Veðurstofan varar við stormi, meira en 20 metrum á sekúndu, á Austfjörðum og Suðusturlandi í dag.
Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að búist sé við norvestan átt 18 til 23 metrum á sekúndu á þessu landsvæði í dag og staðbundið er spáð vindhviðum upp undir 40 metra á sekúndu.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Norðvestan 13-23 með morgninum, hvassast á Austfjörðum og einnig á Suðausturlandi fram eftir degi. Mun hægari vindur vestan til á landinu. Él norðaustan lands, annars skýjað með köflum og þurrt víðast hvar. Kólnandi, hiti víða 1 til 5 stig á í dag.
Hægur vindur og bjart veður um landið vestanvert í nótt, en lægir smám saman austan til og minnkandi él á morgun. Víða bjartviðri annað kvöld og frystir inn til landsins.
Á þriðjudag:
Norðvestan 13-18 metrar austan lands, en lægir smám saman. Mun hægari breytileg átt í öðrum landshlutum. Dálítil él norðaustan til í fyrstu, annars bjart með köflum. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst, en vægt frost í innsveitum.
Á miðvikudag:
Suðaustan 8-13 og rigning eða slydda á Suður- og Vesturlandi, en þurrt fyrir norðan og austan. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst, en í kringum frostmark norðaustan lands.
Á fimmtudag:
Austan- og norðaustanátt og rigning, einkum suðaustan til. Hiti 1 til 6 stig.
Á föstudag:
Norðaustanátt og él á Norður- og Austurlandi, en víða léttskýjað sunnan og vestan lands. Kólnandi veður.
Á laugardag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri. Sums staðar frostlaust með ströndum, en annars frost.
Á sunnudag:
Útlit fyrir sunnanátt með rigningu og mildu veðri.
Varað við stormi: Vindhviður gætu náð 40 metrum á sekúndu
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
