Það er þó mikilvægt að taka fram að flestar þessara stjarna eru með einhverskonar hárlengingar enda er ekki auðvelt að safna svo síðu hári, hvað þá á skömmum tíma.
Þegar maður ætlar sér að safna hári er mikilvægt að halda endunum heilbrigðum með því að fara í klippingu á þriggja mánaða fresti, rétt svo til að særa af endunum. Góðar hárolíur og hitavarar geta líka verið nauðsynlegar fyrir þurrt hár.




