„Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2016 15:24 Hillary Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína nú klukkan 15.30 vísir/getty 16:57 - „Til allra kvenna, sem lögðu sitt traust á þetta framboð og mig, ég vil að þið vitið að ekkert hefur gert mig stoltari en að fá að vera leiðtogi ykkar. Ég veit að við höfum ekki enn brotið hæsta glerþakið, en við gerum það einn daginn, og vonandi fyrr en okkur grunar. Og til allra litlu stúlknanna sem horfa á þetta, ekki efast um ykkar hæfni og rétt ykkar til að upplifa eigin drauma.“ 16:53 - Hillary þakkaði fráfarandi forsetahjónum, Barack og Michelle Obama, fyrir vel unnin störf. „Við stöndum í þakkarskuld við ykkur. Við þökkum ykkur fyrir staðfasta leiðtogafærni ykkar sem hefur skipt miklu.“ Hún þakkaði einnig Bill eiginmanni sínum og Chelsea dóttur sinni og nefndi einnig allt starfsfólkið sem kom að kosningabaráttu hennar sem og þeim milljónum sjálfboðaliða sem hjálpuðu til.16:45 - Hillary Clinton mætti á sviðið ásamt eiginmanni sínum Bill Clinton og þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir. „Ég óskaði Donald Trump til hamingju með sigurinn í gær og bauðst til að vinna með honum fyrir hönd þjóðar okkar. Ég vona að hann verði forseta allrar þjóðarinnar. Mér þykir miður að við unnum ekki þessar kosningar vegna þeirra gilda sem við erum sammála um. Þið eruð það besta við Bandaríkin,“ sagði Clinton við stuðningsmenn sína. „Að vera frambjóðandinn ykkar hefur verið mesti heiður sem mér hefur hlotnast á lífsleiðinni. Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka. Þetta er sárt og verður það áfram. Ég vil samt að þið munið að kosningabarátta okkar snerist aldrei um eina persónu. Hún snerist um að byggja upp þessa þjóð sem við elskum.16:40 - Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, mætti á sviðið fyrir skömmu ásamt eiginkonu sinni og sagðist vera stoltur af Hillary því hún sé og verður söguleg manneskja*Uppfært 15.45* Ræðu Clinton seinkar eitthvað en búist er við að hún hefjist fljótlega. Hillary Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína nú skömmu eftir klukkan 15.30. Ekkert hefur heyrst frá henni opinberlega frá því að í ljós kom að Donald Trump hafði borið sigur úr bítum í forsetakosningunum. Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína frá New Yorker hótelinu í New York en snemma í morgun hringdi hún í Trump og viðurkenndi ósigur sinn og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Hefð er fyrir því að þeir sem tapi forsetakosningum haldi ræðu þar sem þeir viðurkenni ósigurinn og fastlega má gera ráð fyrir því að Clinton fylgi þeirri hefð nú á eftir. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
16:57 - „Til allra kvenna, sem lögðu sitt traust á þetta framboð og mig, ég vil að þið vitið að ekkert hefur gert mig stoltari en að fá að vera leiðtogi ykkar. Ég veit að við höfum ekki enn brotið hæsta glerþakið, en við gerum það einn daginn, og vonandi fyrr en okkur grunar. Og til allra litlu stúlknanna sem horfa á þetta, ekki efast um ykkar hæfni og rétt ykkar til að upplifa eigin drauma.“ 16:53 - Hillary þakkaði fráfarandi forsetahjónum, Barack og Michelle Obama, fyrir vel unnin störf. „Við stöndum í þakkarskuld við ykkur. Við þökkum ykkur fyrir staðfasta leiðtogafærni ykkar sem hefur skipt miklu.“ Hún þakkaði einnig Bill eiginmanni sínum og Chelsea dóttur sinni og nefndi einnig allt starfsfólkið sem kom að kosningabaráttu hennar sem og þeim milljónum sjálfboðaliða sem hjálpuðu til.16:45 - Hillary Clinton mætti á sviðið ásamt eiginmanni sínum Bill Clinton og þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir. „Ég óskaði Donald Trump til hamingju með sigurinn í gær og bauðst til að vinna með honum fyrir hönd þjóðar okkar. Ég vona að hann verði forseta allrar þjóðarinnar. Mér þykir miður að við unnum ekki þessar kosningar vegna þeirra gilda sem við erum sammála um. Þið eruð það besta við Bandaríkin,“ sagði Clinton við stuðningsmenn sína. „Að vera frambjóðandinn ykkar hefur verið mesti heiður sem mér hefur hlotnast á lífsleiðinni. Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka. Þetta er sárt og verður það áfram. Ég vil samt að þið munið að kosningabarátta okkar snerist aldrei um eina persónu. Hún snerist um að byggja upp þessa þjóð sem við elskum.16:40 - Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, mætti á sviðið fyrir skömmu ásamt eiginkonu sinni og sagðist vera stoltur af Hillary því hún sé og verður söguleg manneskja*Uppfært 15.45* Ræðu Clinton seinkar eitthvað en búist er við að hún hefjist fljótlega. Hillary Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína nú skömmu eftir klukkan 15.30. Ekkert hefur heyrst frá henni opinberlega frá því að í ljós kom að Donald Trump hafði borið sigur úr bítum í forsetakosningunum. Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína frá New Yorker hótelinu í New York en snemma í morgun hringdi hún í Trump og viðurkenndi ósigur sinn og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Hefð er fyrir því að þeir sem tapi forsetakosningum haldi ræðu þar sem þeir viðurkenni ósigurinn og fastlega má gera ráð fyrir því að Clinton fylgi þeirri hefð nú á eftir.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira