun skána áður en það versnar aftur í kvöld Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur því fólk og fyrirtæki að huga að lausamunum og tryggja byggingasvæði og báta. 19. október 2016 15:33 Innanlandsflug liggur niðri Allar ferðir Flugfélags Íslands eru nú á bið vegna veðurs og þá hefur flugfélagið Ernir aflýst öllum ferðum sínum í dag. 19. október 2016 13:38 Foreldrar hvattir til að sækja börn sín eftir skóla vegna veðurs Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að átt sé við börn 12 ára og yngri og að börnin séu óhlult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. 19. október 2016 13:55 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Eflaust héldu flestir sig í hlýjunni innandyra í storminum sem gekk yfir í gær, en það á ekki við um þrjá starfsmenn Háskólans í Reykjavík sem ákváðu frekar að skella sér í sjósund. Hópurinn fer einu sinni í viku í sjósund í Nauthólsvík í öllum veðrum og vindum, að sögn Baldvins A Baldvinssonar Aalen, sem starfar á upplýsingatæknisviði HR. „Þetta er bara æðislegt. Við förum alltaf nokkur saman úr HR einu sinni í viku, en það er alltaf fullt af fólki þarna niðurfrá á miðvikudögum í hádeginu,” segir Baldvin í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann sjóinn enn nokkuð hlýjan. „Sjórinn var var níu gráður í gær, hann er ekki orðinn kaldur enn þá. En þrátt fyrir að fæstir skilji það, þá er í raun miklu betra að vera úti í sjó í svona veðri en að labba á milli húsa, en maður þarf auðvitað að vera rétt útbúinn. Baldvin hefur stundað sjósund af krafti í eitt ár, en vinnufélagar hans í sex ár. Hann segist ekki hafa getað hætt eftir að hafa byrjað, enda sé sjósund allra meina bót. „Þetta styrkir ónæmiskerfið sem er ein af ástæðunum fyrir því að fólk gerir þetta. Þetta er auðvitað talsvert kalt en við förum í pottinn og erum hálftíma þar til að ná hitanum upp. Ef við myndum ekki gera það tæki það allan daginn að ná upp líkamshitanum,” segir Baldvin og bætir við að næsti sprettur verði tekinn á morgun.Hópurinn lét kuldann og óveðrið ekkert á sig fá.mynd/baldvin
Veður Tengdar fréttir Veðrið mun skána áður en það versnar aftur í kvöld Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur því fólk og fyrirtæki að huga að lausamunum og tryggja byggingasvæði og báta. 19. október 2016 15:33 Innanlandsflug liggur niðri Allar ferðir Flugfélags Íslands eru nú á bið vegna veðurs og þá hefur flugfélagið Ernir aflýst öllum ferðum sínum í dag. 19. október 2016 13:38 Foreldrar hvattir til að sækja börn sín eftir skóla vegna veðurs Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að átt sé við börn 12 ára og yngri og að börnin séu óhlult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. 19. október 2016 13:55 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Veðrið mun skána áður en það versnar aftur í kvöld Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur því fólk og fyrirtæki að huga að lausamunum og tryggja byggingasvæði og báta. 19. október 2016 15:33
Innanlandsflug liggur niðri Allar ferðir Flugfélags Íslands eru nú á bið vegna veðurs og þá hefur flugfélagið Ernir aflýst öllum ferðum sínum í dag. 19. október 2016 13:38
Foreldrar hvattir til að sækja börn sín eftir skóla vegna veðurs Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að átt sé við börn 12 ára og yngri og að börnin séu óhlult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. 19. október 2016 13:55